Rúnar: „Ég er stoltur af framlagi leikmanna minna“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 22. febrúar 2023 23:03 Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur les leikmönnum sínum pistilinn Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna, var svekktur en ekki yfirgengilega óánægður eftir naumt tap hans liðs gegn Val 74-77 fyrr í kvöld, í viðtali við fréttamann Vísis. „Ég er ótrúlega stoltur af svari minna leikmanna frá því á sunnudaginn. Ég talaði um það fyrir leikinn að það var eitt af stóru atriðunum hvernig við mætum andlega til leiks og tökumst á við það sem er að gerast í leiknum. Það var bara stórbæting á því í kvöld. Þetta voru tvö mjög góð körfuboltalið að spila. Við komum til baka og komumst yfir, þær svara.“ „Við vorum að gefa þeim forystuna í fyrri hálfleik gegnum tapaða bolta. Í seinni hálfleik vorum við ekki að tapa boltanum jafn mikið en sóknarleikurinn hjá okkur stirðnaði. Það býr til auðveldari sóknir fyrir Val þegar við náum ekki að koma boltanum undir körfuna. Þá erum við seinni til baka og þær keyra svolítið á okkur. En ég er stoltur af framlagi leikmanna minna í dag. Þetta er eitthvað sem við byggjum á.“ Rúnar gerði helst athugasemdir við að hans leikmenn hefðu á köflum verið að drífa sig fullmikið. „Við erum að drífa okkur svolítið mikið í fyrri hálfleik að koma boltanum þangað sem við vitum að eru veikleikar hjá Val. Þá eru þær með hendur í sendingalínum og við töpum honum. Í seinni hálfleik erum að við að klikka á of mörgum „lay-upum“. Við vorum að senda boltann betur og búa til fín færi en við náðum ekki að klára þau og búa til tvö stig.“ „Það er það sem er mest svekkjandi að tapa með þremur og vera með, held ég, tíu klikkuð „lay-up“. Það svíður en framfarirnar eru miklar og það er það sem ég ætla að horfa á.“ Lavinia Da Silva náði sér mun betur á strik í þessum leik en síðasta leik Njarðvíkinga á undan. Aukin styrkur þeirra undir körfunni blasir við og Rúnar tók undir það. „Hundrað prósent. Hún lenti í því að leiðinlegur farþegi sat við hliðina á henni í vélinni og hún fékk afskaplega vonda flensu um síðustu helgi og er að jafna sig. Það var allt annað orkustig á henni í kvöld en á sunnudaginn en samt ekki hundrað prósent. Þegar hún er orðin það þá er ég með mjög gott körfuboltalið í höndunum. Ég og hópurinn trúum að við getum unnið öll liðin.“ Rúnar ætlaði að leggja það fyrir sína leikmenn að einblína á það jákvæða í leiknum en ekki þau litlu atriði sem féllu ekki með þeim. „Hausinn upp og við þurfum að undirbúa okkur fyrir stríð í Grindavík næsta miðvikudag,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Valur 74-77 | Valur vann tólfta sigurinn í röð með herkjum Njarðvík og Valur mættust fyrr í kvöld í tuttugustu og fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og það var hart barist í leiknum. 22. febrúar 2023 21:58 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
„Ég er ótrúlega stoltur af svari minna leikmanna frá því á sunnudaginn. Ég talaði um það fyrir leikinn að það var eitt af stóru atriðunum hvernig við mætum andlega til leiks og tökumst á við það sem er að gerast í leiknum. Það var bara stórbæting á því í kvöld. Þetta voru tvö mjög góð körfuboltalið að spila. Við komum til baka og komumst yfir, þær svara.“ „Við vorum að gefa þeim forystuna í fyrri hálfleik gegnum tapaða bolta. Í seinni hálfleik vorum við ekki að tapa boltanum jafn mikið en sóknarleikurinn hjá okkur stirðnaði. Það býr til auðveldari sóknir fyrir Val þegar við náum ekki að koma boltanum undir körfuna. Þá erum við seinni til baka og þær keyra svolítið á okkur. En ég er stoltur af framlagi leikmanna minna í dag. Þetta er eitthvað sem við byggjum á.“ Rúnar gerði helst athugasemdir við að hans leikmenn hefðu á köflum verið að drífa sig fullmikið. „Við erum að drífa okkur svolítið mikið í fyrri hálfleik að koma boltanum þangað sem við vitum að eru veikleikar hjá Val. Þá eru þær með hendur í sendingalínum og við töpum honum. Í seinni hálfleik erum að við að klikka á of mörgum „lay-upum“. Við vorum að senda boltann betur og búa til fín færi en við náðum ekki að klára þau og búa til tvö stig.“ „Það er það sem er mest svekkjandi að tapa með þremur og vera með, held ég, tíu klikkuð „lay-up“. Það svíður en framfarirnar eru miklar og það er það sem ég ætla að horfa á.“ Lavinia Da Silva náði sér mun betur á strik í þessum leik en síðasta leik Njarðvíkinga á undan. Aukin styrkur þeirra undir körfunni blasir við og Rúnar tók undir það. „Hundrað prósent. Hún lenti í því að leiðinlegur farþegi sat við hliðina á henni í vélinni og hún fékk afskaplega vonda flensu um síðustu helgi og er að jafna sig. Það var allt annað orkustig á henni í kvöld en á sunnudaginn en samt ekki hundrað prósent. Þegar hún er orðin það þá er ég með mjög gott körfuboltalið í höndunum. Ég og hópurinn trúum að við getum unnið öll liðin.“ Rúnar ætlaði að leggja það fyrir sína leikmenn að einblína á það jákvæða í leiknum en ekki þau litlu atriði sem féllu ekki með þeim. „Hausinn upp og við þurfum að undirbúa okkur fyrir stríð í Grindavík næsta miðvikudag,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Valur 74-77 | Valur vann tólfta sigurinn í röð með herkjum Njarðvík og Valur mættust fyrr í kvöld í tuttugustu og fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og það var hart barist í leiknum. 22. febrúar 2023 21:58 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Valur 74-77 | Valur vann tólfta sigurinn í röð með herkjum Njarðvík og Valur mættust fyrr í kvöld í tuttugustu og fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og það var hart barist í leiknum. 22. febrúar 2023 21:58