Tók fuglana í bænum undir sinn verndarvæng í frosthörkum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 23:34 Guðmundur Fylkisson gefur fuglunum í Hafnarfirði allt að þrisvar sinnum á dag. vísir/egill Óvenjulangar frosthörkur hafa orðið til þess að fjöldi fugla glímir við máttleysi eða hafa hreinlega drepist úr kulda eða hungri. Íbúi í Hafnarfirði hefur tekið fuglana í bænum undir sinn verndarvæng og gefur þeim allt að þrisvar sinnum á dag. Langvarandi frostatíð hefur reynst villtum fuglum landsins afskaplega erfið. Dýraverndunarsamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þau hvetja sveitarfélög landsins til að koma villtum fuglum til aðstoðar. Þar kemur fram að grágæsir séu sérlega illa staddar því þær séu háðar fóðurgjöfum þegar jarðbönn séu slík að þær komist ekki i beit á túnum og grasflötum. Þá er bent á að í 7 grein laga um velferð dýra nr. 55/2013, segir um hjálparskyldu:Þeim sem verður var við eða má ætla að dýr sé sjúkt, sært, í sjálfheldu eða bjargarlaust að öðru leyti ber skv. lögum að veita því umönnun eftir föngum. Viðkomandi sveitarfélagi er skylt að sjá til þess að gripið sé til aðgerða sé um hálfvillt eða villt dýr að ræða. Fuglarnir við lækinn í Hafnarfirði væru líklega í mun verri málum ef ekki væri fyrir fólk eins og Guðmund Fylkisson, en hann kemur allt að þrisvar sinnum á dag til að gefa þeim. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgdumst við með Guðmundi gefa fuglunum og óhætt er að segja að þar hafi verið uppi fótur og fit. „Eins og sjá má eru þeir svangir. Þeir eru reyndar sísvangir, en fólk er duglegt að gefa þeim þannig að þeir eru ekkert að svelta núna. En þetta var náttúrulega frekar slæmt í kuldakastinu og snjónum sem varði hátt í mánuð,” segir Guðmundur. Kemur tvisvar til þrisvar á dag Árið 2013 fékk Guðmundur formlegt leyfi frá Hafnarfjarðarbæ til að taka lækinn svo að segja í fóstur. „Mér leiddist svo að sjá hvað það kom lítið af ungum upp. Og þetta hefur bara verið svona síðan, ég fylgist með þeim og reyni bæta lífsgæðin og eitthvað slíkt.” Fuglarnir eru sólgnir í lifrarpylsu en fá líka smurðar samlokur hjá Guðmundi.Vísir/Egill Og kemurðu hingað daglega? „Tvisvar til þrisvar á dag. Ég keyri framhjá á morgnana til að athuga hvort það sé allt í lagi. Og svo aftur á kvöldin. Síðan eins og það er mikið kuldakast þá kemur maður yfir daginn og gefur þeim.” Nefndi máttvana álft í höfuðið á vinnufélaga Í janúar tók Guðmundur eftir slappri álft við lækinn. Vængirnir voru hangandi og dýralæknar mátu það sem svo að vegna vannæringar hefðu vöðvarnir rýrnað þannig að hún náði ekki að halda vængjunum uppi. Guðmundur gaf álftinni nafnið Sólveig, í höfuðið á vinnufélaga sínum í lögreglunni, og tók hana undir sinn verndarvæng. „Ég fór að smyrja ofan í hana. Hún fékk góða samloku með þykku smjöri og svo lifrarpylsu. Ég gaf henni tvisvar á dag, mataði hana bara," segir Guðmundur. Sólveig var illa farin af máttleysi vegna vannæringar.Guðmundur Fylkisson „Hún kom bara og borðaði úr höndunum á mér. Og á tíu dögum voru vængirnir komnir upp aftur í rétta stöðu, hún er þó ennþá sjáanlega horuð, sögðu sérfræðingar. En hún er bara hérna ein af þeim núna, ég veit ekki einu sinni hver hún er hérna.” Dýr Hafnarfjörður Fuglar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Langvarandi frostatíð hefur reynst villtum fuglum landsins afskaplega erfið. Dýraverndunarsamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þau hvetja sveitarfélög landsins til að koma villtum fuglum til aðstoðar. Þar kemur fram að grágæsir séu sérlega illa staddar því þær séu háðar fóðurgjöfum þegar jarðbönn séu slík að þær komist ekki i beit á túnum og grasflötum. Þá er bent á að í 7 grein laga um velferð dýra nr. 55/2013, segir um hjálparskyldu:Þeim sem verður var við eða má ætla að dýr sé sjúkt, sært, í sjálfheldu eða bjargarlaust að öðru leyti ber skv. lögum að veita því umönnun eftir föngum. Viðkomandi sveitarfélagi er skylt að sjá til þess að gripið sé til aðgerða sé um hálfvillt eða villt dýr að ræða. Fuglarnir við lækinn í Hafnarfirði væru líklega í mun verri málum ef ekki væri fyrir fólk eins og Guðmund Fylkisson, en hann kemur allt að þrisvar sinnum á dag til að gefa þeim. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgdumst við með Guðmundi gefa fuglunum og óhætt er að segja að þar hafi verið uppi fótur og fit. „Eins og sjá má eru þeir svangir. Þeir eru reyndar sísvangir, en fólk er duglegt að gefa þeim þannig að þeir eru ekkert að svelta núna. En þetta var náttúrulega frekar slæmt í kuldakastinu og snjónum sem varði hátt í mánuð,” segir Guðmundur. Kemur tvisvar til þrisvar á dag Árið 2013 fékk Guðmundur formlegt leyfi frá Hafnarfjarðarbæ til að taka lækinn svo að segja í fóstur. „Mér leiddist svo að sjá hvað það kom lítið af ungum upp. Og þetta hefur bara verið svona síðan, ég fylgist með þeim og reyni bæta lífsgæðin og eitthvað slíkt.” Fuglarnir eru sólgnir í lifrarpylsu en fá líka smurðar samlokur hjá Guðmundi.Vísir/Egill Og kemurðu hingað daglega? „Tvisvar til þrisvar á dag. Ég keyri framhjá á morgnana til að athuga hvort það sé allt í lagi. Og svo aftur á kvöldin. Síðan eins og það er mikið kuldakast þá kemur maður yfir daginn og gefur þeim.” Nefndi máttvana álft í höfuðið á vinnufélaga Í janúar tók Guðmundur eftir slappri álft við lækinn. Vængirnir voru hangandi og dýralæknar mátu það sem svo að vegna vannæringar hefðu vöðvarnir rýrnað þannig að hún náði ekki að halda vængjunum uppi. Guðmundur gaf álftinni nafnið Sólveig, í höfuðið á vinnufélaga sínum í lögreglunni, og tók hana undir sinn verndarvæng. „Ég fór að smyrja ofan í hana. Hún fékk góða samloku með þykku smjöri og svo lifrarpylsu. Ég gaf henni tvisvar á dag, mataði hana bara," segir Guðmundur. Sólveig var illa farin af máttleysi vegna vannæringar.Guðmundur Fylkisson „Hún kom bara og borðaði úr höndunum á mér. Og á tíu dögum voru vængirnir komnir upp aftur í rétta stöðu, hún er þó ennþá sjáanlega horuð, sögðu sérfræðingar. En hún er bara hérna ein af þeim núna, ég veit ekki einu sinni hver hún er hérna.”
Dýr Hafnarfjörður Fuglar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira