Guðmundur hættur með landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2023 16:15 Guðmundur Guðmundsson hefur sagt skilið við íslenska landsliðið í þriðja sinn sem þjálfari. VÍSIR/VILHELM Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki. Síðustu leikir landsliðsins undir stjórn Guðmundar voru því á heimsmeistaramótinu í janúar þar sem liðið stóð ekki undir væntingum og endaði í 12. sæti. Guðmundur hlaut umtalsverða gagnrýni fyrir sín störf bæði á mótinu og eftir að því lauk. Nafni hans, Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ, sagði þó eftir HM að staða Guðmundar sem landsliðsþjálfara væri óbreytt. Gunnar og Ágúst stýra liðinu gegn Tékkum í mars Guðmundur var samningsbundinn HSÍ fram yfir Evrópumótið í Þýskalandi í janúar á næsta ári, með ákvæði um framlengingu ef landsliðið kæmist í ólympíuumspil um vorið og á Ólympíuleikana í París sumarið 2024. Nú er ljóst að annar þjálfari fær það verkefni að stýra landsliðinu á EM en næstu leikir landsliðsins eru einmitt í undankeppni EM, gegn Tékklandi 8. og 12. mars. Uppfært klukkan 16.33: Vísir hefur fengið staðfest að aðstoðarmenn Guðmundar síðustu misseri, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, muni stýra landsliðinu gegn Tékkum. Fastlega má gera ráð fyrir að bæði lið komist á EM en að leikirnir snúist um efsta sæti undanriðilsins. Guðmundur, sem er 62 ára gamall, tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum árið 2018 og skrifaði þá undir samning til þriggja ára. Sá samningur var svo framlengdur fyrir ári síðan eftir að Ísland endaði í 6. sæti á EM en nú er ljóst að Guðmundur mun ekki starfa út samningstímann. Í tilkynningu HSÍ segir að ekki standi til að tjá sig frekar um samkomulag Guðmundar og HSÍ um starfslok. Samhliða stýrt félagsliðum í Þýskalandi og Danmörku Guðmundur hefur samhliða því að stýra landsliðinu stýrt félagsliðum því hann var ráðinn þjálfari Melsungen í Þýskalandi fyrir þremur árum og hefur svo stýrt Fredericia í Danmörku frá haustinu 2021. Guðmundur stýrði Íslandi einnig á árunum 2001-2004, og á árunum 2008-2012 þegar liðið vann bæði silfur á Ólympíuleikum og brons á Evrópumóti. Vísir kannaði hug lesenda eftir heimsmeistaramótið og í könnun sem tæplega 11.000 manns tóku þátt í urðu Guðmundur og Dagur Sigurðsson afgerandi hæstir með um þriðjung atkvæða hvor. Dagur er hins vegar samningsbundinn japanska handboltasambandinu fram yfir Ólympíuleika 2024. Hann sagðist við Vísi í gær áhugasamur um að taka við íslenska landsliðinu en þó aðeins að afloknum leikum, eða í ágúst 2024. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Síðustu leikir landsliðsins undir stjórn Guðmundar voru því á heimsmeistaramótinu í janúar þar sem liðið stóð ekki undir væntingum og endaði í 12. sæti. Guðmundur hlaut umtalsverða gagnrýni fyrir sín störf bæði á mótinu og eftir að því lauk. Nafni hans, Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ, sagði þó eftir HM að staða Guðmundar sem landsliðsþjálfara væri óbreytt. Gunnar og Ágúst stýra liðinu gegn Tékkum í mars Guðmundur var samningsbundinn HSÍ fram yfir Evrópumótið í Þýskalandi í janúar á næsta ári, með ákvæði um framlengingu ef landsliðið kæmist í ólympíuumspil um vorið og á Ólympíuleikana í París sumarið 2024. Nú er ljóst að annar þjálfari fær það verkefni að stýra landsliðinu á EM en næstu leikir landsliðsins eru einmitt í undankeppni EM, gegn Tékklandi 8. og 12. mars. Uppfært klukkan 16.33: Vísir hefur fengið staðfest að aðstoðarmenn Guðmundar síðustu misseri, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, muni stýra landsliðinu gegn Tékkum. Fastlega má gera ráð fyrir að bæði lið komist á EM en að leikirnir snúist um efsta sæti undanriðilsins. Guðmundur, sem er 62 ára gamall, tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum árið 2018 og skrifaði þá undir samning til þriggja ára. Sá samningur var svo framlengdur fyrir ári síðan eftir að Ísland endaði í 6. sæti á EM en nú er ljóst að Guðmundur mun ekki starfa út samningstímann. Í tilkynningu HSÍ segir að ekki standi til að tjá sig frekar um samkomulag Guðmundar og HSÍ um starfslok. Samhliða stýrt félagsliðum í Þýskalandi og Danmörku Guðmundur hefur samhliða því að stýra landsliðinu stýrt félagsliðum því hann var ráðinn þjálfari Melsungen í Þýskalandi fyrir þremur árum og hefur svo stýrt Fredericia í Danmörku frá haustinu 2021. Guðmundur stýrði Íslandi einnig á árunum 2001-2004, og á árunum 2008-2012 þegar liðið vann bæði silfur á Ólympíuleikum og brons á Evrópumóti. Vísir kannaði hug lesenda eftir heimsmeistaramótið og í könnun sem tæplega 11.000 manns tóku þátt í urðu Guðmundur og Dagur Sigurðsson afgerandi hæstir með um þriðjung atkvæða hvor. Dagur er hins vegar samningsbundinn japanska handboltasambandinu fram yfir Ólympíuleika 2024. Hann sagðist við Vísi í gær áhugasamur um að taka við íslenska landsliðinu en þó aðeins að afloknum leikum, eða í ágúst 2024.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira