Íslenskt kaffi Sigurður Friðleifsson skrifar 9. febrúar 2023 16:00 Íslendingar eru kaffiþyrst þjóð. Í raun erum við fjórða mesta kaffidrykkjuþjóð veraldar og þurfum að flytja inn vel yfir 3 milljónir kílóa af kaffi árlega til að halda okkur vakandi. Þetta kallar á talsverða gjaldeyriseyðslu sem við þurfum að mæta með innlendri verðmætasköpun. En hvað ef við framleiddum okkar eigið kaffi, sem myndi spara öll þessi gjaldeyriskaup og skapa verðmæti innanlands? Hvað ef kaffi væri framleitt hér innanlands og væri meira að segja ódýrara? Innlent, ódýrara og betra Ímyndum okkur að hér væri innlend kaffiframleiðsla sem myndi fullnægja kaffiþörfum okkar og væri líka ódýrari í stóra samhenginu. Ímyndum okkur líka að kaffið væri auk þess kraftmeira og hefði engin neikvæð heilsuáhrif, hvorki á svefn né nokkuð annað. Reyndar væri kaffið með þeim hætti að við þyrftum örlítið öðruvísi kaffivélar, sem væru hljóðlátari en kostuðu örlítið meira og væru aðeins lengur að hella upp á. Þessar kaffivélar myndu samt borga sig upp enda hver kaffibolli mun ódýrari en þeir erlendu. Já, það eru ekki margar vörur sem tikka í öll þrjú boxin eins og þetta ímyndaða kaffi þ.e. eru innlendar, ódýrari og betri. Ef þetta íslenska kaffi myndi raungerast myndu án efa nánast allir skipta yfir í það undir eins. Fáir myndu láta það trufla sig að kaffivélin sjálf væri örlítið dýrari og hægari enda borgar hún sig til lengri tíma litið, og kaffidrykkjan verður því hagkvæmari. Íslenskt, já takk Því miður er ekki útlit fyrir að þessir kaffidraumar rætist í bráð en hinsvegar er keimlíkt ævintýri í gangi núna sem kallast orkuskipti í samgöngum. Nú hafa opnast einstakir möguleikar á að skipta yfir í innlenda raforku sem er þrefalt orkunýtnari og borgar þannig upp þann aukakostnað sem felst í nýja farartækinu. Innlenda varan er þar af leiðindi bæði ódýrari og betri því hún veldur ekki heilsuspillandi mengun sem hefur verið yfir hættumörkum hvað eftir annað undanfarið. Þar að auki veldur hún ekki neikvæðum loftslagsbreytingum. Er ekki best að herða okkur allverulega í því að skipta yfir í innlent eða eigum við kannski bara að halda okkur við verra og dýrara erlent kaffi? Höfundur er sviðsstjóri orkuskipta og loftsslagsmála hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkuskipti Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru kaffiþyrst þjóð. Í raun erum við fjórða mesta kaffidrykkjuþjóð veraldar og þurfum að flytja inn vel yfir 3 milljónir kílóa af kaffi árlega til að halda okkur vakandi. Þetta kallar á talsverða gjaldeyriseyðslu sem við þurfum að mæta með innlendri verðmætasköpun. En hvað ef við framleiddum okkar eigið kaffi, sem myndi spara öll þessi gjaldeyriskaup og skapa verðmæti innanlands? Hvað ef kaffi væri framleitt hér innanlands og væri meira að segja ódýrara? Innlent, ódýrara og betra Ímyndum okkur að hér væri innlend kaffiframleiðsla sem myndi fullnægja kaffiþörfum okkar og væri líka ódýrari í stóra samhenginu. Ímyndum okkur líka að kaffið væri auk þess kraftmeira og hefði engin neikvæð heilsuáhrif, hvorki á svefn né nokkuð annað. Reyndar væri kaffið með þeim hætti að við þyrftum örlítið öðruvísi kaffivélar, sem væru hljóðlátari en kostuðu örlítið meira og væru aðeins lengur að hella upp á. Þessar kaffivélar myndu samt borga sig upp enda hver kaffibolli mun ódýrari en þeir erlendu. Já, það eru ekki margar vörur sem tikka í öll þrjú boxin eins og þetta ímyndaða kaffi þ.e. eru innlendar, ódýrari og betri. Ef þetta íslenska kaffi myndi raungerast myndu án efa nánast allir skipta yfir í það undir eins. Fáir myndu láta það trufla sig að kaffivélin sjálf væri örlítið dýrari og hægari enda borgar hún sig til lengri tíma litið, og kaffidrykkjan verður því hagkvæmari. Íslenskt, já takk Því miður er ekki útlit fyrir að þessir kaffidraumar rætist í bráð en hinsvegar er keimlíkt ævintýri í gangi núna sem kallast orkuskipti í samgöngum. Nú hafa opnast einstakir möguleikar á að skipta yfir í innlenda raforku sem er þrefalt orkunýtnari og borgar þannig upp þann aukakostnað sem felst í nýja farartækinu. Innlenda varan er þar af leiðindi bæði ódýrari og betri því hún veldur ekki heilsuspillandi mengun sem hefur verið yfir hættumörkum hvað eftir annað undanfarið. Þar að auki veldur hún ekki neikvæðum loftslagsbreytingum. Er ekki best að herða okkur allverulega í því að skipta yfir í innlent eða eigum við kannski bara að halda okkur við verra og dýrara erlent kaffi? Höfundur er sviðsstjóri orkuskipta og loftsslagsmála hjá Orkustofnun.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar