Tók fuglana í bænum undir sinn verndarvæng í frosthörkum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 23:34 Guðmundur Fylkisson gefur fuglunum í Hafnarfirði allt að þrisvar sinnum á dag. vísir/egill Óvenjulangar frosthörkur hafa orðið til þess að fjöldi fugla glímir við máttleysi eða hafa hreinlega drepist úr kulda eða hungri. Íbúi í Hafnarfirði hefur tekið fuglana í bænum undir sinn verndarvæng og gefur þeim allt að þrisvar sinnum á dag. Langvarandi frostatíð hefur reynst villtum fuglum landsins afskaplega erfið. Dýraverndunarsamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þau hvetja sveitarfélög landsins til að koma villtum fuglum til aðstoðar. Þar kemur fram að grágæsir séu sérlega illa staddar því þær séu háðar fóðurgjöfum þegar jarðbönn séu slík að þær komist ekki i beit á túnum og grasflötum. Þá er bent á að í 7 grein laga um velferð dýra nr. 55/2013, segir um hjálparskyldu:Þeim sem verður var við eða má ætla að dýr sé sjúkt, sært, í sjálfheldu eða bjargarlaust að öðru leyti ber skv. lögum að veita því umönnun eftir föngum. Viðkomandi sveitarfélagi er skylt að sjá til þess að gripið sé til aðgerða sé um hálfvillt eða villt dýr að ræða. Fuglarnir við lækinn í Hafnarfirði væru líklega í mun verri málum ef ekki væri fyrir fólk eins og Guðmund Fylkisson, en hann kemur allt að þrisvar sinnum á dag til að gefa þeim. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgdumst við með Guðmundi gefa fuglunum og óhætt er að segja að þar hafi verið uppi fótur og fit. „Eins og sjá má eru þeir svangir. Þeir eru reyndar sísvangir, en fólk er duglegt að gefa þeim þannig að þeir eru ekkert að svelta núna. En þetta var náttúrulega frekar slæmt í kuldakastinu og snjónum sem varði hátt í mánuð,” segir Guðmundur. Kemur tvisvar til þrisvar á dag Árið 2013 fékk Guðmundur formlegt leyfi frá Hafnarfjarðarbæ til að taka lækinn svo að segja í fóstur. „Mér leiddist svo að sjá hvað það kom lítið af ungum upp. Og þetta hefur bara verið svona síðan, ég fylgist með þeim og reyni bæta lífsgæðin og eitthvað slíkt.” Fuglarnir eru sólgnir í lifrarpylsu en fá líka smurðar samlokur hjá Guðmundi.Vísir/Egill Og kemurðu hingað daglega? „Tvisvar til þrisvar á dag. Ég keyri framhjá á morgnana til að athuga hvort það sé allt í lagi. Og svo aftur á kvöldin. Síðan eins og það er mikið kuldakast þá kemur maður yfir daginn og gefur þeim.” Nefndi máttvana álft í höfuðið á vinnufélaga Í janúar tók Guðmundur eftir slappri álft við lækinn. Vængirnir voru hangandi og dýralæknar mátu það sem svo að vegna vannæringar hefðu vöðvarnir rýrnað þannig að hún náði ekki að halda vængjunum uppi. Guðmundur gaf álftinni nafnið Sólveig, í höfuðið á vinnufélaga sínum í lögreglunni, og tók hana undir sinn verndarvæng. „Ég fór að smyrja ofan í hana. Hún fékk góða samloku með þykku smjöri og svo lifrarpylsu. Ég gaf henni tvisvar á dag, mataði hana bara," segir Guðmundur. Sólveig var illa farin af máttleysi vegna vannæringar.Guðmundur Fylkisson „Hún kom bara og borðaði úr höndunum á mér. Og á tíu dögum voru vængirnir komnir upp aftur í rétta stöðu, hún er þó ennþá sjáanlega horuð, sögðu sérfræðingar. En hún er bara hérna ein af þeim núna, ég veit ekki einu sinni hver hún er hérna.” Dýr Hafnarfjörður Fuglar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Langvarandi frostatíð hefur reynst villtum fuglum landsins afskaplega erfið. Dýraverndunarsamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þau hvetja sveitarfélög landsins til að koma villtum fuglum til aðstoðar. Þar kemur fram að grágæsir séu sérlega illa staddar því þær séu háðar fóðurgjöfum þegar jarðbönn séu slík að þær komist ekki i beit á túnum og grasflötum. Þá er bent á að í 7 grein laga um velferð dýra nr. 55/2013, segir um hjálparskyldu:Þeim sem verður var við eða má ætla að dýr sé sjúkt, sært, í sjálfheldu eða bjargarlaust að öðru leyti ber skv. lögum að veita því umönnun eftir föngum. Viðkomandi sveitarfélagi er skylt að sjá til þess að gripið sé til aðgerða sé um hálfvillt eða villt dýr að ræða. Fuglarnir við lækinn í Hafnarfirði væru líklega í mun verri málum ef ekki væri fyrir fólk eins og Guðmund Fylkisson, en hann kemur allt að þrisvar sinnum á dag til að gefa þeim. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgdumst við með Guðmundi gefa fuglunum og óhætt er að segja að þar hafi verið uppi fótur og fit. „Eins og sjá má eru þeir svangir. Þeir eru reyndar sísvangir, en fólk er duglegt að gefa þeim þannig að þeir eru ekkert að svelta núna. En þetta var náttúrulega frekar slæmt í kuldakastinu og snjónum sem varði hátt í mánuð,” segir Guðmundur. Kemur tvisvar til þrisvar á dag Árið 2013 fékk Guðmundur formlegt leyfi frá Hafnarfjarðarbæ til að taka lækinn svo að segja í fóstur. „Mér leiddist svo að sjá hvað það kom lítið af ungum upp. Og þetta hefur bara verið svona síðan, ég fylgist með þeim og reyni bæta lífsgæðin og eitthvað slíkt.” Fuglarnir eru sólgnir í lifrarpylsu en fá líka smurðar samlokur hjá Guðmundi.Vísir/Egill Og kemurðu hingað daglega? „Tvisvar til þrisvar á dag. Ég keyri framhjá á morgnana til að athuga hvort það sé allt í lagi. Og svo aftur á kvöldin. Síðan eins og það er mikið kuldakast þá kemur maður yfir daginn og gefur þeim.” Nefndi máttvana álft í höfuðið á vinnufélaga Í janúar tók Guðmundur eftir slappri álft við lækinn. Vængirnir voru hangandi og dýralæknar mátu það sem svo að vegna vannæringar hefðu vöðvarnir rýrnað þannig að hún náði ekki að halda vængjunum uppi. Guðmundur gaf álftinni nafnið Sólveig, í höfuðið á vinnufélaga sínum í lögreglunni, og tók hana undir sinn verndarvæng. „Ég fór að smyrja ofan í hana. Hún fékk góða samloku með þykku smjöri og svo lifrarpylsu. Ég gaf henni tvisvar á dag, mataði hana bara," segir Guðmundur. Sólveig var illa farin af máttleysi vegna vannæringar.Guðmundur Fylkisson „Hún kom bara og borðaði úr höndunum á mér. Og á tíu dögum voru vængirnir komnir upp aftur í rétta stöðu, hún er þó ennþá sjáanlega horuð, sögðu sérfræðingar. En hún er bara hérna ein af þeim núna, ég veit ekki einu sinni hver hún er hérna.”
Dýr Hafnarfjörður Fuglar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent