Leikmennirnir eru Anis Slimane og Mathias Greve. Slimane á að hafa farið illa með Greve í þessum átökum.
Slimane er 21 árs miðjumaður frá Túnis sem hefur verið hjá Bröndby og spilaði með túníska landsliðinu á HM í Katar. Hann hefur spilað 27 landsleiki.
Anis Ben Slimane slog holdkammeraten Mathias Greve under en intern træningskamp tirsdag.https://t.co/X4l6GP6tnw
— Ekstra Bladet (@EkstraBladet) February 14, 2023
Greve er 28 ára danskur miðjumaður sem kom til Bröndby ári síðar. Þeir hafa verið að spila saman á miðjunni hjá Bröndby en deildin er ekki byrjuð aftur eftir vetrarfrí.
Claus Buhr, talsmaður lögreglunnar í Kaupmannahöfn, staðfesti við blaðamann Ekstra Bladet að einhver hafi lagt inn kæru fyrir líkamsárás. Það er ekki vitað hver gerði það.
Christian Schultz, talsmaður Bröndby, segir að félagið viti af kærunni og segir að Bröndby muni gera allt til að hjálpa lögreglunni við rannsókn málsins.
Schultz sagði við Ekstra Bladet að leikmennirnir hefðu átt að biðjast afsökunar og loka málinu en í stað þess gæti það endað í réttarsal.