Erfitt að fara heim frá hamfarasvæðinu í Tyrklandi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2023 23:31 Björn J. Gunnarsson er á meðal þeirra sem sinnti svæðisstjórn í Tyrklandi og komu heim í dag. Hluti íslenska hópsins er enn úti. Vísir/Arnar Hluti íslenska hópsins sem fór út til Tyrklands til aðstoðar vegna jarðskjálfanna kom heim í dag og fékk höfðingjalegar mótttökur. Hópstjóri segir að það hafi verið erfitt að yfirgefa landið þegar hörmungarnar standa enn yfir en það eigi eftir að koma í ljós hvernig þær hafi áhrif á íslenska hópinn. Vatni var sprautað yfir bíl Landsbjargar þegar hann renndi í hlað fyrir utan björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Íslenski hópurinn fékk þar góðar móttökur en ættingjar þeirra höfðu safnast saman og mátti sjá innileg faðmlög og börn hlaupa í fangið á foreldrum sínum eftir aðskilnaðinn. Björn J. Gunnarsson er einn þeirra sem sinnti svæðisstjórn í Tyrklandi. Hann segir aðstæður hræðilegar, eymdin sé mikil og skemmdir gríðarlegar en tala látinna er nú kominn upp í 41 þúsund. Hvernig kemur maður andlega út úr svona verkefni, þegar maður verður vitni að svona hræðilegu ástandi? „Það á nú bara eftir að koma í ljós, en við eigum mjög gott samstarf við fagaðila í þessum málum og þessi hópur, það má ekki gleyma því að stjórnendahópurinn okkar er ennþá úti. Þau koma heim í lok vikunnar og þau eru að stýra núna öllum alþjóðabjörgunarsveitum í landinu, yfir 90 sveitum, þannig að það er stórt verkefni í gangi,“ segir Björn. Landsbjörg gaf í samstarfi við utanríkisráðuneytið hluta af búnaði björgunarsveitarinnar til hjálparstarfs í Tyrklandi. Hann segir að verkefnið hefði aldrei getað átt sér stað án samstarfs við utanríkisráðuneytið, Icelandair og Landhelgisgæslunnar. Hvernig er að fara frá svona svæði þegar ástandið er svona hræðilegt? „Það er bara mjög erfitt og þó svo að ákveðið margir klukkutímar hafi verið liðnir, og lífslíkur fara minnkandi í rústunum er fólk enn að finnast lifandi, og það var bara mjög erfitt að koma heim. Það er bara svoleiðis.“ Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Björgunarsveitir Íslendingar erlendis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Vatni var sprautað yfir bíl Landsbjargar þegar hann renndi í hlað fyrir utan björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Íslenski hópurinn fékk þar góðar móttökur en ættingjar þeirra höfðu safnast saman og mátti sjá innileg faðmlög og börn hlaupa í fangið á foreldrum sínum eftir aðskilnaðinn. Björn J. Gunnarsson er einn þeirra sem sinnti svæðisstjórn í Tyrklandi. Hann segir aðstæður hræðilegar, eymdin sé mikil og skemmdir gríðarlegar en tala látinna er nú kominn upp í 41 þúsund. Hvernig kemur maður andlega út úr svona verkefni, þegar maður verður vitni að svona hræðilegu ástandi? „Það á nú bara eftir að koma í ljós, en við eigum mjög gott samstarf við fagaðila í þessum málum og þessi hópur, það má ekki gleyma því að stjórnendahópurinn okkar er ennþá úti. Þau koma heim í lok vikunnar og þau eru að stýra núna öllum alþjóðabjörgunarsveitum í landinu, yfir 90 sveitum, þannig að það er stórt verkefni í gangi,“ segir Björn. Landsbjörg gaf í samstarfi við utanríkisráðuneytið hluta af búnaði björgunarsveitarinnar til hjálparstarfs í Tyrklandi. Hann segir að verkefnið hefði aldrei getað átt sér stað án samstarfs við utanríkisráðuneytið, Icelandair og Landhelgisgæslunnar. Hvernig er að fara frá svona svæði þegar ástandið er svona hræðilegt? „Það er bara mjög erfitt og þó svo að ákveðið margir klukkutímar hafi verið liðnir, og lífslíkur fara minnkandi í rústunum er fólk enn að finnast lifandi, og það var bara mjög erfitt að koma heim. Það er bara svoleiðis.“
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Björgunarsveitir Íslendingar erlendis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira