Reid stjarnan á blaðamannafundinum - ætlar ekki að hætta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. febrúar 2023 04:42 Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs, með innherjanum Travis Kelce eftir sigurinn í Super Bowl 57 í nótt. Getty Images / Cooper Neill Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs, staðfesti á blaðamannafundi eftir Super Bowl í nótt að hann ætlar ekki að setjast í helgan stein að svo stöddu. Reid og Patrick Mahomes sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi eftir leikinn í nótt. Mahomes var allt í öllu í sóknarleik Chiefs sem vann 38-35 sigur á Philadelphia Eagles og var með réttu valinn maður leiksins. En á blaðamannafundinum var Reid stjarnan og stærsta umræðuefnið var frétt Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, sem sjónvarpaði leiknum í Bandaríkjunum, að Reid myndi mögulega íhuga að hætta þjálfun eftir leikinn í nótt. „Ég sé gamlan mann þegar ég lít í spegilinn.“ Sagði hinn 64 ára Reid með bros á vör. „En hjartað er enn ungt. Ég elska enn að þjálfa og þessir leikmenn halda mér ungum.“ Reid fékk nú ekki lengi að hanga á þessu svari og var stuttu síðar spurður hvort hann hafi með þessu verið að segja að hann ætlar ekki að hætta þjálfun. „Ég verð áfram ef þeir vilja halda mér,“ sagði hann þá og uppskar hlátur úr salnum. Mahomes lofaði Reid mjög í sínum svörum á blaðamannafundinum. „Hann er einn besti þjálfarinn í sögu deildarinnar - það er ekki nokkur spurning. Við erum nefnilega ekki búnir - ég ætla hafa hann hjá okkur áfram í einhvern tíma í viðbót,“ sagði Mahomes. Patrick Mahomes og Andy Reid hafa verði einstaklega sigursælir saman.Getty Images / Carmen Mandato „Hann mun hætta einn daginn og þegar sá dagur kemur munum við halda upp á það á viðeigandi hátt. En hann nýtur þess að þjálfa, enn þann daginn í dag.“ Mahomes var enn spurður um Reid og hvaða áhrif hann hefði haft á sig og aðra leikmenn. Það stóð ekki á svörum. „Hann er þeim einstöku hæfileikum gæddur að geta tengst öllum leikmönnum - hvaðan sem þeir koma. Hann vill kynnast öllum eins vel og hann getur og með því nær hann að tengjast hverjum einasta leikmanni. Hann gerir þetta betur en nokkur annar þjálfari sem ég hef haft.“ Reid hóf þjálfaraferilinn í NFL árið 1992 og var svo aðalþjálfari Philadelphia Eagles frá 1999 til 2012. Undir hans stjórn náði Eagles langt en þó aldrei að vinna Super Bowl titil. Árið 2013 tók hann við Kansas City Chiefs og hefur nú unnið tvo titla - báða með Mahomes. „Ég ætla ekki að segja að Kansas City Chiefs sé orðið stórveldi því verkefninu er ekki lokið. Við eigum verk eftir óunnið og því vil ég passa vel upp á að Andy Reid verði þjálfarinn okkar í einhvern tíma í viðbót.“ NFL Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Reid og Patrick Mahomes sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi eftir leikinn í nótt. Mahomes var allt í öllu í sóknarleik Chiefs sem vann 38-35 sigur á Philadelphia Eagles og var með réttu valinn maður leiksins. En á blaðamannafundinum var Reid stjarnan og stærsta umræðuefnið var frétt Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, sem sjónvarpaði leiknum í Bandaríkjunum, að Reid myndi mögulega íhuga að hætta þjálfun eftir leikinn í nótt. „Ég sé gamlan mann þegar ég lít í spegilinn.“ Sagði hinn 64 ára Reid með bros á vör. „En hjartað er enn ungt. Ég elska enn að þjálfa og þessir leikmenn halda mér ungum.“ Reid fékk nú ekki lengi að hanga á þessu svari og var stuttu síðar spurður hvort hann hafi með þessu verið að segja að hann ætlar ekki að hætta þjálfun. „Ég verð áfram ef þeir vilja halda mér,“ sagði hann þá og uppskar hlátur úr salnum. Mahomes lofaði Reid mjög í sínum svörum á blaðamannafundinum. „Hann er einn besti þjálfarinn í sögu deildarinnar - það er ekki nokkur spurning. Við erum nefnilega ekki búnir - ég ætla hafa hann hjá okkur áfram í einhvern tíma í viðbót,“ sagði Mahomes. Patrick Mahomes og Andy Reid hafa verði einstaklega sigursælir saman.Getty Images / Carmen Mandato „Hann mun hætta einn daginn og þegar sá dagur kemur munum við halda upp á það á viðeigandi hátt. En hann nýtur þess að þjálfa, enn þann daginn í dag.“ Mahomes var enn spurður um Reid og hvaða áhrif hann hefði haft á sig og aðra leikmenn. Það stóð ekki á svörum. „Hann er þeim einstöku hæfileikum gæddur að geta tengst öllum leikmönnum - hvaðan sem þeir koma. Hann vill kynnast öllum eins vel og hann getur og með því nær hann að tengjast hverjum einasta leikmanni. Hann gerir þetta betur en nokkur annar þjálfari sem ég hef haft.“ Reid hóf þjálfaraferilinn í NFL árið 1992 og var svo aðalþjálfari Philadelphia Eagles frá 1999 til 2012. Undir hans stjórn náði Eagles langt en þó aldrei að vinna Super Bowl titil. Árið 2013 tók hann við Kansas City Chiefs og hefur nú unnið tvo titla - báða með Mahomes. „Ég ætla ekki að segja að Kansas City Chiefs sé orðið stórveldi því verkefninu er ekki lokið. Við eigum verk eftir óunnið og því vil ég passa vel upp á að Andy Reid verði þjálfarinn okkar í einhvern tíma í viðbót.“
NFL Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira