Reid stjarnan á blaðamannafundinum - ætlar ekki að hætta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. febrúar 2023 04:42 Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs, með innherjanum Travis Kelce eftir sigurinn í Super Bowl 57 í nótt. Getty Images / Cooper Neill Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs, staðfesti á blaðamannafundi eftir Super Bowl í nótt að hann ætlar ekki að setjast í helgan stein að svo stöddu. Reid og Patrick Mahomes sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi eftir leikinn í nótt. Mahomes var allt í öllu í sóknarleik Chiefs sem vann 38-35 sigur á Philadelphia Eagles og var með réttu valinn maður leiksins. En á blaðamannafundinum var Reid stjarnan og stærsta umræðuefnið var frétt Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, sem sjónvarpaði leiknum í Bandaríkjunum, að Reid myndi mögulega íhuga að hætta þjálfun eftir leikinn í nótt. „Ég sé gamlan mann þegar ég lít í spegilinn.“ Sagði hinn 64 ára Reid með bros á vör. „En hjartað er enn ungt. Ég elska enn að þjálfa og þessir leikmenn halda mér ungum.“ Reid fékk nú ekki lengi að hanga á þessu svari og var stuttu síðar spurður hvort hann hafi með þessu verið að segja að hann ætlar ekki að hætta þjálfun. „Ég verð áfram ef þeir vilja halda mér,“ sagði hann þá og uppskar hlátur úr salnum. Mahomes lofaði Reid mjög í sínum svörum á blaðamannafundinum. „Hann er einn besti þjálfarinn í sögu deildarinnar - það er ekki nokkur spurning. Við erum nefnilega ekki búnir - ég ætla hafa hann hjá okkur áfram í einhvern tíma í viðbót,“ sagði Mahomes. Patrick Mahomes og Andy Reid hafa verði einstaklega sigursælir saman.Getty Images / Carmen Mandato „Hann mun hætta einn daginn og þegar sá dagur kemur munum við halda upp á það á viðeigandi hátt. En hann nýtur þess að þjálfa, enn þann daginn í dag.“ Mahomes var enn spurður um Reid og hvaða áhrif hann hefði haft á sig og aðra leikmenn. Það stóð ekki á svörum. „Hann er þeim einstöku hæfileikum gæddur að geta tengst öllum leikmönnum - hvaðan sem þeir koma. Hann vill kynnast öllum eins vel og hann getur og með því nær hann að tengjast hverjum einasta leikmanni. Hann gerir þetta betur en nokkur annar þjálfari sem ég hef haft.“ Reid hóf þjálfaraferilinn í NFL árið 1992 og var svo aðalþjálfari Philadelphia Eagles frá 1999 til 2012. Undir hans stjórn náði Eagles langt en þó aldrei að vinna Super Bowl titil. Árið 2013 tók hann við Kansas City Chiefs og hefur nú unnið tvo titla - báða með Mahomes. „Ég ætla ekki að segja að Kansas City Chiefs sé orðið stórveldi því verkefninu er ekki lokið. Við eigum verk eftir óunnið og því vil ég passa vel upp á að Andy Reid verði þjálfarinn okkar í einhvern tíma í viðbót.“ NFL Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Reid og Patrick Mahomes sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi eftir leikinn í nótt. Mahomes var allt í öllu í sóknarleik Chiefs sem vann 38-35 sigur á Philadelphia Eagles og var með réttu valinn maður leiksins. En á blaðamannafundinum var Reid stjarnan og stærsta umræðuefnið var frétt Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, sem sjónvarpaði leiknum í Bandaríkjunum, að Reid myndi mögulega íhuga að hætta þjálfun eftir leikinn í nótt. „Ég sé gamlan mann þegar ég lít í spegilinn.“ Sagði hinn 64 ára Reid með bros á vör. „En hjartað er enn ungt. Ég elska enn að þjálfa og þessir leikmenn halda mér ungum.“ Reid fékk nú ekki lengi að hanga á þessu svari og var stuttu síðar spurður hvort hann hafi með þessu verið að segja að hann ætlar ekki að hætta þjálfun. „Ég verð áfram ef þeir vilja halda mér,“ sagði hann þá og uppskar hlátur úr salnum. Mahomes lofaði Reid mjög í sínum svörum á blaðamannafundinum. „Hann er einn besti þjálfarinn í sögu deildarinnar - það er ekki nokkur spurning. Við erum nefnilega ekki búnir - ég ætla hafa hann hjá okkur áfram í einhvern tíma í viðbót,“ sagði Mahomes. Patrick Mahomes og Andy Reid hafa verði einstaklega sigursælir saman.Getty Images / Carmen Mandato „Hann mun hætta einn daginn og þegar sá dagur kemur munum við halda upp á það á viðeigandi hátt. En hann nýtur þess að þjálfa, enn þann daginn í dag.“ Mahomes var enn spurður um Reid og hvaða áhrif hann hefði haft á sig og aðra leikmenn. Það stóð ekki á svörum. „Hann er þeim einstöku hæfileikum gæddur að geta tengst öllum leikmönnum - hvaðan sem þeir koma. Hann vill kynnast öllum eins vel og hann getur og með því nær hann að tengjast hverjum einasta leikmanni. Hann gerir þetta betur en nokkur annar þjálfari sem ég hef haft.“ Reid hóf þjálfaraferilinn í NFL árið 1992 og var svo aðalþjálfari Philadelphia Eagles frá 1999 til 2012. Undir hans stjórn náði Eagles langt en þó aldrei að vinna Super Bowl titil. Árið 2013 tók hann við Kansas City Chiefs og hefur nú unnið tvo titla - báða með Mahomes. „Ég ætla ekki að segja að Kansas City Chiefs sé orðið stórveldi því verkefninu er ekki lokið. Við eigum verk eftir óunnið og því vil ég passa vel upp á að Andy Reid verði þjálfarinn okkar í einhvern tíma í viðbót.“
NFL Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum