„Var bara eins og þetta væri „easy“ æfing hjá Keflavík“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2023 20:56 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar töpuðu illa fyrir Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld, lokatölur í Keflavík 84-61. Framan af leit þetta þó ekkert alltof illa út fyrir Grindavík en þær áttu virkilega góðan 2. leikhluta sem þær unnu 26-21. Við spurðum Þorleif Ólafsson, þjálfara Grindavíkur, af hverju hans konur hefðu ekki bara spilað allan leikinn eins og 2. leikhluta? „Það er góð spurning. Í sannleika sagt þá akkúrat núna hef ég eiginlega bara ekki hugmynd! Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvað gerðist og þarf að skoða þetta betur. En ég er bara virkilega ósáttur við hvernig þær voru í 3. leikhluta. Ekki bara þær, ég kom ekki með neinar lausnir og engar breytingar. Við þurfum bara að vinna í þessu og vera sterkari í öllum aðgerðum. Vorum alltof flatar og það var bara eins og þetta væri „easy“ æfing hjá Keflavík. Við gáfum þeim allt sem þær vildu fá og virkilega sorglegt bara að við höfum ekki mætt sterkari til leiks í seinni hálfleik.“ Það er þétt prógram framundan hjá Grindavík, næsti leikur strax á miðvikudaginn á heimavelli gegn ÍR og síðan næsta sunnudag á útivelli gegn Fjölni. Bæði þessi lið fyrir neðan Grindavík í töflunni og sigrar í þessum leikjum myndu sennilega gulltryggja Grindavík 5. sætið í deildinni. Voru leikmenn Grindavíkur mögulega að spara sig fyrir átökin framundan? „Alls ekki. Við sýndum það alveg í byrjun leiks og í 2. leikhluta að við vorum alveg klárar í einhvern slag en við bara sprungum greinilega eftir það, sem er bara ekki nógu gott. Það var bara svo mikið sem var að klikka. Við vorum að búa til opin skot en ekki að taka þau, senda þegar við áttum ekki að senda og keyra á körfuna þegar við áttum ekki að keyra á hana. Allt eitthvað hálf barnalegt eiginlega, og við þurfum bara að laga það.“ Grindvíkingar eiga enn tölfræðilegan möguleika á úrslitakeppnissæti en þurfa að sækja sigra gegn efri liðunum til að ná þangað. Þorleifur sagði að hans konur stefndu vissulega á 4. sætið en það væri lítið annað í stöðunni en að tækla einn leik í einu. „Það er náttúrulega bara einn leikur í einu en við höfum alveg talað um þetta og við viljum fara í úrslitakeppnina. En við þurfum klárlega að spila betur en þetta ef við ætlum að komast þangað því við þurfum að, eins og ég hef sagt oft áður, að vinna liðin fyrir ofan okkur og það er ekki að takast. Það er bara prófraun framundan og við gerum okkar besta.“ Keflavík ÍF UMF Grindavík Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 84-61 | Öruggt í Suðurnesjaslagnum Topplið Keflavíkur vann öruggan 23 stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 84-61. 19. febrúar 2023 20:03 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
„Það er góð spurning. Í sannleika sagt þá akkúrat núna hef ég eiginlega bara ekki hugmynd! Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvað gerðist og þarf að skoða þetta betur. En ég er bara virkilega ósáttur við hvernig þær voru í 3. leikhluta. Ekki bara þær, ég kom ekki með neinar lausnir og engar breytingar. Við þurfum bara að vinna í þessu og vera sterkari í öllum aðgerðum. Vorum alltof flatar og það var bara eins og þetta væri „easy“ æfing hjá Keflavík. Við gáfum þeim allt sem þær vildu fá og virkilega sorglegt bara að við höfum ekki mætt sterkari til leiks í seinni hálfleik.“ Það er þétt prógram framundan hjá Grindavík, næsti leikur strax á miðvikudaginn á heimavelli gegn ÍR og síðan næsta sunnudag á útivelli gegn Fjölni. Bæði þessi lið fyrir neðan Grindavík í töflunni og sigrar í þessum leikjum myndu sennilega gulltryggja Grindavík 5. sætið í deildinni. Voru leikmenn Grindavíkur mögulega að spara sig fyrir átökin framundan? „Alls ekki. Við sýndum það alveg í byrjun leiks og í 2. leikhluta að við vorum alveg klárar í einhvern slag en við bara sprungum greinilega eftir það, sem er bara ekki nógu gott. Það var bara svo mikið sem var að klikka. Við vorum að búa til opin skot en ekki að taka þau, senda þegar við áttum ekki að senda og keyra á körfuna þegar við áttum ekki að keyra á hana. Allt eitthvað hálf barnalegt eiginlega, og við þurfum bara að laga það.“ Grindvíkingar eiga enn tölfræðilegan möguleika á úrslitakeppnissæti en þurfa að sækja sigra gegn efri liðunum til að ná þangað. Þorleifur sagði að hans konur stefndu vissulega á 4. sætið en það væri lítið annað í stöðunni en að tækla einn leik í einu. „Það er náttúrulega bara einn leikur í einu en við höfum alveg talað um þetta og við viljum fara í úrslitakeppnina. En við þurfum klárlega að spila betur en þetta ef við ætlum að komast þangað því við þurfum að, eins og ég hef sagt oft áður, að vinna liðin fyrir ofan okkur og það er ekki að takast. Það er bara prófraun framundan og við gerum okkar besta.“
Keflavík ÍF UMF Grindavík Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 84-61 | Öruggt í Suðurnesjaslagnum Topplið Keflavíkur vann öruggan 23 stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 84-61. 19. febrúar 2023 20:03 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Grindavík 84-61 | Öruggt í Suðurnesjaslagnum Topplið Keflavíkur vann öruggan 23 stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 84-61. 19. febrúar 2023 20:03
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum