Karlmaður var handtekinn í dag eftir að tilkynnt hafði verið að karlmaður hefði verið skotinn til bana í verslun í bænum og kona á heimili sínu. Eiginmaður konunnar var einnig særður.
Eftir handtökuna, sem framkvæmd var án teljandi vandkvæða, fundu laganna verðir fjóra látna til viðbótar. Tvo inni á heimili í bænum og tvo fyrir utan það, að því er segir í frétt CNN um málið.
Ríkisstjóri Mississippi tilkynnti á Twitter í kvöld að talið sé að sá handtekni hafi verið einn að verki og að ekki sé vitað hvað fékk hann til þess að fremja skotárásirnar.
— Governor Tate Reeves (@tatereeves) February 17, 2023
Samkvæmt nýjasta manntali, frá árinu 2020, búa aðeins 285 manns í bænum Arkabutla. Sé gert ráð fyrir því að öll hinna látnu hafi búið í bænum má reikna með að um tvö prósent bæjarbúa hafi látið lífið í árásunum.