„Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2023 06:48 Maður heldur á líkamsleifum barns sem lést í skjálftanum. AP/Ghaith Alsayed Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfar stóra skjálftans á mánudagsmorgunn, sem var 7,8 stig. Þúsundir bygginga hrundu í skjálftahrinunni, þar á meðal sjúkrahús, skólar og heilu íbúðablokkirnar. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti lýsti yfir neyðarástandi í tíu héruðum en íbúar eru margir reiðir og örvæntingafullir og gagnrýna stjórnvöld vegna hægagangs í björgunaraðgerðum. „Það er ekki ein einasta manneskja hér. Við erum undir snjónum, án heimilis, án alls,“ hefur Reuters eftir Murat Alinak. Húsið hans í Malatya hrundi og ættingja hans er saknað. „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Vitni sögðu í samtali við AFP að það hefði tekið viðbragðsaðila tólf tíma að koma til Gaziantep og að íbúar og lögregla hefðu brugðist við með því að leita sjálf í húsarústunum. Þegar björgunarmenn komu loks á staðinn unnu þeir í nokkra tíma en hættu svo yfir nóttina, sögðu vitnin. Í Hatay hrundu margar opinberar byggingar, þeirra á meðal miðstöð almannavarna á svæðinu. Moments of hope from the midst of the disaster. Our teams managed to rescue Jana alive from under the rubble of her house in the town of Jenderes, north of #Aleppo, yesterday, Tuesday, February 7, after the violent #earthquake that struck NW #Syria at dawn on Monday, February 6. pic.twitter.com/VhnJPqaYN5— The White Helmets (@SyriaCivilDef) February 7, 2023 „Ég er svo reiður,“ hefur Guardian eftir Gönul Tol, sérfræðingi hjá Middle East Institute í Washington. „Fólk er að reyna að grafa út ástvini sína sem eru fastir í rústunum. Það er kalt, það rignir og það er er ekkert rafmagn. Einn fjölskyldumeðlimur er fastur undir stórum steypubita og hefur beðið klukkustundum saman eftir björgun.“ Murat Harun Öngören, samhæfingastjóri hjá hjálparstofnuninni AKUT, segir veður og færð hafa hamlað björgunarstörfum og ekki síður gríðarlegt umfang hörmunganna. Því lengur sem fólk þyrfti að bíða í rústunum, því meiri líkur væru á að þeim yrði ekki bjargað. „Þetta er kapphlaup við tímann,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, í gær. „Með hverri mínútu, hverjum klukkutíma minnka líkurnar á því að finna fólk á lífi.“ Menn hafa ekki síst áhyggjur af stöðu mála í Sýrlandi, þar sem margir áttu um sárt að binda fyrir náttúruhamfarirnar í kjölfar tólf ára borgarastyrjaldar. Tyrkland Sýrland Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfar stóra skjálftans á mánudagsmorgunn, sem var 7,8 stig. Þúsundir bygginga hrundu í skjálftahrinunni, þar á meðal sjúkrahús, skólar og heilu íbúðablokkirnar. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti lýsti yfir neyðarástandi í tíu héruðum en íbúar eru margir reiðir og örvæntingafullir og gagnrýna stjórnvöld vegna hægagangs í björgunaraðgerðum. „Það er ekki ein einasta manneskja hér. Við erum undir snjónum, án heimilis, án alls,“ hefur Reuters eftir Murat Alinak. Húsið hans í Malatya hrundi og ættingja hans er saknað. „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Vitni sögðu í samtali við AFP að það hefði tekið viðbragðsaðila tólf tíma að koma til Gaziantep og að íbúar og lögregla hefðu brugðist við með því að leita sjálf í húsarústunum. Þegar björgunarmenn komu loks á staðinn unnu þeir í nokkra tíma en hættu svo yfir nóttina, sögðu vitnin. Í Hatay hrundu margar opinberar byggingar, þeirra á meðal miðstöð almannavarna á svæðinu. Moments of hope from the midst of the disaster. Our teams managed to rescue Jana alive from under the rubble of her house in the town of Jenderes, north of #Aleppo, yesterday, Tuesday, February 7, after the violent #earthquake that struck NW #Syria at dawn on Monday, February 6. pic.twitter.com/VhnJPqaYN5— The White Helmets (@SyriaCivilDef) February 7, 2023 „Ég er svo reiður,“ hefur Guardian eftir Gönul Tol, sérfræðingi hjá Middle East Institute í Washington. „Fólk er að reyna að grafa út ástvini sína sem eru fastir í rústunum. Það er kalt, það rignir og það er er ekkert rafmagn. Einn fjölskyldumeðlimur er fastur undir stórum steypubita og hefur beðið klukkustundum saman eftir björgun.“ Murat Harun Öngören, samhæfingastjóri hjá hjálparstofnuninni AKUT, segir veður og færð hafa hamlað björgunarstörfum og ekki síður gríðarlegt umfang hörmunganna. Því lengur sem fólk þyrfti að bíða í rústunum, því meiri líkur væru á að þeim yrði ekki bjargað. „Þetta er kapphlaup við tímann,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, í gær. „Með hverri mínútu, hverjum klukkutíma minnka líkurnar á því að finna fólk á lífi.“ Menn hafa ekki síst áhyggjur af stöðu mála í Sýrlandi, þar sem margir áttu um sárt að binda fyrir náttúruhamfarirnar í kjölfar tólf ára borgarastyrjaldar.
Tyrkland Sýrland Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira