Jimmy Carter liggur banaleguna Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2023 21:04 Jimmy Carter í heimabæ sínum Plains árið 2015. AP/Branden Camp Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu frá Carter Center, samtökum forsetans fyrrverandi, segir að forsetinn njóti stuðnings fjölskyldu sinnar og lækna. Carter, sem heitir fullu nafni James Earl Carter yngri, er nærri því hundrað ára gamall en hann fæddist árið 1924 í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann varð 39. forseti Bandaríkjanna árið 1977 en sat bara eitt kjörtímabil í Hvíta húsinu. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2002 fyrir og vinnu í að finna friðsamar lausnir á deilum á alþjóðasviðinu, störf í þágu lýðræðis og mannréttinda og fyrir góðgerðastörf sín. https://t.co/1auzIG0yqy pic.twitter.com/JJQMWgg8DW— The Carter Center (@CarterCenter) February 18, 2023 Áður en hann varð forseti þjónaði Carter í flota Bandaríkjanna í sjö ár og varð svo ríkisstjóri Georgíu árið 1970. Þegar hann settist að í Hvíta húsinu var verðbólga mikil í Bandaríkjunum og mikið atvinnuleysi. Honum tókst ekki að kveða niður verðbólgudrauginn og er það, auk gíslatökunnar í sendiráði Bandaríkjanna í Íran, taldar stærstu ástæður þess að hann náði ekki endurkjöri, samkvæmt síðu hans á vef Hvíta hússins. Ronald Reagan bar þess í stað sigur úr býtum. Gíslunum 52 var sleppt sama dag og Carter yfirgaf Hvíta húsið, eftir viðræður sem hann spilaði stóra rullu í. Undanförnum árum hefur Carter varið í góðgerðastarf í Bandaríkjunum og í að byggja hús fyrir illa statt fólk. Hann hefur einnig átt við veikindi og heilsukvilla að stríða og greindist meðal annars með krabbamein í lifur árið 2015. Læknum tókst þó að fjarlægja það. True. Former U.S. President Jimmy Carter once fell, causing an injury to his head/eye, receiving 14 stitches. On the next day, he helped build houses for Habitat for Humanity. https://t.co/PMFJCDWdPP— snopes.com (@snopes) February 18, 2023 Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Voice of America frá því í fyrra þegar Carter varð 98 ára gamall. Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Carter Center, samtökum forsetans fyrrverandi, segir að forsetinn njóti stuðnings fjölskyldu sinnar og lækna. Carter, sem heitir fullu nafni James Earl Carter yngri, er nærri því hundrað ára gamall en hann fæddist árið 1924 í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann varð 39. forseti Bandaríkjanna árið 1977 en sat bara eitt kjörtímabil í Hvíta húsinu. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2002 fyrir og vinnu í að finna friðsamar lausnir á deilum á alþjóðasviðinu, störf í þágu lýðræðis og mannréttinda og fyrir góðgerðastörf sín. https://t.co/1auzIG0yqy pic.twitter.com/JJQMWgg8DW— The Carter Center (@CarterCenter) February 18, 2023 Áður en hann varð forseti þjónaði Carter í flota Bandaríkjanna í sjö ár og varð svo ríkisstjóri Georgíu árið 1970. Þegar hann settist að í Hvíta húsinu var verðbólga mikil í Bandaríkjunum og mikið atvinnuleysi. Honum tókst ekki að kveða niður verðbólgudrauginn og er það, auk gíslatökunnar í sendiráði Bandaríkjanna í Íran, taldar stærstu ástæður þess að hann náði ekki endurkjöri, samkvæmt síðu hans á vef Hvíta hússins. Ronald Reagan bar þess í stað sigur úr býtum. Gíslunum 52 var sleppt sama dag og Carter yfirgaf Hvíta húsið, eftir viðræður sem hann spilaði stóra rullu í. Undanförnum árum hefur Carter varið í góðgerðastarf í Bandaríkjunum og í að byggja hús fyrir illa statt fólk. Hann hefur einnig átt við veikindi og heilsukvilla að stríða og greindist meðal annars með krabbamein í lifur árið 2015. Læknum tókst þó að fjarlægja það. True. Former U.S. President Jimmy Carter once fell, causing an injury to his head/eye, receiving 14 stitches. On the next day, he helped build houses for Habitat for Humanity. https://t.co/PMFJCDWdPP— snopes.com (@snopes) February 18, 2023 Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Voice of America frá því í fyrra þegar Carter varð 98 ára gamall.
Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent