Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2023 22:41 Karima El Mahroug, einnig þekkt sem Hjartaknúsarinn Ruby, (t.v.) var sautján ára þegar Berlusconi var sakaður um að hafa greitt henni fyrir kynlíf. Hún er þrítug í dag og neitar því að hafa átt vingott við forsætisráðherrann aldna. AP/Claudio Furlan Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. Heimsathygli vakti þegar Berlusconi, sem þá var forsætisráðherra, var ákærður fyrir greiða stúlku undir lögaldri fyrir kynlíf árið 2010. Á sama tíma lærði heimsbyggðin um tilvist svonefndra „bunga bunga“-veislna sem Berlusconi hélt á íburðarmiklu setri sínu í Mílanó þangað sem hann bauð hópum ungra stúlkna. Þær hafa margar lýst kynferðislegum athöfnum sem fóru fram í slíkum veislum. Berlusconi var sýknaður af því að hafa greitt Karimu el Mahrough, sem varð þekkt sem Hjartaknúsarinn Ruby í ítölskum fjölmiðlum, fyrir kynlíf þegar hún var sautján ára. Þau harðneituðu bæði að hafa stundað kynlíf saman. Málið sem dómur var kveðinn upp úr á miðvikudag snerist um hvort að Berlusconi hefði greitt vitnum til að hafa áhrif á framburð þeirra í fyrri réttarhöldum vegna kynlífsveislnanna. Saksóknarar fóru fram á sex ára fangelsisdóm yfir honum. Tuttugu og átta manns til viðbótar, þar á meðal Mahrough, voru einnig sýknaðir í málinu. Berlusconi, sem nú er 86 ára gamall, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram sagði hann niðurstöðuna binda enda á „áralanga þjáningu, aur og ómælanlegt pólitískt tjón“. Hann hefur í gegnum tíðina sakað saksóknarana um pólítísk hefndarverk gegn sér. AP-fréttastofan segir líklegt að með dómnum í vikunni sé saksókn gegn Berlusconi vegna hneykslisins endanlega lokið. Berlusconi er enn leiðtogi stjórnmálaflokksins Áfram Ítalía sem á sæti í samsteypustjórn hægriflokka. Giorgia Meloni, forsætisráðherra, fagnaði lyktum málsins gegn Berlusconi sem hún sagði að hefði haft mikil áhrif á stjórnmálalíf landsins.AP/Claudio Furlan Sögðu bunga bunga-veislunar fágaðar kvöldsamkomur Lögmenn forsætisráðherrans fyrrverandi lýstu bunga bunga-veislunum sem fáguðum kvöldsamkomum. Saksóknarar sögðu þær hins vegar hafa einkennst af kynsvalli þar sem konum var greitt til að mæta og umgangast Berlusconi og aldraða vini hans. Vitni hafa lýst því hvernig ungar stúlkur dönsuðu nektardans fyrir ráðherrann. Hneykslismálið heltók Ítalíu fyrst þegar Mahrough, sem starfaði sem dansari í næturklúbbi, sagði rannsóknardómurum að hún hefði verið viðstödd bunga bunga-veislu á heimili Berlusconi árið 2010. Hún hefði ekki stundað kynlíf með honum en hann hefði þó látið hana fá þúsundir evra þegar hún átti í fjárhagserfiðleikum. Skömmu síðar kom í ljós að Berlusconi hafði hringt í lögreglustjóra í Mílanó eftir að Mahrough var handtekin fyrir að stela verðmætu armbandi. Laug hann því að Mahrough væri barnabarn Hosni Mubaraks, fyrrverandi forseta Egyptalands og hvatti lögreglustjórann til þess að sleppa henni. Ítalía Erlend sakamál Tengdar fréttir Hæstiréttur Ítalíu staðfestir sýknudóm yfir Berlusconi Silvio Berlusconi hafði áður verið dæmdur fyrir hafa misnotað vald sitt og greitt fyrir þjónustu ólögráða vændiskonu í svokölluðum „bunga bunga“ veislum sínum. 10. mars 2015 23:41 Berlusconi dæmdur í sjö ára fangelsi Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa kynferðismök við ólögráða stúlku og nota völd sín til að hylma fyrir það. 24. júní 2013 15:51 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Heimsathygli vakti þegar Berlusconi, sem þá var forsætisráðherra, var ákærður fyrir greiða stúlku undir lögaldri fyrir kynlíf árið 2010. Á sama tíma lærði heimsbyggðin um tilvist svonefndra „bunga bunga“-veislna sem Berlusconi hélt á íburðarmiklu setri sínu í Mílanó þangað sem hann bauð hópum ungra stúlkna. Þær hafa margar lýst kynferðislegum athöfnum sem fóru fram í slíkum veislum. Berlusconi var sýknaður af því að hafa greitt Karimu el Mahrough, sem varð þekkt sem Hjartaknúsarinn Ruby í ítölskum fjölmiðlum, fyrir kynlíf þegar hún var sautján ára. Þau harðneituðu bæði að hafa stundað kynlíf saman. Málið sem dómur var kveðinn upp úr á miðvikudag snerist um hvort að Berlusconi hefði greitt vitnum til að hafa áhrif á framburð þeirra í fyrri réttarhöldum vegna kynlífsveislnanna. Saksóknarar fóru fram á sex ára fangelsisdóm yfir honum. Tuttugu og átta manns til viðbótar, þar á meðal Mahrough, voru einnig sýknaðir í málinu. Berlusconi, sem nú er 86 ára gamall, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram sagði hann niðurstöðuna binda enda á „áralanga þjáningu, aur og ómælanlegt pólitískt tjón“. Hann hefur í gegnum tíðina sakað saksóknarana um pólítísk hefndarverk gegn sér. AP-fréttastofan segir líklegt að með dómnum í vikunni sé saksókn gegn Berlusconi vegna hneykslisins endanlega lokið. Berlusconi er enn leiðtogi stjórnmálaflokksins Áfram Ítalía sem á sæti í samsteypustjórn hægriflokka. Giorgia Meloni, forsætisráðherra, fagnaði lyktum málsins gegn Berlusconi sem hún sagði að hefði haft mikil áhrif á stjórnmálalíf landsins.AP/Claudio Furlan Sögðu bunga bunga-veislunar fágaðar kvöldsamkomur Lögmenn forsætisráðherrans fyrrverandi lýstu bunga bunga-veislunum sem fáguðum kvöldsamkomum. Saksóknarar sögðu þær hins vegar hafa einkennst af kynsvalli þar sem konum var greitt til að mæta og umgangast Berlusconi og aldraða vini hans. Vitni hafa lýst því hvernig ungar stúlkur dönsuðu nektardans fyrir ráðherrann. Hneykslismálið heltók Ítalíu fyrst þegar Mahrough, sem starfaði sem dansari í næturklúbbi, sagði rannsóknardómurum að hún hefði verið viðstödd bunga bunga-veislu á heimili Berlusconi árið 2010. Hún hefði ekki stundað kynlíf með honum en hann hefði þó látið hana fá þúsundir evra þegar hún átti í fjárhagserfiðleikum. Skömmu síðar kom í ljós að Berlusconi hafði hringt í lögreglustjóra í Mílanó eftir að Mahrough var handtekin fyrir að stela verðmætu armbandi. Laug hann því að Mahrough væri barnabarn Hosni Mubaraks, fyrrverandi forseta Egyptalands og hvatti lögreglustjórann til þess að sleppa henni.
Ítalía Erlend sakamál Tengdar fréttir Hæstiréttur Ítalíu staðfestir sýknudóm yfir Berlusconi Silvio Berlusconi hafði áður verið dæmdur fyrir hafa misnotað vald sitt og greitt fyrir þjónustu ólögráða vændiskonu í svokölluðum „bunga bunga“ veislum sínum. 10. mars 2015 23:41 Berlusconi dæmdur í sjö ára fangelsi Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa kynferðismök við ólögráða stúlku og nota völd sín til að hylma fyrir það. 24. júní 2013 15:51 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Hæstiréttur Ítalíu staðfestir sýknudóm yfir Berlusconi Silvio Berlusconi hafði áður verið dæmdur fyrir hafa misnotað vald sitt og greitt fyrir þjónustu ólögráða vændiskonu í svokölluðum „bunga bunga“ veislum sínum. 10. mars 2015 23:41
Berlusconi dæmdur í sjö ára fangelsi Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa kynferðismök við ólögráða stúlku og nota völd sín til að hylma fyrir það. 24. júní 2013 15:51