Brenndu banka i Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2023 15:33 Frá mótælunum í Beirút í morgun. EPA/WAEL HAMZEH Mótmælendur réðust að bönkum í Beirút og Trípólí í morgun og brenndu minnst sex þeirra til að mótmæla takmörkunum á úttektum úr bönkum í Líbanon. Mótmælendur kveiktu einnig í dekkjum og stöðvuðu umferð. Frá fjármálahruni árið 2019 hafa úttektir úr bönkum Líbanon verið verulega takmarkaðar og sérstaklega úttekt á bandarískum dollurum. Hið líbanska pund hefur tapað nánast öllu verðmæti sínu frá 2019. Gjaldmiðillinn er samkvæmt Reuters 98 prósentum verðminni en hann var fyrir fjármálahrunið. Í dag fæst til að mynda einn dollari fyrir um áttatíu þúsund pund. Í gær var hlutfallið einn á móti sjötíu þúsund. Bankastarfsmenn hafa verið í verkfalli í tíu daga. Það verkfall hófst eftir að dómari úrskurðaði að bankar gætu ekki sett takmarkanir á það hve mikið af sínum peningum fólk gæti tekði út úr bönkum. Mótmæli eru tíð í Líbanon og bankaránum og gíslatökum hefur farið fjölgandi á undanförnu. Í einhverjum tilfellum hefur fólk tekið starfsmenn banka í gíslingu með því markmiði að fá að taka út sparifé sitt. Miðillinn L'Orient Today segir að kveikt hafi verið í minnst sex bönkum í dag og að rúður hafi verið brotnar í fleirum. Þá segir miðillinn að mótmælendur hafi einnig gert atlögu að heimili formanns bankasamtaka Líbanon og reynt að bera eld að húsinu. #BREAKING: video sent by L'Orient-Le Jour's correspondent shows protestors burning tires in front of Bank Audi in Badaro. This comes after the Lira hit LL80,000 against the dollar. Banks have been on strike since last week pic.twitter.com/QNJGGCeagW— Wael Taleb (@waeltaleb23) February 16, 2023 Auk fjármálakreppu hafa íbúar Líbanon einnig þurft að eiga við langvarandi stjórnarkreppu. Líbanon hefur einkennst af miklu stjórnleysi á undanförnum árum og er spilling þar mikil. Yfirvöld landsins fengu vilyrði fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir tæpu ári síðan. Því láni fylgdu þó skilyrði um endurbætur í stjórnkerfi landsins sem hafa aldrei verið framkvæmdar og lánið hefur því ekki verið veitt. Líbanon Tengdar fréttir Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52 Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Maður tók banka í gíslingu í Beirút í dag til að krefjast þess að bankinn leyfði honum að taka út sparifé af læstum reikningi svo hann gæti borgað sjúkrareikninga föður síns. Mótmælendur hópuðust fyrir framan bankann til að krefjast þess að bankinn léti undan kröfum mannsins. 11. ágúst 2022 18:42 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Frá fjármálahruni árið 2019 hafa úttektir úr bönkum Líbanon verið verulega takmarkaðar og sérstaklega úttekt á bandarískum dollurum. Hið líbanska pund hefur tapað nánast öllu verðmæti sínu frá 2019. Gjaldmiðillinn er samkvæmt Reuters 98 prósentum verðminni en hann var fyrir fjármálahrunið. Í dag fæst til að mynda einn dollari fyrir um áttatíu þúsund pund. Í gær var hlutfallið einn á móti sjötíu þúsund. Bankastarfsmenn hafa verið í verkfalli í tíu daga. Það verkfall hófst eftir að dómari úrskurðaði að bankar gætu ekki sett takmarkanir á það hve mikið af sínum peningum fólk gæti tekði út úr bönkum. Mótmæli eru tíð í Líbanon og bankaránum og gíslatökum hefur farið fjölgandi á undanförnu. Í einhverjum tilfellum hefur fólk tekið starfsmenn banka í gíslingu með því markmiði að fá að taka út sparifé sitt. Miðillinn L'Orient Today segir að kveikt hafi verið í minnst sex bönkum í dag og að rúður hafi verið brotnar í fleirum. Þá segir miðillinn að mótmælendur hafi einnig gert atlögu að heimili formanns bankasamtaka Líbanon og reynt að bera eld að húsinu. #BREAKING: video sent by L'Orient-Le Jour's correspondent shows protestors burning tires in front of Bank Audi in Badaro. This comes after the Lira hit LL80,000 against the dollar. Banks have been on strike since last week pic.twitter.com/QNJGGCeagW— Wael Taleb (@waeltaleb23) February 16, 2023 Auk fjármálakreppu hafa íbúar Líbanon einnig þurft að eiga við langvarandi stjórnarkreppu. Líbanon hefur einkennst af miklu stjórnleysi á undanförnum árum og er spilling þar mikil. Yfirvöld landsins fengu vilyrði fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir tæpu ári síðan. Því láni fylgdu þó skilyrði um endurbætur í stjórnkerfi landsins sem hafa aldrei verið framkvæmdar og lánið hefur því ekki verið veitt.
Líbanon Tengdar fréttir Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52 Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Maður tók banka í gíslingu í Beirút í dag til að krefjast þess að bankinn leyfði honum að taka út sparifé af læstum reikningi svo hann gæti borgað sjúkrareikninga föður síns. Mótmælendur hópuðust fyrir framan bankann til að krefjast þess að bankinn léti undan kröfum mannsins. 11. ágúst 2022 18:42 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52
Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Maður tók banka í gíslingu í Beirút í dag til að krefjast þess að bankinn leyfði honum að taka út sparifé af læstum reikningi svo hann gæti borgað sjúkrareikninga föður síns. Mótmælendur hópuðust fyrir framan bankann til að krefjast þess að bankinn léti undan kröfum mannsins. 11. ágúst 2022 18:42