Hugsum til framtíðar Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 9. febrúar 2023 13:31 Við lifum á tímum hraðrar tækniþróunar og í því felast bæði tækifæri og áskoranir. Á næstu árum mun tæknin þróast áfram á ógnarhraða og mikilvægt er að hið opinbera sé samstíga þeirri þróun. Ísland er í fremstu röð þegar kemur að stafrænni opinberri þjónustu. Með verkefninu Stafrænu Íslandi hefur verið lyft grettistaki í þessum málaflokki, en með aukinni stafrænni þjónustu getum við veitt betri þjónustu, hraðar og óháð staðsetningu. Stafræn þróun hins opinbera býður einnig upp á að störf verða færanlegri og skapa þar af leiðandi atvinnutækifæri í dreifðari byggðum landsins. Hið opinbera að vera meðvitað um þá framþróun sem á sér stað í atvinnulífinu og standa ekki í vegi fyrir henni. Mín kynslóð hefur nýja sýn á sitt starfsumhverfi og sérfræðingar spá því að vinnumarkaður framtíðarinnar verði mjög frábrugðinn því sem við þekkjum í dag. Þannig munu eldri mælikvarðar á framleiðni eins og stimpilklukkur jafnvel heyra sögunni til en á sama tíma er gervigreind að ryðja sér til rúms í auknum mæli og við sjáum stöðugt nýjar lausnir á þeim vandamálum sem eldri kynslóðir hafa staðið frammi fyrir. Menntakerfið, atvinnulífið og hið opinbera þarf að fylgja þessari þróun og vera opið fyrir nýjungum og nýsköpun. Þannig náum við árangri og tryggjum að ungt fólk sé tilbúið að takast á við framtíð sem við þekkjum ekki í dag. Við þurfum að skera niður kostnað hins opinbera, hann er of umfangsmikill. Að skera niður þýðir ekki að veita verri þjónustu, heldur skynsamari. Það er mín sýn að við getum gert betur í rekstri hins opinbera, til að bæta þjónustu við fólk, forgangsraða betur, ná betri árangri og að yfirbygging og umsýsla sé ekki jafn kostnaðarsöm. Við höfum náð miklum árangri í þeim efnum undanfarið en getum gert enn betur. Til þess þarf skýran sýn um að ríkið sé ekki best að leysa öll vandamál og skýran vilja að sjá tækifærin í því að búa í litlu landi og nýta kosti þess í hagkvæmni og skilvikrni þó að við séum alltaf stórhuga. Höfundur er 2. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Sjálfstæðisflokkurinn Stafræn þróun Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum hraðrar tækniþróunar og í því felast bæði tækifæri og áskoranir. Á næstu árum mun tæknin þróast áfram á ógnarhraða og mikilvægt er að hið opinbera sé samstíga þeirri þróun. Ísland er í fremstu röð þegar kemur að stafrænni opinberri þjónustu. Með verkefninu Stafrænu Íslandi hefur verið lyft grettistaki í þessum málaflokki, en með aukinni stafrænni þjónustu getum við veitt betri þjónustu, hraðar og óháð staðsetningu. Stafræn þróun hins opinbera býður einnig upp á að störf verða færanlegri og skapa þar af leiðandi atvinnutækifæri í dreifðari byggðum landsins. Hið opinbera að vera meðvitað um þá framþróun sem á sér stað í atvinnulífinu og standa ekki í vegi fyrir henni. Mín kynslóð hefur nýja sýn á sitt starfsumhverfi og sérfræðingar spá því að vinnumarkaður framtíðarinnar verði mjög frábrugðinn því sem við þekkjum í dag. Þannig munu eldri mælikvarðar á framleiðni eins og stimpilklukkur jafnvel heyra sögunni til en á sama tíma er gervigreind að ryðja sér til rúms í auknum mæli og við sjáum stöðugt nýjar lausnir á þeim vandamálum sem eldri kynslóðir hafa staðið frammi fyrir. Menntakerfið, atvinnulífið og hið opinbera þarf að fylgja þessari þróun og vera opið fyrir nýjungum og nýsköpun. Þannig náum við árangri og tryggjum að ungt fólk sé tilbúið að takast á við framtíð sem við þekkjum ekki í dag. Við þurfum að skera niður kostnað hins opinbera, hann er of umfangsmikill. Að skera niður þýðir ekki að veita verri þjónustu, heldur skynsamari. Það er mín sýn að við getum gert betur í rekstri hins opinbera, til að bæta þjónustu við fólk, forgangsraða betur, ná betri árangri og að yfirbygging og umsýsla sé ekki jafn kostnaðarsöm. Við höfum náð miklum árangri í þeim efnum undanfarið en getum gert enn betur. Til þess þarf skýran sýn um að ríkið sé ekki best að leysa öll vandamál og skýran vilja að sjá tækifærin í því að búa í litlu landi og nýta kosti þess í hagkvæmni og skilvikrni þó að við séum alltaf stórhuga. Höfundur er 2. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun