Eru grænmetisolíur eitur? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 09:01 Grænmetisolíur hafa verið töluvert áberandi í umræðunni á samfélagsmiðlum að undanförnu og virðist algengt að halda fram skaðsemi þeirra. En eru grænmetisolíur virkilega eitur? Eru þær eins hættulegar og vinsælt hefur verið að halda fram? Eða eru þær mögulega kannski bara hollar fyrir okkur eftir allt saman? Grænmetisolíur eru framleiddar með því að pressa olíu úr fræjum eða plöntum eins og repjufræjum, sólblómafræjum, hörfræjum, sojabaunum og ólívum. Þær innihalda mikilvæga fitu og fituleysanleg vítamín eins og A, D, E og K vítamín og eru þar að auki ríkar af einómettuðum fitusýrum. Til eru tvær nauðsynlegar fitusýrur fyrir mannslíkamann sem eru; α-línólensýra (ALA), betur þekkt sem omega-3 og línólsýra (LA) eða omega-6. Mikilvægasta fæðuuppspretta ALA er úr grænmetisolíum eða nánar tiltekið repjuolíu sem að er fita unnin úr repjufræjum. Þá hafa hörfræolíur og camelina olíur þar að auki hátt innihald af ALA ásamt sojaolíu, hampolíu og valhnetum. Íslenskar næringarráðleggingar byggjast á norrænum næringarráðleggingum og samkvæmt þeim er mælt með inntöku grænmetisolía vegna heilsufarslegs ávinnings þeirra. Þá tengjast repjuolíur og ólívuolíur til að mynda minni hættu á flestum langvinnum sjúkdómum. Hins vegar innihalda pálma og kókosolíur hátt magn mettaðra fitusýra. Að skipta mettuðum fitusýrum að hluta út fyrir fjölómettaðar fitusýrur og einómettaðar fitusýrur (t.d. ólívu- eða repjuolíu) getur verið áhrifarík leið til að lækka styrk LDL-kólesteróls í blóði. Í norrænum næringarráðleggingum er auk þess talað um tengsl á milli fæðumynstra og hættu á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og sumum krabbameinum. Mataræði ríkt af grænmeti, baunum, belgjurtum, ávextum og berjum, hnetum og fræjum, heilkorni, fisk, fitusnauðum mjólkurvörum og jurtaolíum tengist minni hættu á flestum langvinnum sjúkdómum samanborið við hefðbundið mataræði af vestrænni gerð. Það er því ljóst að ef grænmetisolíur eru kannaðar nánar benda vísindin til þess að ekki þurfi að óttast þær heldur geta þær þvert á móti stuðlað að bættri heilsu. Höfundur er meistaranemi í næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Grænmetisolíur hafa verið töluvert áberandi í umræðunni á samfélagsmiðlum að undanförnu og virðist algengt að halda fram skaðsemi þeirra. En eru grænmetisolíur virkilega eitur? Eru þær eins hættulegar og vinsælt hefur verið að halda fram? Eða eru þær mögulega kannski bara hollar fyrir okkur eftir allt saman? Grænmetisolíur eru framleiddar með því að pressa olíu úr fræjum eða plöntum eins og repjufræjum, sólblómafræjum, hörfræjum, sojabaunum og ólívum. Þær innihalda mikilvæga fitu og fituleysanleg vítamín eins og A, D, E og K vítamín og eru þar að auki ríkar af einómettuðum fitusýrum. Til eru tvær nauðsynlegar fitusýrur fyrir mannslíkamann sem eru; α-línólensýra (ALA), betur þekkt sem omega-3 og línólsýra (LA) eða omega-6. Mikilvægasta fæðuuppspretta ALA er úr grænmetisolíum eða nánar tiltekið repjuolíu sem að er fita unnin úr repjufræjum. Þá hafa hörfræolíur og camelina olíur þar að auki hátt innihald af ALA ásamt sojaolíu, hampolíu og valhnetum. Íslenskar næringarráðleggingar byggjast á norrænum næringarráðleggingum og samkvæmt þeim er mælt með inntöku grænmetisolía vegna heilsufarslegs ávinnings þeirra. Þá tengjast repjuolíur og ólívuolíur til að mynda minni hættu á flestum langvinnum sjúkdómum. Hins vegar innihalda pálma og kókosolíur hátt magn mettaðra fitusýra. Að skipta mettuðum fitusýrum að hluta út fyrir fjölómettaðar fitusýrur og einómettaðar fitusýrur (t.d. ólívu- eða repjuolíu) getur verið áhrifarík leið til að lækka styrk LDL-kólesteróls í blóði. Í norrænum næringarráðleggingum er auk þess talað um tengsl á milli fæðumynstra og hættu á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og sumum krabbameinum. Mataræði ríkt af grænmeti, baunum, belgjurtum, ávextum og berjum, hnetum og fræjum, heilkorni, fisk, fitusnauðum mjólkurvörum og jurtaolíum tengist minni hættu á flestum langvinnum sjúkdómum samanborið við hefðbundið mataræði af vestrænni gerð. Það er því ljóst að ef grænmetisolíur eru kannaðar nánar benda vísindin til þess að ekki þurfi að óttast þær heldur geta þær þvert á móti stuðlað að bættri heilsu. Höfundur er meistaranemi í næringarfræði.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar