Koma svo fjármálaráðherra! Birtu greinargerðina! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2023 15:30 Í síðasta Silfri RUV sagði fjármálaráðherra að ekkert í greinargerð setts ríkisendurskoðanda ad hoc um Lindarhvol væri þess eðlis að það þyldi ekki opinbera birtingu. Þetta er hárrétt mat hjá ráðherranum og samhljóða tveim óháðum lögfræðiálitum. Samt er það svo að einn af undirmönnum ráðherrans, síðasti stjórnarmaður Lindarhvols stendur ásamt þriðja ríkisendurskoðandanum gegn birtingu greinargerðarinnar. Það væri ómaksins virði fyrir ráðherra að senda undirmanni sínum stjórnarmanninum sem hefur afar gloppótt minni eins og opinberaðist í dómsal um daginn skilaboð um að allt sé í lagi með birtingu greinargerðarinnar. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins gæti einnig hæglega komið þessari skoðun sinni á framfæri við forseta Alþingis samflokksmann sinn og tjáð honum að himnarnir muni ekki hrynja og að forseti lendi ekki uppá kant við formann sinn fari hann að ákvörðun forsætisnefndar og birti greinargerðina. Fjármálaráðherra hefur einnig sagt að greinargerðin sé ekki á hans borði. Það er rangt. Greinargerð Sigurðar Þórðarsonar hefur verið á borði fjármálaráðherra síðan árið 2018 þegar hann fékk gerðina í hendur ásamt forseta Alþingis Umboðsmanni Alþingis, Seðlabankanum og stjórn Lindarhvols. Gleymum heldur ekki að tilvist Lindarhvols starfsemi félagsins og stjórn þess eru á ábyrgð fjármálaráðherra. Greinargerð Sigurðar er því svo sannarlega á borði fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra hefur einnig sagt að í hverju máli sé aðeins ein skýrsla. Það er rangt. Í hverju máli geta komið fram margar skýrslur og greinargerðir áður en endanleg skýrsla liggur fyrir. Það virðist einnig svo þó greinarhöfundur hafi ekki lesið greinargerð Sigurðar að hún sé í mörgum atriðum í andstöðu við skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2020. Þá skýrslu getur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins ekki samþykkt án þess að kynna sér greinargerð Sigurðar því geri hún það leggur nefndin um leið blessun sína yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar og lýsir sig samþykka því sem þar kemur fram. Þar liggur ómöguleikinn svo vitnað sé til orðfæris ráðherrans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar verður ekki ,,eina skýrslan“ fyrr en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur samþykkt hana. Það er alvarlegt að leggja stein í götu eftirlitshlutverks Alþingis og alþingismanna. Þáverandi félags- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason reyndi það þegar krafist var upplýsinga um afdrif fasteigna sem Íbúðalánasjóður hirti af viðskiptavinum sínum. Tregða ráðherrans var af yfirlögfræðingi Alþingis talin fara í blóra við lög um ráðherraábyrgð og lög um þingsköp. Upplýsingarnar í greinargerð Sigurðar Þórðarsonar eiga erindi við almenning ekki síður en þær sem nefndar eru hér að framan. Því er óskiljanlegt að fjármálaráðherra sé til í að feta sömu braut og kollegi hans áður. Hvað þá að forseti þingsins taki þátt í að fara á svig við lög um þingsköp með því að neita að afhenda stjórnskipunar – og eftirlitsnefndar greinargerðina án skilyrða. Góðu fréttirnar eru þó til. Fjármálaráðherra hefur möguleika á að standa með sjálfum sér og afhenda greinargerðina sjálfur. Hann er jú búinn að staðhæfa að þar sé ekkert að finna sem þolir ekki dagsljós. Koma svo ráðherra!! Birtu greinargerðina strax!! Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Í síðasta Silfri RUV sagði fjármálaráðherra að ekkert í greinargerð setts ríkisendurskoðanda ad hoc um Lindarhvol væri þess eðlis að það þyldi ekki opinbera birtingu. Þetta er hárrétt mat hjá ráðherranum og samhljóða tveim óháðum lögfræðiálitum. Samt er það svo að einn af undirmönnum ráðherrans, síðasti stjórnarmaður Lindarhvols stendur ásamt þriðja ríkisendurskoðandanum gegn birtingu greinargerðarinnar. Það væri ómaksins virði fyrir ráðherra að senda undirmanni sínum stjórnarmanninum sem hefur afar gloppótt minni eins og opinberaðist í dómsal um daginn skilaboð um að allt sé í lagi með birtingu greinargerðarinnar. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins gæti einnig hæglega komið þessari skoðun sinni á framfæri við forseta Alþingis samflokksmann sinn og tjáð honum að himnarnir muni ekki hrynja og að forseti lendi ekki uppá kant við formann sinn fari hann að ákvörðun forsætisnefndar og birti greinargerðina. Fjármálaráðherra hefur einnig sagt að greinargerðin sé ekki á hans borði. Það er rangt. Greinargerð Sigurðar Þórðarsonar hefur verið á borði fjármálaráðherra síðan árið 2018 þegar hann fékk gerðina í hendur ásamt forseta Alþingis Umboðsmanni Alþingis, Seðlabankanum og stjórn Lindarhvols. Gleymum heldur ekki að tilvist Lindarhvols starfsemi félagsins og stjórn þess eru á ábyrgð fjármálaráðherra. Greinargerð Sigurðar er því svo sannarlega á borði fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra hefur einnig sagt að í hverju máli sé aðeins ein skýrsla. Það er rangt. Í hverju máli geta komið fram margar skýrslur og greinargerðir áður en endanleg skýrsla liggur fyrir. Það virðist einnig svo þó greinarhöfundur hafi ekki lesið greinargerð Sigurðar að hún sé í mörgum atriðum í andstöðu við skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2020. Þá skýrslu getur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins ekki samþykkt án þess að kynna sér greinargerð Sigurðar því geri hún það leggur nefndin um leið blessun sína yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar og lýsir sig samþykka því sem þar kemur fram. Þar liggur ómöguleikinn svo vitnað sé til orðfæris ráðherrans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar verður ekki ,,eina skýrslan“ fyrr en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur samþykkt hana. Það er alvarlegt að leggja stein í götu eftirlitshlutverks Alþingis og alþingismanna. Þáverandi félags- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason reyndi það þegar krafist var upplýsinga um afdrif fasteigna sem Íbúðalánasjóður hirti af viðskiptavinum sínum. Tregða ráðherrans var af yfirlögfræðingi Alþingis talin fara í blóra við lög um ráðherraábyrgð og lög um þingsköp. Upplýsingarnar í greinargerð Sigurðar Þórðarsonar eiga erindi við almenning ekki síður en þær sem nefndar eru hér að framan. Því er óskiljanlegt að fjármálaráðherra sé til í að feta sömu braut og kollegi hans áður. Hvað þá að forseti þingsins taki þátt í að fara á svig við lög um þingsköp með því að neita að afhenda stjórnskipunar – og eftirlitsnefndar greinargerðina án skilyrða. Góðu fréttirnar eru þó til. Fjármálaráðherra hefur möguleika á að standa með sjálfum sér og afhenda greinargerðina sjálfur. Hann er jú búinn að staðhæfa að þar sé ekkert að finna sem þolir ekki dagsljós. Koma svo ráðherra!! Birtu greinargerðina strax!! Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun