Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Snorri Másson skrifar 9. febrúar 2023 08:50 Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. Ganga má út frá því að í þeim áformum felist gjaldtaka á stóru malarbílastæði á móti aðalbyggingu skólans, sem hundruð nemenda nýta sér hvern dag á meðan farið er í tíma. Nú þegar er gjald tekið í „skeifunni“ beint framan við aðalbygginguna. Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri gjaldtöku vegna bílastæða hjá Háskóla Íslands. Sjá má viðtölin í Íslandi í dag hér að ofan. Umfjöllun hefst á sjöundu mínútu.Vísir/Einar „Úff. Ég get ekki borgað meira. Þegar það er vont veður leggur maður þarna fyrir ofan og borgar einhvern sjö hundruð kall. Ég gæti alveg borgað af og til en ef þetta stæði verður líka [stórt stæði á lóð við háskólann], er einhvern veginn ekkert eftir fyrir okkur þar sem maður þarf ekki að borga,“ segir Tinna Þórsdóttir laganemi. Á svipuðum nótum talar Sigurður Pétursson sagnfræðinemi, hann bendir á stæðið þar sem þegar er rukkað og segir: „Ég er mjög á móti þessu. Ég lít á þetta ókeypis stæði sem stæði fyrir plebba eins og mig. En fyrir þá ríku, þá mega þeir alveg leggja þarna uppi.“ Sigurður Pétursson sagnfræðinemi: „Ég tók strætó í morgun. Það var appelsínugul viðvörun og ekki sérstaklega gaman. Ég er frekar til í að vera á einkabílnum.“Vísir/Einar Verkfræðinemarnir Valdimar Sverrisson og Atli Kristjánsson eru hins vegar á því að þessi ráðstöfun myndi hvetja fólk til að nýta sér almenningssamgöngur, í það minnsta þá. Aftur á móti benda þeir á að ef háskólinn hyggist taka gjald fyrir malarbílastæði í Vatnsmýrinni, ætti skólinn að sinna bílastæðinu og gera það nothæfara fyrir nemendur. Bílar Bílastæði Samgöngur Háskólar Tengdar fréttir Skoða gjaldtöku á öllum bílastæðum HÍ Gjaldtaka á bílastæðum Háskóla Íslands er til skoðunar. Nemendur og starfsfólk hafa hingað til fengið að leggja endurgjaldslaust við skólann. Á nýju ári gæti það heyrt sögunni til. 23. desember 2022 18:25 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Ganga má út frá því að í þeim áformum felist gjaldtaka á stóru malarbílastæði á móti aðalbyggingu skólans, sem hundruð nemenda nýta sér hvern dag á meðan farið er í tíma. Nú þegar er gjald tekið í „skeifunni“ beint framan við aðalbygginguna. Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri gjaldtöku vegna bílastæða hjá Háskóla Íslands. Sjá má viðtölin í Íslandi í dag hér að ofan. Umfjöllun hefst á sjöundu mínútu.Vísir/Einar „Úff. Ég get ekki borgað meira. Þegar það er vont veður leggur maður þarna fyrir ofan og borgar einhvern sjö hundruð kall. Ég gæti alveg borgað af og til en ef þetta stæði verður líka [stórt stæði á lóð við háskólann], er einhvern veginn ekkert eftir fyrir okkur þar sem maður þarf ekki að borga,“ segir Tinna Þórsdóttir laganemi. Á svipuðum nótum talar Sigurður Pétursson sagnfræðinemi, hann bendir á stæðið þar sem þegar er rukkað og segir: „Ég er mjög á móti þessu. Ég lít á þetta ókeypis stæði sem stæði fyrir plebba eins og mig. En fyrir þá ríku, þá mega þeir alveg leggja þarna uppi.“ Sigurður Pétursson sagnfræðinemi: „Ég tók strætó í morgun. Það var appelsínugul viðvörun og ekki sérstaklega gaman. Ég er frekar til í að vera á einkabílnum.“Vísir/Einar Verkfræðinemarnir Valdimar Sverrisson og Atli Kristjánsson eru hins vegar á því að þessi ráðstöfun myndi hvetja fólk til að nýta sér almenningssamgöngur, í það minnsta þá. Aftur á móti benda þeir á að ef háskólinn hyggist taka gjald fyrir malarbílastæði í Vatnsmýrinni, ætti skólinn að sinna bílastæðinu og gera það nothæfara fyrir nemendur.
Bílar Bílastæði Samgöngur Háskólar Tengdar fréttir Skoða gjaldtöku á öllum bílastæðum HÍ Gjaldtaka á bílastæðum Háskóla Íslands er til skoðunar. Nemendur og starfsfólk hafa hingað til fengið að leggja endurgjaldslaust við skólann. Á nýju ári gæti það heyrt sögunni til. 23. desember 2022 18:25 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Skoða gjaldtöku á öllum bílastæðum HÍ Gjaldtaka á bílastæðum Háskóla Íslands er til skoðunar. Nemendur og starfsfólk hafa hingað til fengið að leggja endurgjaldslaust við skólann. Á nýju ári gæti það heyrt sögunni til. 23. desember 2022 18:25