„Við munum mæta mjög orkumiklir“ Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2023 11:00 Aron Dagur Pálsson er klár í slaginn gegn PAUC í kvöld. VÍSIR/VILHELM Aron Dagur Pálsson segir að Valsmenn mæti dýrvitlausir til leiks í kvöld í hálfgerðan úrslitaleik á Hlíðarenda gegn franska liðinu PAUC, í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta. „Þetta er risaleikur og það verður bara ógeðslega gaman að spila þennan leik,“ segir Aron Dagur en ljóst er að franska liðið, sennilega með Kristján Örn Kristjánsson innanborðs, verður afar erfiður andstæðingur. „Þetta er reynslumikið lið, með reynsluna fram yfir okkur, og þeir vita hvað þarf til að vinna svona úrslitaleiki. En við munum mæta mjög orkumiklir og vonandi náum við upp okkar hraða, og þá held ég að við eigum mjög góðan séns. Ég held að það sé viðbúið að einhverju leyti að þeir reyni að stjórna hraðanum í leiknum. Þeir eru að díla við einhver meiðsli og geta ekki rúllað liðinu eins mikið og þeir eru vanir að gera. Það myndi því ekki koma okkur á óvart ef þeir reyndu að draga niður tempóið en ef þeir vilja hlaupa með okkur þá þiggjum við það líka,“ segir Aron Dagur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Aron Dagur um úrslitaleikinn í kvöld Fjögur lið af sex í riðli Vals komast áfram í 16-liða úrslit. Þegar tvær umferðir eru eftir er hörð barátta um 3. og 4. sæti en Valur er í 3. sæti með 7 stig, PAUC og Ferencvaros með 6 stig og Benidorm 4. Flensburg og Ystad hafa þegar tryggt sig áfram. Valsmenn töpuðu á útivelli gegn PAUC, 32-29, eftir að hafa verið með yfirhöndina stóran hluta leiksins. „Í fyrri leiknum vorum við ekki endilega á okkar besta stað. Það voru lítil meiðsli hér og þar. Við spiluðum heilt yfir fínan leik en síðan molnaði aðeins undan þessu síðasta korterið. Ég hef trú á að við séum reynslunni ríkari og allir á betri stað, svo ég held að við getum verið bjartsýnir,“ segir Aron Dagur. Aron Dagur Pálsson og félagar á æfingu Vals í gær fyrir stórleikinn í kvöld.VÍSIR/VILHELM Hlíðarendi „ógeðslega mikilvægur“ PAUC hefur ekki gengið neitt frábærlega á útivelli og tapað bæði gegn Benidorm og Ferencváros. Valsmenn ætla að sjá til þess að PAUC fari einnig án stiga frá Hlíðarenda: „Hann er ógeðslega mikilvægur fyrir okkur. Hingað til hefur verið frábær stemning á heimaleikjunum okkar, langskemmtilegustu leikirnir á tímabilinu með troðfulla höll. Vonandi verður hún troðin af Völsurum og öðrum [í kvöld] og þeir veita okkur þessi aukaprósent sem við þurfum til að sigla þessu í höfn,“ segir Aron Dagur. Valsmenn hafa síðustu misseri tapað örfáum leikjum hér á landi en þeir töpuðu á föstudaginn í bikarleik gegn Stjörnunni. Situr það í mönnum? „Nei, það held ég nú ekki. Auðvitað var ógeðslega svekkjandi að detta út úr bikarnum. Þetta var keppni sem við ætluðum okkur að vinna. Það tekst ekki og ef eitthvað er þá verða menn bara enn mótíveraði í að eiga alvöru leik [í kvöld] og tryggja okkur fleiri leiki í þessari keppni,“ segir Aron Dagur. Leikur Vals og PAUC hefst klukkan 19:45 og er líkt og aðrir leikir Vals í Evrópudeildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Sjá meira
„Þetta er risaleikur og það verður bara ógeðslega gaman að spila þennan leik,“ segir Aron Dagur en ljóst er að franska liðið, sennilega með Kristján Örn Kristjánsson innanborðs, verður afar erfiður andstæðingur. „Þetta er reynslumikið lið, með reynsluna fram yfir okkur, og þeir vita hvað þarf til að vinna svona úrslitaleiki. En við munum mæta mjög orkumiklir og vonandi náum við upp okkar hraða, og þá held ég að við eigum mjög góðan séns. Ég held að það sé viðbúið að einhverju leyti að þeir reyni að stjórna hraðanum í leiknum. Þeir eru að díla við einhver meiðsli og geta ekki rúllað liðinu eins mikið og þeir eru vanir að gera. Það myndi því ekki koma okkur á óvart ef þeir reyndu að draga niður tempóið en ef þeir vilja hlaupa með okkur þá þiggjum við það líka,“ segir Aron Dagur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Aron Dagur um úrslitaleikinn í kvöld Fjögur lið af sex í riðli Vals komast áfram í 16-liða úrslit. Þegar tvær umferðir eru eftir er hörð barátta um 3. og 4. sæti en Valur er í 3. sæti með 7 stig, PAUC og Ferencvaros með 6 stig og Benidorm 4. Flensburg og Ystad hafa þegar tryggt sig áfram. Valsmenn töpuðu á útivelli gegn PAUC, 32-29, eftir að hafa verið með yfirhöndina stóran hluta leiksins. „Í fyrri leiknum vorum við ekki endilega á okkar besta stað. Það voru lítil meiðsli hér og þar. Við spiluðum heilt yfir fínan leik en síðan molnaði aðeins undan þessu síðasta korterið. Ég hef trú á að við séum reynslunni ríkari og allir á betri stað, svo ég held að við getum verið bjartsýnir,“ segir Aron Dagur. Aron Dagur Pálsson og félagar á æfingu Vals í gær fyrir stórleikinn í kvöld.VÍSIR/VILHELM Hlíðarendi „ógeðslega mikilvægur“ PAUC hefur ekki gengið neitt frábærlega á útivelli og tapað bæði gegn Benidorm og Ferencváros. Valsmenn ætla að sjá til þess að PAUC fari einnig án stiga frá Hlíðarenda: „Hann er ógeðslega mikilvægur fyrir okkur. Hingað til hefur verið frábær stemning á heimaleikjunum okkar, langskemmtilegustu leikirnir á tímabilinu með troðfulla höll. Vonandi verður hún troðin af Völsurum og öðrum [í kvöld] og þeir veita okkur þessi aukaprósent sem við þurfum til að sigla þessu í höfn,“ segir Aron Dagur. Valsmenn hafa síðustu misseri tapað örfáum leikjum hér á landi en þeir töpuðu á föstudaginn í bikarleik gegn Stjörnunni. Situr það í mönnum? „Nei, það held ég nú ekki. Auðvitað var ógeðslega svekkjandi að detta út úr bikarnum. Þetta var keppni sem við ætluðum okkur að vinna. Það tekst ekki og ef eitthvað er þá verða menn bara enn mótíveraði í að eiga alvöru leik [í kvöld] og tryggja okkur fleiri leiki í þessari keppni,“ segir Aron Dagur. Leikur Vals og PAUC hefst klukkan 19:45 og er líkt og aðrir leikir Vals í Evrópudeildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Sjá meira