Sport

Sextán ára undrabarn sleit krossband á æfingu rétt fyrir keppni á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lara Colturi þarf því miður að bíða lengur eftir því að keppa á HM í alpagreinum.
Lara Colturi þarf því miður að bíða lengur eftir því að keppa á HM í alpagreinum. Instagram/@laracolturiofficial

Efnileg skíðakona varð fyrir miklu áfalli stuttu áður en hún átti að fara að keppa á heimsmeistaramótinu í alpagreinum.

Hin sextán ára Lara Colturi var mætt til Méribel í Frakklandi til að keppa á HM en sleit krossband á æfingu í gær.

Albanska skíðasambandið sagði frá þessu á miðlum sínum.

„Við höfum ekki góðar fréttir. Því miður endaði heimsmeistaramótið hjá Lara Colturi áður en það byrjaði. Á æfingu á þriðjudaginn þá datt hún og sleit krossbandið í hægra hné. Við óskum henni góðs gengis í endurhæfingunni,“ sagði á samfélagsmiðlum sambandsins.

Þessi sextán ára stelpa þykir ein efnilegasta skíðakona heims en hún vann bæði gull og brons á heimsmeistaramóti unglinga í janúar.

Hún hafði einnig náð að komast í hóp þrjátíu efstu í heimsbikarnum í stórsvigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×