Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi Bjarki Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2023 08:31 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrr í þessum mánuði tvítugan karlmann í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn blygðunarsemi stelpu sumarið 2021. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fengið sáðlát yfir andlit konunnar gegn hennar vilja. Maðurinn var nítján ára þegar atvikið átti sér stað en stúlkan nýorðin sextán ára. Atvikið átti sér stað á heimili stelpunnar en þangað höfðu maðurinn og vinur hans komið til þess að spjalla og hlusta á tónlist. Maðurinn og stúlkan höfðu kynnst fyrr um daginn á samfélagsmiðlum en á þessum tíma þekkti hún einnig aðeins til hins mannsins sem kom með. Saman voru þau þrjú að spjalla þegar þriðji maðurinn yfirgaf herbergið. Hann hafði þá tekið eftir því að maðurinn og stúlkan væru nálægt hvoru öðru og leið óþægilega með þeim. Hann kvaðst ætla að fara út í búð og að hann kæmi aftur. Varð strax ágengari Maðurinn varð afar ágengur eftir þetta en stúlkan færði sig undan og sagðist vilja kynnast honum betur, hún vildi ekki gera neitt kynferðislegt strax. Á endanum gafst hún upp og að beiðni mannsins settist hún klofvega á hann þar sem hann lá á bakinu í rúminu. Hann reyndi að snerta brjóst hennar en hún leyfði honum ekki að gera það. Hann hélt áfram að biðja stelpuna um að gera eitthvað kynferðislegt með sér en hún færðist alltaf undan. Þá bað hann hana um að kyssa lim sinn og hún gerði það. Fyrir dómi sagðist hún hafa gert það „því ég vildi bara að þetta væri búið.“ Hann reyndi þá að fara ofan í buxur hennar en hún stoppaði hann. Hann gafst að lokum upp og fór stúlkan ofan af honum og lagðist á bakið. Hann hélt áfram að suða í henni en settist svo klofvega á hnjánum yfir efri hluta líkama hennar. Hann tók typpið á sér út og byrjaði að fróa sér. Hún sagðist enn ekki vilja þetta, að hún vildi fá að kynnast honum betur. Stúlkan lokaði augunum og reyndi að ýta manninum frá sér með því að þrýsta á maga hans og segja að hún vildi þetta ekki. Typpi mannsins var afar nálægt andliti hennar og fékk hann sáðlát yfir hana. Þá fór hann af henni og hún inn á bað að þrífa sig. Neitaði sök Maðurinn lýsti atburðarásinni öðruvísi, þau hafi einungis verið að kyssast og spjalla. Stúlkan hafi snert líkama hans og beðið um að sjá lim hans. Hann sýndi henni hann og sagði stelpuna hafa flissað. Þetta hafi einungis verið um stutta stund því hinn maðurinn hafi komið skömmu síðar aftur. Hann hafi aldrei fengið sáðlát yfir stelpuna. Eftir að maðurinn yfirgaf íbúðina með vini sínum þá sendi hann á stelpuna skilaboð á Instagram. Meðal þess sem hann sendi var „You didn’t really push me like that“ eftir að stúlkan sendi á hann „you know i tried to push you away and told you i wanted to chil and get to know each other better“. Héraðsdómur las ekkert úr þeim skilaboðum nema að maðurinn hafi verið full ágengur í ástleitni sinni en þar sem verknaðurinn var ekki nefndur var ekki lesið efnislega meira úr skilaboðunum. Sönnunarfærsla málsins hvíldi alfarið á mati trúverðugleika munnlegra framburða. Maðurinn og stúlkan eru ein til frásagnar um það sem fór fram í herberginu. Hún trúverðug en hann ekki Stúlkan þótti einlæg og trúverðug í frásögn og var framburður hennar að mati dóms nákvæmur og ýkjulaus. Svör hennar við spurningum voru óhikuð þrátt fyrir að hún væri sýnilega í miklu uppnámi. Framburður mannsins var aftur á móti ótrúverðugur að mati dómsins. Frásögn hans var ekki bein, hvorki skýr né nákvæm. Ítreka þurfti tilteknar spurningar og var hann þokukenndur í frásögn sinni. Að mati dómsins var frásögn stelpunnar trúverðug en mannsins ekki. Dómurinn tók mið af framburði starfsmanns Barnaverndar sem hafði rætt við stelpuna og fjölskyldu hennar. Níu mánaða fangelsi Dómurinn mat því að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem stúlkan lýsti. Hann var dæmdur fyrir að fróa sér yfir andlit hennar á meðan hann var klofvega yfir henni þrátt fyrir að honum væri ljóst að hún væri því mótfallin. Hann var þó ekki fundinn sekur um að hafa haldið henni niðri og nuddað lim sínum við andlit hennar líkt og var lýst í ákæru þar sem stúlkan lýsti atburðarásinni öðruvísi fyrir dómi. Maðurinn var nítján ára þegar brotið átti sér stað og hafði honum ekki verið gerð refsing áður. Að mati dómsins á hann sér engar málsbætur en með hliðsjón af ungum aldri hans og hreinum sakaferli var refsing hans ákveðin níu mánaða fangelsi sem bundið er skilorði til tveggja ára. Þá skal maðurinn greiða stelpunni 1,1 milljón króna í miskabætur ásamt vöxtum. Maðurinn greiðir einnig allan sakarkostnað málsins. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Atvikið átti sér stað á heimili stelpunnar en þangað höfðu maðurinn og vinur hans komið til þess að spjalla og hlusta á tónlist. Maðurinn og stúlkan höfðu kynnst fyrr um daginn á samfélagsmiðlum en á þessum tíma þekkti hún einnig aðeins til hins mannsins sem kom með. Saman voru þau þrjú að spjalla þegar þriðji maðurinn yfirgaf herbergið. Hann hafði þá tekið eftir því að maðurinn og stúlkan væru nálægt hvoru öðru og leið óþægilega með þeim. Hann kvaðst ætla að fara út í búð og að hann kæmi aftur. Varð strax ágengari Maðurinn varð afar ágengur eftir þetta en stúlkan færði sig undan og sagðist vilja kynnast honum betur, hún vildi ekki gera neitt kynferðislegt strax. Á endanum gafst hún upp og að beiðni mannsins settist hún klofvega á hann þar sem hann lá á bakinu í rúminu. Hann reyndi að snerta brjóst hennar en hún leyfði honum ekki að gera það. Hann hélt áfram að biðja stelpuna um að gera eitthvað kynferðislegt með sér en hún færðist alltaf undan. Þá bað hann hana um að kyssa lim sinn og hún gerði það. Fyrir dómi sagðist hún hafa gert það „því ég vildi bara að þetta væri búið.“ Hann reyndi þá að fara ofan í buxur hennar en hún stoppaði hann. Hann gafst að lokum upp og fór stúlkan ofan af honum og lagðist á bakið. Hann hélt áfram að suða í henni en settist svo klofvega á hnjánum yfir efri hluta líkama hennar. Hann tók typpið á sér út og byrjaði að fróa sér. Hún sagðist enn ekki vilja þetta, að hún vildi fá að kynnast honum betur. Stúlkan lokaði augunum og reyndi að ýta manninum frá sér með því að þrýsta á maga hans og segja að hún vildi þetta ekki. Typpi mannsins var afar nálægt andliti hennar og fékk hann sáðlát yfir hana. Þá fór hann af henni og hún inn á bað að þrífa sig. Neitaði sök Maðurinn lýsti atburðarásinni öðruvísi, þau hafi einungis verið að kyssast og spjalla. Stúlkan hafi snert líkama hans og beðið um að sjá lim hans. Hann sýndi henni hann og sagði stelpuna hafa flissað. Þetta hafi einungis verið um stutta stund því hinn maðurinn hafi komið skömmu síðar aftur. Hann hafi aldrei fengið sáðlát yfir stelpuna. Eftir að maðurinn yfirgaf íbúðina með vini sínum þá sendi hann á stelpuna skilaboð á Instagram. Meðal þess sem hann sendi var „You didn’t really push me like that“ eftir að stúlkan sendi á hann „you know i tried to push you away and told you i wanted to chil and get to know each other better“. Héraðsdómur las ekkert úr þeim skilaboðum nema að maðurinn hafi verið full ágengur í ástleitni sinni en þar sem verknaðurinn var ekki nefndur var ekki lesið efnislega meira úr skilaboðunum. Sönnunarfærsla málsins hvíldi alfarið á mati trúverðugleika munnlegra framburða. Maðurinn og stúlkan eru ein til frásagnar um það sem fór fram í herberginu. Hún trúverðug en hann ekki Stúlkan þótti einlæg og trúverðug í frásögn og var framburður hennar að mati dóms nákvæmur og ýkjulaus. Svör hennar við spurningum voru óhikuð þrátt fyrir að hún væri sýnilega í miklu uppnámi. Framburður mannsins var aftur á móti ótrúverðugur að mati dómsins. Frásögn hans var ekki bein, hvorki skýr né nákvæm. Ítreka þurfti tilteknar spurningar og var hann þokukenndur í frásögn sinni. Að mati dómsins var frásögn stelpunnar trúverðug en mannsins ekki. Dómurinn tók mið af framburði starfsmanns Barnaverndar sem hafði rætt við stelpuna og fjölskyldu hennar. Níu mánaða fangelsi Dómurinn mat því að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem stúlkan lýsti. Hann var dæmdur fyrir að fróa sér yfir andlit hennar á meðan hann var klofvega yfir henni þrátt fyrir að honum væri ljóst að hún væri því mótfallin. Hann var þó ekki fundinn sekur um að hafa haldið henni niðri og nuddað lim sínum við andlit hennar líkt og var lýst í ákæru þar sem stúlkan lýsti atburðarásinni öðruvísi fyrir dómi. Maðurinn var nítján ára þegar brotið átti sér stað og hafði honum ekki verið gerð refsing áður. Að mati dómsins á hann sér engar málsbætur en með hliðsjón af ungum aldri hans og hreinum sakaferli var refsing hans ákveðin níu mánaða fangelsi sem bundið er skilorði til tveggja ára. Þá skal maðurinn greiða stelpunni 1,1 milljón króna í miskabætur ásamt vöxtum. Maðurinn greiðir einnig allan sakarkostnað málsins.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira