Sektaður fyrir að auglýsa eftir miðaldra konu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. febrúar 2023 16:00 Fort Pienc hverfið í miðborg Barcelona þar sem Javier Marcos rekur skóverslun sína. Jeff Greenberg/Getty Images Eigandi skóbúðar í Barcelona hefur verið sektaður um andvirði 1.200 þúsund íslenskra króna fyrir að auglýsa eftir miðaldra konu til að starfa í búðinni. „Kona yfir fertugt“ óskast til starfa Skókaupmaður í miðborg Barcelona auglýsti á dögunum eftir starfskrafti í stað konunnar sem staðið hafði vaktina árum saman í búðinni hans. Javier ákvað, af fenginni reynslu, að róa á sömu mið og auglýsa eftir „konu yfir fertugu“. Sekur um mismunun En hann hefði betur sleppt því. Vinnueftirlitið hafði samband og sagði að í auglýsingu hans fælist mismunun, ekki einföld, heldur tvöföld; kynja- og aldurstengd. Javier Marcos segir að aldrei hafa vakað fyrir sér að mismuna fólki. Hann vildi bara gefa fólki sem hefði færri tækifæri til að finna vinnu, en aðrir hópar, aukin tækifæri, auk þess sem hann byggði á eigin reynslu um hvað hann vildi. Fékk háa sekt Hann fjarlægði auglýsinguna í snatri eftir athugasemdir Vinnueftirlitsins, en allt kom fyrir ekki. Hann fékk sektarboð skömmu síðar vegna brota á lögum um mismunun. Slíkt væri aðeins leyfilegt þegar starfið krefðist þess, svo sem eins og að sinna baðvörslu í sundlaugum eða líkamsræktarstöðvum. Sektarupphæðin nemur 7.500 evrum, andvirði tæplega 1.200 þúsund íslenskra króna. Það er Javier huggun harmi gegn að greiði hann sektina innan mánaðar, sleppur hann með 700.000 krónur. Það eru samt miklir peningar fyrir lítinn rekstur, segir Javier. Ekki sama Jón og séra Jón Hann bendir jafnframt á að það skjóti skökku við að lítill kaupmaður eins og hann sé sektaður fyrir að auglýsa eftir einni konu, á sama tíma og slökkvilið Barcelona reki umfangsmikla auglýsingaherferð á götum og torgum borgarinnar, þar sem konur séu hvattar til þess að sækja um í slökkviliði borgarinnar. „Hver er í grunninn, munurinn á litlu auglýsingunni minni og herferð slökkviliðsins?“ spyr Javier Marcos og lái honum hver sem vill. Spánn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
„Kona yfir fertugt“ óskast til starfa Skókaupmaður í miðborg Barcelona auglýsti á dögunum eftir starfskrafti í stað konunnar sem staðið hafði vaktina árum saman í búðinni hans. Javier ákvað, af fenginni reynslu, að róa á sömu mið og auglýsa eftir „konu yfir fertugu“. Sekur um mismunun En hann hefði betur sleppt því. Vinnueftirlitið hafði samband og sagði að í auglýsingu hans fælist mismunun, ekki einföld, heldur tvöföld; kynja- og aldurstengd. Javier Marcos segir að aldrei hafa vakað fyrir sér að mismuna fólki. Hann vildi bara gefa fólki sem hefði færri tækifæri til að finna vinnu, en aðrir hópar, aukin tækifæri, auk þess sem hann byggði á eigin reynslu um hvað hann vildi. Fékk háa sekt Hann fjarlægði auglýsinguna í snatri eftir athugasemdir Vinnueftirlitsins, en allt kom fyrir ekki. Hann fékk sektarboð skömmu síðar vegna brota á lögum um mismunun. Slíkt væri aðeins leyfilegt þegar starfið krefðist þess, svo sem eins og að sinna baðvörslu í sundlaugum eða líkamsræktarstöðvum. Sektarupphæðin nemur 7.500 evrum, andvirði tæplega 1.200 þúsund íslenskra króna. Það er Javier huggun harmi gegn að greiði hann sektina innan mánaðar, sleppur hann með 700.000 krónur. Það eru samt miklir peningar fyrir lítinn rekstur, segir Javier. Ekki sama Jón og séra Jón Hann bendir jafnframt á að það skjóti skökku við að lítill kaupmaður eins og hann sé sektaður fyrir að auglýsa eftir einni konu, á sama tíma og slökkvilið Barcelona reki umfangsmikla auglýsingaherferð á götum og torgum borgarinnar, þar sem konur séu hvattar til þess að sækja um í slökkviliði borgarinnar. „Hver er í grunninn, munurinn á litlu auglýsingunni minni og herferð slökkviliðsins?“ spyr Javier Marcos og lái honum hver sem vill.
Spánn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira