Telja að biskup hafi verið myrtur í Los Angeles Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2023 12:00 David O'Connell var gerður aðstoðarbiskup í Los Angeles-erkibiskupsdæmi árið 2015. Hann fannst látinn af völdum skotsárs á laugardag. AP/Julio Cortez Lögreglan í Los Angeles-sýslu rannsakar lát kaþólsks biskups á laugardag sem morð. Biskupinn var skotinn til bana á heimili sínu og byssumaðurinn eða mennirnir ganga enn lausir. David O'Connell var 69 ára gamall, fæddur á Írlandi, og var prestur í 45 ár. Frans páfi skipaði hann einn aðstoðarbiskupa Los Angeles-erkibiskupsdæmis, þess stærsta í Bandaríkjunum, árið 2015. Hann helgaði sig sérstaklega baráttu gegn glæpagengjum og er sagður hafa tekið þátt í að róa öldurnar á milli íbúa í Los Angeles og lögreglu eftir að fjórir hvítir lögregluþjónar voru sýknaðir af ákæru um að ganga í skrokk á Rodney King árið 1992. Sýknan leiddi til mikill uppþota í borginni. Biskupinn fannst látinn af völdum skotsárs í úthverfi um þrjátíu kílómetra austur af miðborg Los Angeles um klukkan 13:00 á laugardag. AP-fréttastofan segir að lögregla vilja hvorki segja hvernig eða hvar lík hans fannst. Fréttarit erkibiskupsdæmisins fullyrti þó að O'Connell hefði fundist látinn á heimili sínu, að sögn Washington Post. Lögregla hefur heldur ekki sagt hvort að hún telji að O'Connell hafi verið skotmark árásarinnar eða hvort að trú hans hafi tengst henni á einhvern hátt. Tveir gyðingar voru nýlega skotnir og særðir vegna trúar þeirra í Los Angeles. José H. Gomez, erkibiskup Los Angeles, lýsti O'Connell sem friðarstilli sem fann til með fátækum og innflytjendum. Eric Garcetti, fyrrvearndi borgarstjóri Los Angeles, sagði O'Connell vin sinn til margra ára. „Borgin hefur misst einn af fallegustu englum sínum,“ tísti Garcetti í gær. Bandaríkin Erlend sakamál Trúmál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
David O'Connell var 69 ára gamall, fæddur á Írlandi, og var prestur í 45 ár. Frans páfi skipaði hann einn aðstoðarbiskupa Los Angeles-erkibiskupsdæmis, þess stærsta í Bandaríkjunum, árið 2015. Hann helgaði sig sérstaklega baráttu gegn glæpagengjum og er sagður hafa tekið þátt í að róa öldurnar á milli íbúa í Los Angeles og lögreglu eftir að fjórir hvítir lögregluþjónar voru sýknaðir af ákæru um að ganga í skrokk á Rodney King árið 1992. Sýknan leiddi til mikill uppþota í borginni. Biskupinn fannst látinn af völdum skotsárs í úthverfi um þrjátíu kílómetra austur af miðborg Los Angeles um klukkan 13:00 á laugardag. AP-fréttastofan segir að lögregla vilja hvorki segja hvernig eða hvar lík hans fannst. Fréttarit erkibiskupsdæmisins fullyrti þó að O'Connell hefði fundist látinn á heimili sínu, að sögn Washington Post. Lögregla hefur heldur ekki sagt hvort að hún telji að O'Connell hafi verið skotmark árásarinnar eða hvort að trú hans hafi tengst henni á einhvern hátt. Tveir gyðingar voru nýlega skotnir og særðir vegna trúar þeirra í Los Angeles. José H. Gomez, erkibiskup Los Angeles, lýsti O'Connell sem friðarstilli sem fann til með fátækum og innflytjendum. Eric Garcetti, fyrrvearndi borgarstjóri Los Angeles, sagði O'Connell vin sinn til margra ára. „Borgin hefur misst einn af fallegustu englum sínum,“ tísti Garcetti í gær.
Bandaríkin Erlend sakamál Trúmál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira