„Eru kannski tvö óþægilegustu lið keppninnar að mætast“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. febrúar 2023 07:00 Björgvin Páll Gústavsson er klár í slaginn fyrir leik Vals gegn Benidorm í Evrópudeildinni í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég er nú búinn að vera í eitt og hálft ár hérna hjá Val og mér finnst allt einhvernveginn vera úrslitaleikir,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, en liðið mætir Benidorm í mikilvægum leik í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. „Þetta er bara eitthvað sem er úrslitaleikur fyrir okkur. Við erum komnir í augsýn við þessi16-liða úrslit í keppninni sem væri auðvitað ótrúlegt fyrir félagið og íslenskan handbolta ef það tækist.“ Valsmenn höfðu betur gegn Benidorm í fyrri viðureign liðanna þegar leikið var á Spáni fyrr í vetur. Benidorm stillir mikið upp í sjö á sex og Björgvin segir það að stoppa það vera lykilinn að sigri í kvöld. „Þeir vilja spila þetta mikið og eru með ótrúlega skemmtilegt sjö á sex. Fyrir okkur er það lykillin að því, við skorum átta úr átt yfir völlinn í þeim leik þannig við erum að fara að fókusera á það að ná tökum á því.“ „En þeir spila skemmtilega vörn líka og eru mjög aggressívir. Spila 3:3 vörn og eru að berja okkur villt og galið. Þannig þetta verður blanda af því að díla við 3:3 vörnina þeirra og svo sjö á sex. En þeir eru óútrleiknanlegir og það getur vel verið að þeir sleppi því, þeir eru þannig lið. Þetta er lið með fullt af hæfileikum og mikinn hraða þannig þetta eru kannski tvö óþægilegustu lið keppninnar að mætast, við og Benidorm.“ Eins og áður segir höfðu Valsmenn betur er liðin mættust á Spáni fyrr í vetur. Valsmenn unnu þá með þremur mörkum, 29-32, en það er sá leikur þar sem Valsmenn hafa fengið á sig fæst mörk í keppninni. „Við byggjum svolítið á þeim leik og þeir eru svolítið að spila sama bolta. En þetta eru margir variantar af ákveðnum kerfum hjá þeim og þetta er þannig lið að þeir eru erfiðir og hættulegir þegar kemur að leikaraskap og fleira. Þannig það er auðvitað stór partur af þessu að leikgreina þá hvort sem það er sjö á sex eða að ná vörninni í gang.“ „Góð vörn skilar okkur hraðaupphlaupunum sem skilar okkur mörkum í tómt markið.“ Þá vakti athygli að Bjrögvin var vafinn um hægri höndina í viðtalinu, en hann fullvissaði alla um það að hún yrði í lagi þegar leikurinn færi í gang. „Þetta verður í lagi á morgun. Læknirinn sagði mér að það væri kannski ekkert skynsamlegt að spila og spurði mig hvnær leikurinn væri. Ég sagði að hann væri á þriðjudaginn þannig hann spurði mig hvnær næsti leikur væri og ég sagði honum að það væri á föstudaginn. Í versta falli þarf ég að mæta aftur til hans á morgun og mögulega aftur á föstudaginn ef allt fer illa. En þetta er ekkert að fara að hamla mér í leiknum eða í framhaldinu og þetta er eitthvað sem verður bara í versta lagi vont og þá díla ég bara við það,“ sagði Björgvin að lokum. Klippa: Björgvin Páll fyrir leik Vals og Benidorm Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
„Þetta er bara eitthvað sem er úrslitaleikur fyrir okkur. Við erum komnir í augsýn við þessi16-liða úrslit í keppninni sem væri auðvitað ótrúlegt fyrir félagið og íslenskan handbolta ef það tækist.“ Valsmenn höfðu betur gegn Benidorm í fyrri viðureign liðanna þegar leikið var á Spáni fyrr í vetur. Benidorm stillir mikið upp í sjö á sex og Björgvin segir það að stoppa það vera lykilinn að sigri í kvöld. „Þeir vilja spila þetta mikið og eru með ótrúlega skemmtilegt sjö á sex. Fyrir okkur er það lykillin að því, við skorum átta úr átt yfir völlinn í þeim leik þannig við erum að fara að fókusera á það að ná tökum á því.“ „En þeir spila skemmtilega vörn líka og eru mjög aggressívir. Spila 3:3 vörn og eru að berja okkur villt og galið. Þannig þetta verður blanda af því að díla við 3:3 vörnina þeirra og svo sjö á sex. En þeir eru óútrleiknanlegir og það getur vel verið að þeir sleppi því, þeir eru þannig lið. Þetta er lið með fullt af hæfileikum og mikinn hraða þannig þetta eru kannski tvö óþægilegustu lið keppninnar að mætast, við og Benidorm.“ Eins og áður segir höfðu Valsmenn betur er liðin mættust á Spáni fyrr í vetur. Valsmenn unnu þá með þremur mörkum, 29-32, en það er sá leikur þar sem Valsmenn hafa fengið á sig fæst mörk í keppninni. „Við byggjum svolítið á þeim leik og þeir eru svolítið að spila sama bolta. En þetta eru margir variantar af ákveðnum kerfum hjá þeim og þetta er þannig lið að þeir eru erfiðir og hættulegir þegar kemur að leikaraskap og fleira. Þannig það er auðvitað stór partur af þessu að leikgreina þá hvort sem það er sjö á sex eða að ná vörninni í gang.“ „Góð vörn skilar okkur hraðaupphlaupunum sem skilar okkur mörkum í tómt markið.“ Þá vakti athygli að Bjrögvin var vafinn um hægri höndina í viðtalinu, en hann fullvissaði alla um það að hún yrði í lagi þegar leikurinn færi í gang. „Þetta verður í lagi á morgun. Læknirinn sagði mér að það væri kannski ekkert skynsamlegt að spila og spurði mig hvnær leikurinn væri. Ég sagði að hann væri á þriðjudaginn þannig hann spurði mig hvnær næsti leikur væri og ég sagði honum að það væri á föstudaginn. Í versta falli þarf ég að mæta aftur til hans á morgun og mögulega aftur á föstudaginn ef allt fer illa. En þetta er ekkert að fara að hamla mér í leiknum eða í framhaldinu og þetta er eitthvað sem verður bara í versta lagi vont og þá díla ég bara við það,“ sagði Björgvin að lokum. Klippa: Björgvin Páll fyrir leik Vals og Benidorm
Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira