Mál Guðjóns vopnasala og fleiri fara mögulega aftur til lögreglu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2023 07:21 Vopn sem lögregla lagði hald á við rannsókn hryðjuverkamálsins. Vísir/Vilhelm „Það er enn opið og ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari um mál Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, og annarra einstaklinga vegna gruns um brot á vopnalögum. Frá þessu greinir Fréttablaðið. Um er að ræða mál sem komu upp við rannsókn meintrar skipulagningar hryðjuverkabrota, sem Sindri Freyr Birgisson og Ísidór Nathansson voru grunaðir um. Við skýrslutöku greindu þeir frá því að þeir hefðu fengið hálfsjálfvirkan Colt-riffil hjá Guðjóni og að hann hefði keypt af þeim þrívíddarprentað skotvopn. Guðjón er vopnasali og -safnari. Skýrsla var tekinn af Guðjóni í kjölfarið en hann sagðist ekkert kannast við mennina. Þá sagði hann: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað, nema það sé bara einhver hefndarráðstöfun gagnvart dóttur minni.“ Dóttir Guðjóns, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sagði sig frá rannsókn málsins eftir að nafn Guðjóns kom upp við rannsókn málsins. Við húsleit á heimili Guðjóns fannst á fjórða tug vopna sem hann gat ekki gert grein fyrir. Ólafur segir málið enn opið og að hluti meintra vopnalagabrota fari að öllum líkindum aftur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem hafi forræði yfir rannsókn og ákæru vopnalagabrota. Nokkrir eru grunaðir. „Þegar þetta kemur hingað var óljóst hvernig eða hvort þetta tengdist og svo er þetta rannsakað og þetta er ekki hluti af efnisákærunni sem var að enda gefin út í hryðjuverkamálinu,“ hefur Fréttablaðið eftir Ólafi. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Skotvopn Lögreglumál Tengdar fréttir „Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09 Faðir ríkislögreglustjóra í skýrslutöku: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“ Guðjón Valdimarsson, vopnasali og faðir ríkislögreglustjóra, sagði við rannsóknarlögreglumann sem tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans, í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli, að ef þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans hefðu þeir ekki komið á heimili hans, nema um væri að ræða hefndarráðstöfun gagnvart dóttur hans. 7. nóvember 2022 20:22 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Frá þessu greinir Fréttablaðið. Um er að ræða mál sem komu upp við rannsókn meintrar skipulagningar hryðjuverkabrota, sem Sindri Freyr Birgisson og Ísidór Nathansson voru grunaðir um. Við skýrslutöku greindu þeir frá því að þeir hefðu fengið hálfsjálfvirkan Colt-riffil hjá Guðjóni og að hann hefði keypt af þeim þrívíddarprentað skotvopn. Guðjón er vopnasali og -safnari. Skýrsla var tekinn af Guðjóni í kjölfarið en hann sagðist ekkert kannast við mennina. Þá sagði hann: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað, nema það sé bara einhver hefndarráðstöfun gagnvart dóttur minni.“ Dóttir Guðjóns, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sagði sig frá rannsókn málsins eftir að nafn Guðjóns kom upp við rannsókn málsins. Við húsleit á heimili Guðjóns fannst á fjórða tug vopna sem hann gat ekki gert grein fyrir. Ólafur segir málið enn opið og að hluti meintra vopnalagabrota fari að öllum líkindum aftur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem hafi forræði yfir rannsókn og ákæru vopnalagabrota. Nokkrir eru grunaðir. „Þegar þetta kemur hingað var óljóst hvernig eða hvort þetta tengdist og svo er þetta rannsakað og þetta er ekki hluti af efnisákærunni sem var að enda gefin út í hryðjuverkamálinu,“ hefur Fréttablaðið eftir Ólafi.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Skotvopn Lögreglumál Tengdar fréttir „Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09 Faðir ríkislögreglustjóra í skýrslutöku: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“ Guðjón Valdimarsson, vopnasali og faðir ríkislögreglustjóra, sagði við rannsóknarlögreglumann sem tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans, í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli, að ef þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans hefðu þeir ekki komið á heimili hans, nema um væri að ræða hefndarráðstöfun gagnvart dóttur hans. 7. nóvember 2022 20:22 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
„Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09
Faðir ríkislögreglustjóra í skýrslutöku: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“ Guðjón Valdimarsson, vopnasali og faðir ríkislögreglustjóra, sagði við rannsóknarlögreglumann sem tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans, í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli, að ef þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans hefðu þeir ekki komið á heimili hans, nema um væri að ræða hefndarráðstöfun gagnvart dóttur hans. 7. nóvember 2022 20:22