Svissneskur sigur í bruni karla og franskt gull í skíðaskotfimi Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2023 13:46 Svissneska liðið fagnar sigrinum í dag. Vísir/Getty Marco Odermatt fór með sigur af hólmi í bruni karla á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem nú fer fram í Frakklandi. Þá vann Julia Simon sigur í eltigöngu kvenna á heimsmeistaramótinu í skíðaskotfimi. Heimsmeistaramótið í alpagreinum er nú í fullum gangi í Courchevel í Frakklandi og í morgun var komið að bruni karla en brun er hraðasta alpagreinin sem keppt er í öllu jafna. Það var Svisslendingurinn Marco Odermatt sem fagnaði sigri í keppninni í dag en hann náði gullinu á undan Norðmanninum Aleksander Aamodt Kilde sem endaði í öðru sæti tæpri hálfri sekúndu á eftir Odermatt. Odermatt, Aamodt-Kilde og Alexander fagna að keppni lokinni í dag.VísirGetty Þetta eru önnur silfurverðlaun Aamodt-Kilde á mótinu því hann fékk einnig silfurverðlaun í risasvigi en þá var hann aðeins einum hundraðshluta á eftir sigurvegaranum James Crawford frá Kanada. Cameron Alexander, landi Crawford, varð í þriðja sæti í bruninu í dag og hreppti bronsverðlaun. Sigur Odermatt þýðir að Sviss vann tvöfalt í bruninu því Jasmine Flury vann sigur í kvennaflokki í gær. Sviss og Ítalía hafa bæði fengið tvenn gullverðlaun á mótinu sem lýkur um næstu helgi. Franskt gull í eltigöngu Einnig er í gangi heimsmeistaramótið í skíðaskotfimi en mótið fer fram í Oberhof í Þýskalandi. Í dag var keppt í tíu kílómetra eltigöngu kvenna en í þeirri grein eru keppendur ræstir í þeirri röð og með þeim tímamismun sem var að lokinni sprettgöngu sem fór fram á föstudag. Þar var það hin þýska Denise Hermann-Wick sem fékk gullið og byrjaði hún því fremst í dag. Hermann-Wick var lengi vel í baráttunni um gullið í dag en í síðustu skothrinunni tók Julia Simon frá Frakklandi forystuna og lét hana ekki af hendi eftir það. Í öðru sæti varð Hermann-Wick en Marte Olsbu Röiseland fékk bronsið. Gullverðlaun Simon eru athyglisverð í því ljósi að hún byrjaði rúmri mínútu á eftir Hermann-Wick en Simon varð í tíunda sæti í sprettgöngunni á föstudag. Skíðaíþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Heimsmeistaramótið í alpagreinum er nú í fullum gangi í Courchevel í Frakklandi og í morgun var komið að bruni karla en brun er hraðasta alpagreinin sem keppt er í öllu jafna. Það var Svisslendingurinn Marco Odermatt sem fagnaði sigri í keppninni í dag en hann náði gullinu á undan Norðmanninum Aleksander Aamodt Kilde sem endaði í öðru sæti tæpri hálfri sekúndu á eftir Odermatt. Odermatt, Aamodt-Kilde og Alexander fagna að keppni lokinni í dag.VísirGetty Þetta eru önnur silfurverðlaun Aamodt-Kilde á mótinu því hann fékk einnig silfurverðlaun í risasvigi en þá var hann aðeins einum hundraðshluta á eftir sigurvegaranum James Crawford frá Kanada. Cameron Alexander, landi Crawford, varð í þriðja sæti í bruninu í dag og hreppti bronsverðlaun. Sigur Odermatt þýðir að Sviss vann tvöfalt í bruninu því Jasmine Flury vann sigur í kvennaflokki í gær. Sviss og Ítalía hafa bæði fengið tvenn gullverðlaun á mótinu sem lýkur um næstu helgi. Franskt gull í eltigöngu Einnig er í gangi heimsmeistaramótið í skíðaskotfimi en mótið fer fram í Oberhof í Þýskalandi. Í dag var keppt í tíu kílómetra eltigöngu kvenna en í þeirri grein eru keppendur ræstir í þeirri röð og með þeim tímamismun sem var að lokinni sprettgöngu sem fór fram á föstudag. Þar var það hin þýska Denise Hermann-Wick sem fékk gullið og byrjaði hún því fremst í dag. Hermann-Wick var lengi vel í baráttunni um gullið í dag en í síðustu skothrinunni tók Julia Simon frá Frakklandi forystuna og lét hana ekki af hendi eftir það. Í öðru sæti varð Hermann-Wick en Marte Olsbu Röiseland fékk bronsið. Gullverðlaun Simon eru athyglisverð í því ljósi að hún byrjaði rúmri mínútu á eftir Hermann-Wick en Simon varð í tíunda sæti í sprettgöngunni á föstudag.
Skíðaíþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum