„Það eru tvær Play vélar sem eru að beinast, ég er ekki með upplýsingar um hvert, annað hvort að Akureyri eða Egilsstöðum, sitt hvort eða bæði. Lufthansa vélin skilst mér að hafi snúið við,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu.
Önnur af flugvélum Play var að koma frá París og þurfti sú vél að lenda á Egilsstöðum. Sjá má hvar vélin snéri við á myndinni hér fyrir neðan.

„Það er lélegt skyggni á vellinum akkúrat núna og flugfélögin taka þá ákvarðanir á grundvelli þeirra upplýsinga sem við gefum um það.“
Að honum vitandi hefur þó engum flugum verið frestað vegna þessa.
