Móðir viðmælanda Eigin kvenna í mál við Eddu Falak Bjarki Sigurðsson skrifar 16. febrúar 2023 20:37 Edda Falak er þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttarins Eigin kvenna. Vísir/Vilhelm Móðir konu sem rætt var við í hlaðvarpsþættinum Eigin konur hefur höfðað mál gegn þáttastjórnanda þáttanna, Eddu Falak. Hún vill meina að upptökur sem spilaðar voru í þættinum hafi verið teknar án hennar vitundar. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður móðurinnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Dóttir konunnar steig fram í þættinum og lýsti andlegu ofbeldi sem móðir hennar hafði beitt hana alla hennar æsku. Í þættinum voru spilaðar hljóðupptökur af samskiptum móðurinnar við dóttur sína en meðal þess sem hún sagði var: „væri betra fyrir alla ef þú myndir bara deyja“ og „ég þoli þig ekki“. Málaferli hófust í haust en nú er beðið eftir því að aðalmeðferð fari fram. Líklega fer hún fram í mars en móðirin krefst miskabóta en aðallega snýst málið um uppreisn æru, að hún fái staðfest að á henni hafi verið brotið. „Það er svona verið að velta því upp hvort hún hafi verið gerð persónugreinanleg með því að spila þessa hljóðupptöku. Hún þjónaði kannski engum sérstökum tilgangi fyrir umfjöllunina sem slíka. Umfjöllunin hefði verið alveg sú sama þótt þessar upptökur hefðu ekki verið spilaðar. Þannig það er gengið hart að hennar friðhelgi. Þetta snýst algjörlega um hljóðupptökurnar,“ segir Auður. Fyrr í dag greindi DV frá því að Edda hefði boðað breytingar á Eigin konum. Enginn þáttur hefur komið síðan fyrir tveimur mánuðum síðan, þann 15. desember á síðasta ári. Þrátt fyrir enga þætti hafa áskrifendur þáttarins á Patreon greitt fyrir áskrift sína en samkvæmt útreikningum DV eru það að minnsta kosti 1,8 milljón króna sem hún hefur fengið síðustu tvo mánuði. Búið er að setja tilkynningu á Patreon áskriftarvef Eigin kvenna þar sem segir að áskrifendur muni ekki greiða mánaðargjald fyrir mars. Breytingar eru væntanlegar sem munu vera tilkynntar fyrir helgi. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Fjölmiðlar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður móðurinnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Dóttir konunnar steig fram í þættinum og lýsti andlegu ofbeldi sem móðir hennar hafði beitt hana alla hennar æsku. Í þættinum voru spilaðar hljóðupptökur af samskiptum móðurinnar við dóttur sína en meðal þess sem hún sagði var: „væri betra fyrir alla ef þú myndir bara deyja“ og „ég þoli þig ekki“. Málaferli hófust í haust en nú er beðið eftir því að aðalmeðferð fari fram. Líklega fer hún fram í mars en móðirin krefst miskabóta en aðallega snýst málið um uppreisn æru, að hún fái staðfest að á henni hafi verið brotið. „Það er svona verið að velta því upp hvort hún hafi verið gerð persónugreinanleg með því að spila þessa hljóðupptöku. Hún þjónaði kannski engum sérstökum tilgangi fyrir umfjöllunina sem slíka. Umfjöllunin hefði verið alveg sú sama þótt þessar upptökur hefðu ekki verið spilaðar. Þannig það er gengið hart að hennar friðhelgi. Þetta snýst algjörlega um hljóðupptökurnar,“ segir Auður. Fyrr í dag greindi DV frá því að Edda hefði boðað breytingar á Eigin konum. Enginn þáttur hefur komið síðan fyrir tveimur mánuðum síðan, þann 15. desember á síðasta ári. Þrátt fyrir enga þætti hafa áskrifendur þáttarins á Patreon greitt fyrir áskrift sína en samkvæmt útreikningum DV eru það að minnsta kosti 1,8 milljón króna sem hún hefur fengið síðustu tvo mánuði. Búið er að setja tilkynningu á Patreon áskriftarvef Eigin kvenna þar sem segir að áskrifendur muni ekki greiða mánaðargjald fyrir mars. Breytingar eru væntanlegar sem munu vera tilkynntar fyrir helgi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Fjölmiðlar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira