Hugsum til framtíðar Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 9. febrúar 2023 13:31 Við lifum á tímum hraðrar tækniþróunar og í því felast bæði tækifæri og áskoranir. Á næstu árum mun tæknin þróast áfram á ógnarhraða og mikilvægt er að hið opinbera sé samstíga þeirri þróun. Ísland er í fremstu röð þegar kemur að stafrænni opinberri þjónustu. Með verkefninu Stafrænu Íslandi hefur verið lyft grettistaki í þessum málaflokki, en með aukinni stafrænni þjónustu getum við veitt betri þjónustu, hraðar og óháð staðsetningu. Stafræn þróun hins opinbera býður einnig upp á að störf verða færanlegri og skapa þar af leiðandi atvinnutækifæri í dreifðari byggðum landsins. Hið opinbera að vera meðvitað um þá framþróun sem á sér stað í atvinnulífinu og standa ekki í vegi fyrir henni. Mín kynslóð hefur nýja sýn á sitt starfsumhverfi og sérfræðingar spá því að vinnumarkaður framtíðarinnar verði mjög frábrugðinn því sem við þekkjum í dag. Þannig munu eldri mælikvarðar á framleiðni eins og stimpilklukkur jafnvel heyra sögunni til en á sama tíma er gervigreind að ryðja sér til rúms í auknum mæli og við sjáum stöðugt nýjar lausnir á þeim vandamálum sem eldri kynslóðir hafa staðið frammi fyrir. Menntakerfið, atvinnulífið og hið opinbera þarf að fylgja þessari þróun og vera opið fyrir nýjungum og nýsköpun. Þannig náum við árangri og tryggjum að ungt fólk sé tilbúið að takast á við framtíð sem við þekkjum ekki í dag. Við þurfum að skera niður kostnað hins opinbera, hann er of umfangsmikill. Að skera niður þýðir ekki að veita verri þjónustu, heldur skynsamari. Það er mín sýn að við getum gert betur í rekstri hins opinbera, til að bæta þjónustu við fólk, forgangsraða betur, ná betri árangri og að yfirbygging og umsýsla sé ekki jafn kostnaðarsöm. Við höfum náð miklum árangri í þeim efnum undanfarið en getum gert enn betur. Til þess þarf skýran sýn um að ríkið sé ekki best að leysa öll vandamál og skýran vilja að sjá tækifærin í því að búa í litlu landi og nýta kosti þess í hagkvæmni og skilvikrni þó að við séum alltaf stórhuga. Höfundur er 2. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Sjálfstæðisflokkurinn Stafræn þróun Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum hraðrar tækniþróunar og í því felast bæði tækifæri og áskoranir. Á næstu árum mun tæknin þróast áfram á ógnarhraða og mikilvægt er að hið opinbera sé samstíga þeirri þróun. Ísland er í fremstu röð þegar kemur að stafrænni opinberri þjónustu. Með verkefninu Stafrænu Íslandi hefur verið lyft grettistaki í þessum málaflokki, en með aukinni stafrænni þjónustu getum við veitt betri þjónustu, hraðar og óháð staðsetningu. Stafræn þróun hins opinbera býður einnig upp á að störf verða færanlegri og skapa þar af leiðandi atvinnutækifæri í dreifðari byggðum landsins. Hið opinbera að vera meðvitað um þá framþróun sem á sér stað í atvinnulífinu og standa ekki í vegi fyrir henni. Mín kynslóð hefur nýja sýn á sitt starfsumhverfi og sérfræðingar spá því að vinnumarkaður framtíðarinnar verði mjög frábrugðinn því sem við þekkjum í dag. Þannig munu eldri mælikvarðar á framleiðni eins og stimpilklukkur jafnvel heyra sögunni til en á sama tíma er gervigreind að ryðja sér til rúms í auknum mæli og við sjáum stöðugt nýjar lausnir á þeim vandamálum sem eldri kynslóðir hafa staðið frammi fyrir. Menntakerfið, atvinnulífið og hið opinbera þarf að fylgja þessari þróun og vera opið fyrir nýjungum og nýsköpun. Þannig náum við árangri og tryggjum að ungt fólk sé tilbúið að takast á við framtíð sem við þekkjum ekki í dag. Við þurfum að skera niður kostnað hins opinbera, hann er of umfangsmikill. Að skera niður þýðir ekki að veita verri þjónustu, heldur skynsamari. Það er mín sýn að við getum gert betur í rekstri hins opinbera, til að bæta þjónustu við fólk, forgangsraða betur, ná betri árangri og að yfirbygging og umsýsla sé ekki jafn kostnaðarsöm. Við höfum náð miklum árangri í þeim efnum undanfarið en getum gert enn betur. Til þess þarf skýran sýn um að ríkið sé ekki best að leysa öll vandamál og skýran vilja að sjá tækifærin í því að búa í litlu landi og nýta kosti þess í hagkvæmni og skilvikrni þó að við séum alltaf stórhuga. Höfundur er 2. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar