Tók fuglana í bænum undir sinn verndarvæng í frosthörkum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 23:34 Guðmundur Fylkisson gefur fuglunum í Hafnarfirði allt að þrisvar sinnum á dag. vísir/egill Óvenjulangar frosthörkur hafa orðið til þess að fjöldi fugla glímir við máttleysi eða hafa hreinlega drepist úr kulda eða hungri. Íbúi í Hafnarfirði hefur tekið fuglana í bænum undir sinn verndarvæng og gefur þeim allt að þrisvar sinnum á dag. Langvarandi frostatíð hefur reynst villtum fuglum landsins afskaplega erfið. Dýraverndunarsamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þau hvetja sveitarfélög landsins til að koma villtum fuglum til aðstoðar. Þar kemur fram að grágæsir séu sérlega illa staddar því þær séu háðar fóðurgjöfum þegar jarðbönn séu slík að þær komist ekki i beit á túnum og grasflötum. Þá er bent á að í 7 grein laga um velferð dýra nr. 55/2013, segir um hjálparskyldu:Þeim sem verður var við eða má ætla að dýr sé sjúkt, sært, í sjálfheldu eða bjargarlaust að öðru leyti ber skv. lögum að veita því umönnun eftir föngum. Viðkomandi sveitarfélagi er skylt að sjá til þess að gripið sé til aðgerða sé um hálfvillt eða villt dýr að ræða. Fuglarnir við lækinn í Hafnarfirði væru líklega í mun verri málum ef ekki væri fyrir fólk eins og Guðmund Fylkisson, en hann kemur allt að þrisvar sinnum á dag til að gefa þeim. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgdumst við með Guðmundi gefa fuglunum og óhætt er að segja að þar hafi verið uppi fótur og fit. „Eins og sjá má eru þeir svangir. Þeir eru reyndar sísvangir, en fólk er duglegt að gefa þeim þannig að þeir eru ekkert að svelta núna. En þetta var náttúrulega frekar slæmt í kuldakastinu og snjónum sem varði hátt í mánuð,” segir Guðmundur. Kemur tvisvar til þrisvar á dag Árið 2013 fékk Guðmundur formlegt leyfi frá Hafnarfjarðarbæ til að taka lækinn svo að segja í fóstur. „Mér leiddist svo að sjá hvað það kom lítið af ungum upp. Og þetta hefur bara verið svona síðan, ég fylgist með þeim og reyni bæta lífsgæðin og eitthvað slíkt.” Fuglarnir eru sólgnir í lifrarpylsu en fá líka smurðar samlokur hjá Guðmundi.Vísir/Egill Og kemurðu hingað daglega? „Tvisvar til þrisvar á dag. Ég keyri framhjá á morgnana til að athuga hvort það sé allt í lagi. Og svo aftur á kvöldin. Síðan eins og það er mikið kuldakast þá kemur maður yfir daginn og gefur þeim.” Nefndi máttvana álft í höfuðið á vinnufélaga Í janúar tók Guðmundur eftir slappri álft við lækinn. Vængirnir voru hangandi og dýralæknar mátu það sem svo að vegna vannæringar hefðu vöðvarnir rýrnað þannig að hún náði ekki að halda vængjunum uppi. Guðmundur gaf álftinni nafnið Sólveig, í höfuðið á vinnufélaga sínum í lögreglunni, og tók hana undir sinn verndarvæng. „Ég fór að smyrja ofan í hana. Hún fékk góða samloku með þykku smjöri og svo lifrarpylsu. Ég gaf henni tvisvar á dag, mataði hana bara," segir Guðmundur. Sólveig var illa farin af máttleysi vegna vannæringar.Guðmundur Fylkisson „Hún kom bara og borðaði úr höndunum á mér. Og á tíu dögum voru vængirnir komnir upp aftur í rétta stöðu, hún er þó ennþá sjáanlega horuð, sögðu sérfræðingar. En hún er bara hérna ein af þeim núna, ég veit ekki einu sinni hver hún er hérna.” Dýr Hafnarfjörður Fuglar Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Langvarandi frostatíð hefur reynst villtum fuglum landsins afskaplega erfið. Dýraverndunarsamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þau hvetja sveitarfélög landsins til að koma villtum fuglum til aðstoðar. Þar kemur fram að grágæsir séu sérlega illa staddar því þær séu háðar fóðurgjöfum þegar jarðbönn séu slík að þær komist ekki i beit á túnum og grasflötum. Þá er bent á að í 7 grein laga um velferð dýra nr. 55/2013, segir um hjálparskyldu:Þeim sem verður var við eða má ætla að dýr sé sjúkt, sært, í sjálfheldu eða bjargarlaust að öðru leyti ber skv. lögum að veita því umönnun eftir föngum. Viðkomandi sveitarfélagi er skylt að sjá til þess að gripið sé til aðgerða sé um hálfvillt eða villt dýr að ræða. Fuglarnir við lækinn í Hafnarfirði væru líklega í mun verri málum ef ekki væri fyrir fólk eins og Guðmund Fylkisson, en hann kemur allt að þrisvar sinnum á dag til að gefa þeim. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgdumst við með Guðmundi gefa fuglunum og óhætt er að segja að þar hafi verið uppi fótur og fit. „Eins og sjá má eru þeir svangir. Þeir eru reyndar sísvangir, en fólk er duglegt að gefa þeim þannig að þeir eru ekkert að svelta núna. En þetta var náttúrulega frekar slæmt í kuldakastinu og snjónum sem varði hátt í mánuð,” segir Guðmundur. Kemur tvisvar til þrisvar á dag Árið 2013 fékk Guðmundur formlegt leyfi frá Hafnarfjarðarbæ til að taka lækinn svo að segja í fóstur. „Mér leiddist svo að sjá hvað það kom lítið af ungum upp. Og þetta hefur bara verið svona síðan, ég fylgist með þeim og reyni bæta lífsgæðin og eitthvað slíkt.” Fuglarnir eru sólgnir í lifrarpylsu en fá líka smurðar samlokur hjá Guðmundi.Vísir/Egill Og kemurðu hingað daglega? „Tvisvar til þrisvar á dag. Ég keyri framhjá á morgnana til að athuga hvort það sé allt í lagi. Og svo aftur á kvöldin. Síðan eins og það er mikið kuldakast þá kemur maður yfir daginn og gefur þeim.” Nefndi máttvana álft í höfuðið á vinnufélaga Í janúar tók Guðmundur eftir slappri álft við lækinn. Vængirnir voru hangandi og dýralæknar mátu það sem svo að vegna vannæringar hefðu vöðvarnir rýrnað þannig að hún náði ekki að halda vængjunum uppi. Guðmundur gaf álftinni nafnið Sólveig, í höfuðið á vinnufélaga sínum í lögreglunni, og tók hana undir sinn verndarvæng. „Ég fór að smyrja ofan í hana. Hún fékk góða samloku með þykku smjöri og svo lifrarpylsu. Ég gaf henni tvisvar á dag, mataði hana bara," segir Guðmundur. Sólveig var illa farin af máttleysi vegna vannæringar.Guðmundur Fylkisson „Hún kom bara og borðaði úr höndunum á mér. Og á tíu dögum voru vængirnir komnir upp aftur í rétta stöðu, hún er þó ennþá sjáanlega horuð, sögðu sérfræðingar. En hún er bara hérna ein af þeim núna, ég veit ekki einu sinni hver hún er hérna.”
Dýr Hafnarfjörður Fuglar Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira