Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts Máni Snær Þorláksson skrifar 16. febrúar 2023 10:45 Röskva leggur megináherslu á að gjaldtaka hefjist ekki fyrr en samgöngukort býðst stúdentum á hóflegu verði. Vísir/Friðrik Þór Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær. Síðastliðinn þriðjudag var haldinn fundur í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Á fundinum lagði fulltrúi frá stúdentahreyfingunni Vöku fram ályktunartillögu um að leggjast gegn gjaldtöku á bílastæðum við háskólann. Tillögunni var þó vísað frá og gagnrýndi Vaka, sem er í minnihluta, fulltrúa Röskvu fyrir það. Vaka sendi frá sér yfirlýsingu og sagði að með þessu væri afstaða Röskvu skýr. Í yfirlýsingunni var Röskva þá sökuð um að með þessu væri hreyfingin ekki að verja hagsmuni stúdenta Leggja áherslu á samgöngukort Röskva hefur sent frá sér athugasemdir vegna umfjöllunar um málið. Í athugasemdunum kemur fram að fulltrúi Röskvu í Stúdentaráði hafi lagt fram tillögu vegna gjaldskyldunnar áður en ályktunartillaga Vöku var lögð fram. Í tillögu Röskvu var lagt til að skrifstofa Stúdentaráðs myndi beita sér áfram fyrir því að samgöngukort á viðráðanlegu verði bjóðist stúdentum áður eða samhliða því að gjaldskylda verður tekin upp á bílastæðunum. „Tillagan fól einnig í sér að skrifstofa Stúdentaráðs myndi krefjast skriflegrar staðfestingu frá háskólayfirvöldum á því, þannig að ferlið sé með öllu gagnsætt fyrir stúdenta. Þess má geta að Stúdentaráðsliðar minnihlutans kusu ekki á móti tillögunni, þau kusu með og sátu hjá. Þá skal því einnig haldið til haga að tillögu Vöku var vísað frá, en ekki felld því það var ekki greitt um hana atkvæði samkvæmt fundarsköpum. Henni var vísað frá þar sem Stúdentaráð hafði þegar samþykkt tillögu varðandi sama mál í samræmi við stefnu sína í málaflokknum.“ Röskva bendir á að vinna við heildarskipulag háskólasvæðisins, þar á meðal áform um gjaldskyldu á bílastæðin, hefur verið í gangi síðastliðin 10 ár. Þrátt fyrir það er ennþá ekki komið á hreint hvernig útfærslan verður. Röskva segir að þess vegna hafi fulltrúi þeirra lagt fram tillöguna um samgöngukortið. Þá vekur Röskva athygli á því að málaflokkurinn hefur verið til umræðu og kynningar á háskólaþingum skólans undanfarin ár og á opnum stúdentafundi sem haldinn var árið 2020. „Rétt er að taka fram að fulltrúar minnihlutans hafa ekki tjáð afstöðu sína á þeim stöðum, nú síðast á háskólaþingi 18. nóvember 2022. Það hlýtur að skjóta skökku við.“ Komið verði til móts við stúdenta sem verða að reiða sig á einkabíl Í athugasemdunum segir Röskva að með hreyfinguna í meirihluta hafi Stúdentaráð beitt sér fyrir mótvægisaðgerðum. Hreyfingin vill að þegar til gjaldtökunnar kemur verði byrðin á stúdenta í algjöru lágmarki. Þess vegna sé megináhersla lögð á að gjaldtaka hefjist ekki fyrr en svokallaður U-passi, samgöngukort að erlendri fyrirmynd, verður tekið í gagnið. „Það er til dæmis þess vegna sem Röskvuliðar beittu sér fyrir því að stúdentar fengju undanþágu frá gjaldskyldu við Landspítalann líkt og starfsmenn, með þeim árangri að Landspítalinn ákvað að fresta gjaldtöku á stúdenta. Sú undanþága er tímabundin og hafa Röskvuliðar því lagt kapp á mótvægisaðgerðir áður en Landspítalinn fellir niður undanþágur sínar. Röskva hefur einnig ítrekað að það verði að koma til móts við þá stúdenta sem vegna nauðsynjar verða að reiða sig á einkabíl, til að tryggja jafnt aðgengi að námi.“ Háskólar Hagsmunir stúdenta Bílastæði Tengdar fréttir Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Síðastliðinn þriðjudag var haldinn fundur í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Á fundinum lagði fulltrúi frá stúdentahreyfingunni Vöku fram ályktunartillögu um að leggjast gegn gjaldtöku á bílastæðum við háskólann. Tillögunni var þó vísað frá og gagnrýndi Vaka, sem er í minnihluta, fulltrúa Röskvu fyrir það. Vaka sendi frá sér yfirlýsingu og sagði að með þessu væri afstaða Röskvu skýr. Í yfirlýsingunni var Röskva þá sökuð um að með þessu væri hreyfingin ekki að verja hagsmuni stúdenta Leggja áherslu á samgöngukort Röskva hefur sent frá sér athugasemdir vegna umfjöllunar um málið. Í athugasemdunum kemur fram að fulltrúi Röskvu í Stúdentaráði hafi lagt fram tillögu vegna gjaldskyldunnar áður en ályktunartillaga Vöku var lögð fram. Í tillögu Röskvu var lagt til að skrifstofa Stúdentaráðs myndi beita sér áfram fyrir því að samgöngukort á viðráðanlegu verði bjóðist stúdentum áður eða samhliða því að gjaldskylda verður tekin upp á bílastæðunum. „Tillagan fól einnig í sér að skrifstofa Stúdentaráðs myndi krefjast skriflegrar staðfestingu frá háskólayfirvöldum á því, þannig að ferlið sé með öllu gagnsætt fyrir stúdenta. Þess má geta að Stúdentaráðsliðar minnihlutans kusu ekki á móti tillögunni, þau kusu með og sátu hjá. Þá skal því einnig haldið til haga að tillögu Vöku var vísað frá, en ekki felld því það var ekki greitt um hana atkvæði samkvæmt fundarsköpum. Henni var vísað frá þar sem Stúdentaráð hafði þegar samþykkt tillögu varðandi sama mál í samræmi við stefnu sína í málaflokknum.“ Röskva bendir á að vinna við heildarskipulag háskólasvæðisins, þar á meðal áform um gjaldskyldu á bílastæðin, hefur verið í gangi síðastliðin 10 ár. Þrátt fyrir það er ennþá ekki komið á hreint hvernig útfærslan verður. Röskva segir að þess vegna hafi fulltrúi þeirra lagt fram tillöguna um samgöngukortið. Þá vekur Röskva athygli á því að málaflokkurinn hefur verið til umræðu og kynningar á háskólaþingum skólans undanfarin ár og á opnum stúdentafundi sem haldinn var árið 2020. „Rétt er að taka fram að fulltrúar minnihlutans hafa ekki tjáð afstöðu sína á þeim stöðum, nú síðast á háskólaþingi 18. nóvember 2022. Það hlýtur að skjóta skökku við.“ Komið verði til móts við stúdenta sem verða að reiða sig á einkabíl Í athugasemdunum segir Röskva að með hreyfinguna í meirihluta hafi Stúdentaráð beitt sér fyrir mótvægisaðgerðum. Hreyfingin vill að þegar til gjaldtökunnar kemur verði byrðin á stúdenta í algjöru lágmarki. Þess vegna sé megináhersla lögð á að gjaldtaka hefjist ekki fyrr en svokallaður U-passi, samgöngukort að erlendri fyrirmynd, verður tekið í gagnið. „Það er til dæmis þess vegna sem Röskvuliðar beittu sér fyrir því að stúdentar fengju undanþágu frá gjaldskyldu við Landspítalann líkt og starfsmenn, með þeim árangri að Landspítalinn ákvað að fresta gjaldtöku á stúdenta. Sú undanþága er tímabundin og hafa Röskvuliðar því lagt kapp á mótvægisaðgerðir áður en Landspítalinn fellir niður undanþágur sínar. Röskva hefur einnig ítrekað að það verði að koma til móts við þá stúdenta sem vegna nauðsynjar verða að reiða sig á einkabíl, til að tryggja jafnt aðgengi að námi.“
Háskólar Hagsmunir stúdenta Bílastæði Tengdar fréttir Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50