Bara tvö eftir Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 20:01 Abdo og Jinan misstu alla fjölskyldu sína í jarðskjálftanum. Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. Um tuttugu og fimm þúsund eru nú staðfest látin eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi og von um að finna fólk á lífi dvínar nú sem aldrei fyrr. Ótrúleg björgunarafrek eru þó enn unnin á hverjum degi. Fimm manna fjölskylda í bænum Nurdagi var innlyksa í rústum eigin heimilis í fimm daga áður en þeim var bjargað í dag. Björgunarmenn náðu fyrst til móður og dóttur og fundu síðar föðurinn, sem krafðist þess að annarri dóttur hans og syni yrði bjargað á undan. Þá var sextán ára pilti og níu ára dreng bjargað í bænum Kahramanmaras við mikinn fögnuð og létti björgunarmanna. Það þykir kraftaverki líkast að strákarnir hafi fundist á lífi. Staðan er einnig skelfileg í Sýrlandi, sem farið um tvö þúsund manns sem misstu heimili sín hafast nú við í íþróttahöll í borginni Latakia. Margir hafa þó í engin hús að venda á svæðinu - og kuldinn sverfur að. Systkinin Jinan og Abdo voru föst undir rústum heimilis síns í borginni Harem í tvo daga áður en þeim var bjargað. Foreldrar þeirra og systkini létust öll í jarðskjálftanum. Ungu systkinin tvö eru nú komin undir læknishendur á sjúkrahúsi í Idlib en þau slösuðust bæði talsvert. Frændi þeirra hyggst taka þau að sér þegar þau útskrifast af sjúkrahúsinu. „Húsið hrundi yfir okkur. Pabbi vakti mömmu og byggingin hrundi ofan á mig og Abdo, bróður minn. Mamma, pabbi og allar systur mínar dóu,“ segir hin fimm ára Jinan. Hver eru þá eftir? „Bara ég og Abdo.“ Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Um tuttugu og fimm þúsund eru nú staðfest látin eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi og von um að finna fólk á lífi dvínar nú sem aldrei fyrr. Ótrúleg björgunarafrek eru þó enn unnin á hverjum degi. Fimm manna fjölskylda í bænum Nurdagi var innlyksa í rústum eigin heimilis í fimm daga áður en þeim var bjargað í dag. Björgunarmenn náðu fyrst til móður og dóttur og fundu síðar föðurinn, sem krafðist þess að annarri dóttur hans og syni yrði bjargað á undan. Þá var sextán ára pilti og níu ára dreng bjargað í bænum Kahramanmaras við mikinn fögnuð og létti björgunarmanna. Það þykir kraftaverki líkast að strákarnir hafi fundist á lífi. Staðan er einnig skelfileg í Sýrlandi, sem farið um tvö þúsund manns sem misstu heimili sín hafast nú við í íþróttahöll í borginni Latakia. Margir hafa þó í engin hús að venda á svæðinu - og kuldinn sverfur að. Systkinin Jinan og Abdo voru föst undir rústum heimilis síns í borginni Harem í tvo daga áður en þeim var bjargað. Foreldrar þeirra og systkini létust öll í jarðskjálftanum. Ungu systkinin tvö eru nú komin undir læknishendur á sjúkrahúsi í Idlib en þau slösuðust bæði talsvert. Frændi þeirra hyggst taka þau að sér þegar þau útskrifast af sjúkrahúsinu. „Húsið hrundi yfir okkur. Pabbi vakti mömmu og byggingin hrundi ofan á mig og Abdo, bróður minn. Mamma, pabbi og allar systur mínar dóu,“ segir hin fimm ára Jinan. Hver eru þá eftir? „Bara ég og Abdo.“
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira