„Erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2023 23:04 Tryggvi Snær Hlinason skorar tvö af sínum þrettán stigum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir að liðið geti tekið margt jákvætt með sér úr tapinu gegn Spánverjum í kvöld í leikinn mikilvæga gegn Georgíumönnum næstkomandi sunnudag. „Þetta var náttúrulega mjög erfiður leikur til að fara í. Þetta er hörkugott lið og þegar þeir setja skotin sín eins og þeir gerðu í kvöld þá er erfitt að stoppa þá,“ sagði Tryggvi Snær eftir leikinn. „En ég held að við höfum verið nokkuð solid varnarlega heilt yfir fyrir utan það að við gáfum of mikið af opnum skotum. En það er margt jákvætt í þessum leik.“ Þrátt fyrir 19 stiga tap náði íslenska liðið oft á tíðum að stríða Spánverjunum, en í þau skipti sem íslenska liðið nálgaðist virtust heimsmeistararnir geta sett í næsta gír og náð aftur upp öruggu forskoti. „Maður var alltaf að vonast til að við myndum ná einu áhlaupi í þriðja eða fjórða leikhluta. En alltaf þegar við náðum smá orku og smá keyrslu okkar megin þá ná þeir að setja tvö erfið og flott skot á móti okkur til að slökkva á okkur og áhorfendunum. Við þurfum áhorfendurna og orkuna til að vinna svona leiki.“ Þá var Tryggvi sammála fyrirliða íslenska liðsins, Ægi Þór Steinarssyni, um að íslenska liðið hafi dottið niður á plan Spánverjana. „Já þeir eru náttúrulega mjög sniðugir og agaðir. Þeir náðu svolítið að hægja á okkur og notuðu öll sín tól til þess að hægja á leiknum sem er ekki beint gott fyrir okkar. Við misstum þetta kannski svolítið niður á þeirra plan og það er kannski það neikvæða við þennan leik.“ „En aftur á móti held ég að það sé margt jákvætt við þennan leik sem við náðum að halda upp á tímabilum í leiknum.“ Meðal þess sem var jákvætt í leik íslenska liðsins var varnarleikurinn og Tryggvi segir að liðið geti klárlega tekið það með sér í leikinn gegn Georgíu á sunnudaginn. „Við nýttum þenna leik í að koma öllum á réttan stað bæði andlega og líkamlega og spila okkur saman. Ég held að við höfum gert það vel og við erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik sem er náttúrulega bara úrslitaleikurinn,“ sagði Tryggvi að lokum. Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51 „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 22:32 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
„Þetta var náttúrulega mjög erfiður leikur til að fara í. Þetta er hörkugott lið og þegar þeir setja skotin sín eins og þeir gerðu í kvöld þá er erfitt að stoppa þá,“ sagði Tryggvi Snær eftir leikinn. „En ég held að við höfum verið nokkuð solid varnarlega heilt yfir fyrir utan það að við gáfum of mikið af opnum skotum. En það er margt jákvætt í þessum leik.“ Þrátt fyrir 19 stiga tap náði íslenska liðið oft á tíðum að stríða Spánverjunum, en í þau skipti sem íslenska liðið nálgaðist virtust heimsmeistararnir geta sett í næsta gír og náð aftur upp öruggu forskoti. „Maður var alltaf að vonast til að við myndum ná einu áhlaupi í þriðja eða fjórða leikhluta. En alltaf þegar við náðum smá orku og smá keyrslu okkar megin þá ná þeir að setja tvö erfið og flott skot á móti okkur til að slökkva á okkur og áhorfendunum. Við þurfum áhorfendurna og orkuna til að vinna svona leiki.“ Þá var Tryggvi sammála fyrirliða íslenska liðsins, Ægi Þór Steinarssyni, um að íslenska liðið hafi dottið niður á plan Spánverjana. „Já þeir eru náttúrulega mjög sniðugir og agaðir. Þeir náðu svolítið að hægja á okkur og notuðu öll sín tól til þess að hægja á leiknum sem er ekki beint gott fyrir okkar. Við misstum þetta kannski svolítið niður á þeirra plan og það er kannski það neikvæða við þennan leik.“ „En aftur á móti held ég að það sé margt jákvætt við þennan leik sem við náðum að halda upp á tímabilum í leiknum.“ Meðal þess sem var jákvætt í leik íslenska liðsins var varnarleikurinn og Tryggvi segir að liðið geti klárlega tekið það með sér í leikinn gegn Georgíu á sunnudaginn. „Við nýttum þenna leik í að koma öllum á réttan stað bæði andlega og líkamlega og spila okkur saman. Ég held að við höfum gert það vel og við erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik sem er náttúrulega bara úrslitaleikurinn,“ sagði Tryggvi að lokum.
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51 „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 22:32 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
„Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51
„Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22
Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 22:32