Koma svo fjármálaráðherra! Birtu greinargerðina! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2023 15:30 Í síðasta Silfri RUV sagði fjármálaráðherra að ekkert í greinargerð setts ríkisendurskoðanda ad hoc um Lindarhvol væri þess eðlis að það þyldi ekki opinbera birtingu. Þetta er hárrétt mat hjá ráðherranum og samhljóða tveim óháðum lögfræðiálitum. Samt er það svo að einn af undirmönnum ráðherrans, síðasti stjórnarmaður Lindarhvols stendur ásamt þriðja ríkisendurskoðandanum gegn birtingu greinargerðarinnar. Það væri ómaksins virði fyrir ráðherra að senda undirmanni sínum stjórnarmanninum sem hefur afar gloppótt minni eins og opinberaðist í dómsal um daginn skilaboð um að allt sé í lagi með birtingu greinargerðarinnar. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins gæti einnig hæglega komið þessari skoðun sinni á framfæri við forseta Alþingis samflokksmann sinn og tjáð honum að himnarnir muni ekki hrynja og að forseti lendi ekki uppá kant við formann sinn fari hann að ákvörðun forsætisnefndar og birti greinargerðina. Fjármálaráðherra hefur einnig sagt að greinargerðin sé ekki á hans borði. Það er rangt. Greinargerð Sigurðar Þórðarsonar hefur verið á borði fjármálaráðherra síðan árið 2018 þegar hann fékk gerðina í hendur ásamt forseta Alþingis Umboðsmanni Alþingis, Seðlabankanum og stjórn Lindarhvols. Gleymum heldur ekki að tilvist Lindarhvols starfsemi félagsins og stjórn þess eru á ábyrgð fjármálaráðherra. Greinargerð Sigurðar er því svo sannarlega á borði fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra hefur einnig sagt að í hverju máli sé aðeins ein skýrsla. Það er rangt. Í hverju máli geta komið fram margar skýrslur og greinargerðir áður en endanleg skýrsla liggur fyrir. Það virðist einnig svo þó greinarhöfundur hafi ekki lesið greinargerð Sigurðar að hún sé í mörgum atriðum í andstöðu við skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2020. Þá skýrslu getur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins ekki samþykkt án þess að kynna sér greinargerð Sigurðar því geri hún það leggur nefndin um leið blessun sína yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar og lýsir sig samþykka því sem þar kemur fram. Þar liggur ómöguleikinn svo vitnað sé til orðfæris ráðherrans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar verður ekki ,,eina skýrslan“ fyrr en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur samþykkt hana. Það er alvarlegt að leggja stein í götu eftirlitshlutverks Alþingis og alþingismanna. Þáverandi félags- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason reyndi það þegar krafist var upplýsinga um afdrif fasteigna sem Íbúðalánasjóður hirti af viðskiptavinum sínum. Tregða ráðherrans var af yfirlögfræðingi Alþingis talin fara í blóra við lög um ráðherraábyrgð og lög um þingsköp. Upplýsingarnar í greinargerð Sigurðar Þórðarsonar eiga erindi við almenning ekki síður en þær sem nefndar eru hér að framan. Því er óskiljanlegt að fjármálaráðherra sé til í að feta sömu braut og kollegi hans áður. Hvað þá að forseti þingsins taki þátt í að fara á svig við lög um þingsköp með því að neita að afhenda stjórnskipunar – og eftirlitsnefndar greinargerðina án skilyrða. Góðu fréttirnar eru þó til. Fjármálaráðherra hefur möguleika á að standa með sjálfum sér og afhenda greinargerðina sjálfur. Hann er jú búinn að staðhæfa að þar sé ekkert að finna sem þolir ekki dagsljós. Koma svo ráðherra!! Birtu greinargerðina strax!! Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Í síðasta Silfri RUV sagði fjármálaráðherra að ekkert í greinargerð setts ríkisendurskoðanda ad hoc um Lindarhvol væri þess eðlis að það þyldi ekki opinbera birtingu. Þetta er hárrétt mat hjá ráðherranum og samhljóða tveim óháðum lögfræðiálitum. Samt er það svo að einn af undirmönnum ráðherrans, síðasti stjórnarmaður Lindarhvols stendur ásamt þriðja ríkisendurskoðandanum gegn birtingu greinargerðarinnar. Það væri ómaksins virði fyrir ráðherra að senda undirmanni sínum stjórnarmanninum sem hefur afar gloppótt minni eins og opinberaðist í dómsal um daginn skilaboð um að allt sé í lagi með birtingu greinargerðarinnar. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins gæti einnig hæglega komið þessari skoðun sinni á framfæri við forseta Alþingis samflokksmann sinn og tjáð honum að himnarnir muni ekki hrynja og að forseti lendi ekki uppá kant við formann sinn fari hann að ákvörðun forsætisnefndar og birti greinargerðina. Fjármálaráðherra hefur einnig sagt að greinargerðin sé ekki á hans borði. Það er rangt. Greinargerð Sigurðar Þórðarsonar hefur verið á borði fjármálaráðherra síðan árið 2018 þegar hann fékk gerðina í hendur ásamt forseta Alþingis Umboðsmanni Alþingis, Seðlabankanum og stjórn Lindarhvols. Gleymum heldur ekki að tilvist Lindarhvols starfsemi félagsins og stjórn þess eru á ábyrgð fjármálaráðherra. Greinargerð Sigurðar er því svo sannarlega á borði fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra hefur einnig sagt að í hverju máli sé aðeins ein skýrsla. Það er rangt. Í hverju máli geta komið fram margar skýrslur og greinargerðir áður en endanleg skýrsla liggur fyrir. Það virðist einnig svo þó greinarhöfundur hafi ekki lesið greinargerð Sigurðar að hún sé í mörgum atriðum í andstöðu við skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2020. Þá skýrslu getur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins ekki samþykkt án þess að kynna sér greinargerð Sigurðar því geri hún það leggur nefndin um leið blessun sína yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar og lýsir sig samþykka því sem þar kemur fram. Þar liggur ómöguleikinn svo vitnað sé til orðfæris ráðherrans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar verður ekki ,,eina skýrslan“ fyrr en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur samþykkt hana. Það er alvarlegt að leggja stein í götu eftirlitshlutverks Alþingis og alþingismanna. Þáverandi félags- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason reyndi það þegar krafist var upplýsinga um afdrif fasteigna sem Íbúðalánasjóður hirti af viðskiptavinum sínum. Tregða ráðherrans var af yfirlögfræðingi Alþingis talin fara í blóra við lög um ráðherraábyrgð og lög um þingsköp. Upplýsingarnar í greinargerð Sigurðar Þórðarsonar eiga erindi við almenning ekki síður en þær sem nefndar eru hér að framan. Því er óskiljanlegt að fjármálaráðherra sé til í að feta sömu braut og kollegi hans áður. Hvað þá að forseti þingsins taki þátt í að fara á svig við lög um þingsköp með því að neita að afhenda stjórnskipunar – og eftirlitsnefndar greinargerðina án skilyrða. Góðu fréttirnar eru þó til. Fjármálaráðherra hefur möguleika á að standa með sjálfum sér og afhenda greinargerðina sjálfur. Hann er jú búinn að staðhæfa að þar sé ekkert að finna sem þolir ekki dagsljós. Koma svo ráðherra!! Birtu greinargerðina strax!! Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar