Logi Geirs og Arnar Daði rifust um rauða spjaldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 11:01 Arnar Daði Arnarsson og Logi Geirsson voru ekki alveg sammála. S2 Sport Haukarnir misstu frá sér stig í leik á móti Stjörnunni í síðustu umferð Olís deildar karla eftir að Stjörnumenn fengu vítakast á silfurfati á síðustu sekúndum leiksins frá einum reyndasta leikmanni Hauka. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu rauða spjaldið og þótt þeir væru sammála því að Stjarnan hafi fengið rautt á Haukamanninn þá voru þeir Logi Geirsson og Arnar Daði Arnarson ekki sammála um á hvað var verið að dæma. Haukar fall enn einu sinni á prófi „Enn eina ferðina finnst mér eins og Haukarnir falli á prófi. Þeir eru 31-29 yfir og eru á heimavelli. Ég hélt að þeir væru að fara að klára þetta en svo bara gerist eitthvað og þeir byrja að klikka á ákveðnum hlutum, hleypa Stjörnmönnum inn í þetta og niðurstaðan er jafntefli,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, í upphafi umræðunnar um klúður Haukanna í lokin. „Það sem gerist er að Stefán Rafn (Sigurmannsson) klikkar á víti og Tjörvi (Þorgeirsson) fær dæmd á sig skref. Þetta eru reynslumestu leikmennirnir í liðinu. Það gerist ekki bara eitthvað. Þetta gerist,“ sagði Arnar Daði Arnarson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Stefán Rafn með hræðileg mistök „Svo gerir Stefán Rafn sig sekan um hræðileg mistök í lokin. Maður sem er búinn að spila á þessum kaliber fer að brjóta á manninum svona augljóslega. Hann gaf bara eitt stigið í burtu,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Stefán Árni sýndi atvikið. „Ég skil ekki hvað hann er að pæla. Mér sýnist hann líka reyna að sparka í boltann. Hann veður þarna í hann. Hann þekkir alveg reglurnar,“ sagði Logi. „Reglurnar eru þannig að ef þú brýtur þegar svona lítið er eftir þá er það vítakast og rautt spjald,“ sagði Stefán Árni. „Hann fær ekki rautt spjald út af brotinu heldur er hann að trufla að kastið sé tekið. Ef þú truflar það þegar menn eru að taka miðju, taka innkast eða taka fríkast þegar mínúta er eftir þá er það víti og rautt,“ sagði Arnar Daði. Truflun eða var hann of nálægt „Það er verið að dæma á það að hann sé að trufla fríkastið en ég set smá spurningarmerki við þetta. Fyrir mér er hann ekki að trufla kastið,“ sagði Arnar Daði. Logi var hins vegar ósammála þessu. Hans mat er að Stefán Rafn sé of nálægt og það er nóg til vinna sér inn rauða spjaldið. „Hann er ekki þrjá metra frá. Hann er bara meter frá þegar aukakastið er tekið og það er það sem er dæmt á,“ sagði Logi. Arnar Daði og Logi héldu áfram að rífast aðeins um það af hverju Stefán Rafn fékk rauða spjaldið. Það má horfa á þá félaga í ham hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Rauða spjaldið og vítið í lok leiks Hauka og Stjörnunnar Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Sport Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Sjá meira
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu rauða spjaldið og þótt þeir væru sammála því að Stjarnan hafi fengið rautt á Haukamanninn þá voru þeir Logi Geirsson og Arnar Daði Arnarson ekki sammála um á hvað var verið að dæma. Haukar fall enn einu sinni á prófi „Enn eina ferðina finnst mér eins og Haukarnir falli á prófi. Þeir eru 31-29 yfir og eru á heimavelli. Ég hélt að þeir væru að fara að klára þetta en svo bara gerist eitthvað og þeir byrja að klikka á ákveðnum hlutum, hleypa Stjörnmönnum inn í þetta og niðurstaðan er jafntefli,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, í upphafi umræðunnar um klúður Haukanna í lokin. „Það sem gerist er að Stefán Rafn (Sigurmannsson) klikkar á víti og Tjörvi (Þorgeirsson) fær dæmd á sig skref. Þetta eru reynslumestu leikmennirnir í liðinu. Það gerist ekki bara eitthvað. Þetta gerist,“ sagði Arnar Daði Arnarson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Stefán Rafn með hræðileg mistök „Svo gerir Stefán Rafn sig sekan um hræðileg mistök í lokin. Maður sem er búinn að spila á þessum kaliber fer að brjóta á manninum svona augljóslega. Hann gaf bara eitt stigið í burtu,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Stefán Árni sýndi atvikið. „Ég skil ekki hvað hann er að pæla. Mér sýnist hann líka reyna að sparka í boltann. Hann veður þarna í hann. Hann þekkir alveg reglurnar,“ sagði Logi. „Reglurnar eru þannig að ef þú brýtur þegar svona lítið er eftir þá er það vítakast og rautt spjald,“ sagði Stefán Árni. „Hann fær ekki rautt spjald út af brotinu heldur er hann að trufla að kastið sé tekið. Ef þú truflar það þegar menn eru að taka miðju, taka innkast eða taka fríkast þegar mínúta er eftir þá er það víti og rautt,“ sagði Arnar Daði. Truflun eða var hann of nálægt „Það er verið að dæma á það að hann sé að trufla fríkastið en ég set smá spurningarmerki við þetta. Fyrir mér er hann ekki að trufla kastið,“ sagði Arnar Daði. Logi var hins vegar ósammála þessu. Hans mat er að Stefán Rafn sé of nálægt og það er nóg til vinna sér inn rauða spjaldið. „Hann er ekki þrjá metra frá. Hann er bara meter frá þegar aukakastið er tekið og það er það sem er dæmt á,“ sagði Logi. Arnar Daði og Logi héldu áfram að rífast aðeins um það af hverju Stefán Rafn fékk rauða spjaldið. Það má horfa á þá félaga í ham hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Rauða spjaldið og vítið í lok leiks Hauka og Stjörnunnar
Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Sport Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik