Gestirnir úr Kópavogi hafa aðeins unnið einn leik á tímabilinu og því var í raun aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði. Munurinn var 13 mörk í hálfleik og þannig hélst hann út leikinn.
Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði 9 mörk í liði Fram og var markahæst. Þar á eftir kom Kristrún Steinþórsdóttir.
Kristín Guðmundsdóttir og Inga Dís Jóhannsdóttir voru markahæstar í liði HK með 5 mörk hvor.
Eftir sigur kvöldsins er Fram áfram í 4. sæti, nú með 19 stig. HK er á botni deildarinnar með 2 stig.