„Munurinn á atvinnumennsku og ekki-atvinnumennsku kom svolítið í ljós“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2023 23:15 Snorri Steinn Guðjónsson var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tap. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, gat verið stoltur af sínu liði þrátt fyrir þriggja marka tap gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. „Það eru bara svona blendin viðbrögð held ég. Ég er auðvitað bara stoltur af strákunum að gera þetta að alvöru leik og vera yfir þegar það eru tuttugu mínútur eftir,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Hitt er bara að ég er mjög fúll að hafa ekki sett þá undir aðeins meiri pressu. Svo auðvitað gengu þeir bara á lagið og við gáfum aðeins eftir. Kannski vantaði bara kíló og munurinn á atvinnumennsku og ekki-atvinnumennsku kom svolítið í ljós þegar fór að líða á leikinn.“ Snorri talaði einnig um að honum þætti liðið eiga inni, rétt eins og Alexander Örn Júlíusson, leikmaður liðsins, gerði í sínu viðtali eftir leik. „Mér fannst eins og í hálfleik sérstaklega við alveg eiga inni. Ég efast svo sem ekkert um að þjálfari Felnsburg segi það sama að þeir eigi eitthvað inni, en það eru alveg einhver smá tækifæri. Þeir eru með marga stráka sem voru á HM og fimm eða sex heimsmeistara og maður þekkir það alveg sjálfur að það er erfitt að koma sér í gang eftir svona þannig að því leytinu til voru tækifæri þarna.“ „Við hefðum alveg getað náð í betri leik. Við erum í veseni varnarlega og annað slíkt og erum ekkert að hjálpa Bjögga neitt mikið.“ Þá nýtti Snorri tækifærið til að hvetja alla Valsmenn til að fjölmenna í Origo-höllina að viku liðinni þegar Valur tekur á móti Benidorm í gríðarlega mikilvægum leik í B-riðli Evrópudeildarinnar. „Bara ekki spurning. Næstu tveir leikir [eru gríðarlega mikilvægir]. Þessi riðill er bara að spilast þannig að þetta eru bara okkar úrslitaleikir. Við getum ekkert orðað það eitthvað öðruvísi. Þannig viljum við bara hafa það og við erum bara komnir í þá stöðu að spila úrslitaleiki um að komast áfram upp úr riðlinum. Það eitt og sér er bara geggjað og við eigum að vera ánægðir með það og njóta þess að vera í þannig stöðu. Svo þurfum við bara að biðla til fólks. Til Valsara og allra bara plís mæta,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Klippa: Snorri Steinn eftir tapið gegn Flensburg Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Erum marki yfir þegar tuttugu mínútur eru eftir og þá er þetta bara leikur“ Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að liðið hafi átt nóg inni og því sé enn meira svekkelsi yfir tapinu. 7. febrúar 2023 22:26 Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
„Það eru bara svona blendin viðbrögð held ég. Ég er auðvitað bara stoltur af strákunum að gera þetta að alvöru leik og vera yfir þegar það eru tuttugu mínútur eftir,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Hitt er bara að ég er mjög fúll að hafa ekki sett þá undir aðeins meiri pressu. Svo auðvitað gengu þeir bara á lagið og við gáfum aðeins eftir. Kannski vantaði bara kíló og munurinn á atvinnumennsku og ekki-atvinnumennsku kom svolítið í ljós þegar fór að líða á leikinn.“ Snorri talaði einnig um að honum þætti liðið eiga inni, rétt eins og Alexander Örn Júlíusson, leikmaður liðsins, gerði í sínu viðtali eftir leik. „Mér fannst eins og í hálfleik sérstaklega við alveg eiga inni. Ég efast svo sem ekkert um að þjálfari Felnsburg segi það sama að þeir eigi eitthvað inni, en það eru alveg einhver smá tækifæri. Þeir eru með marga stráka sem voru á HM og fimm eða sex heimsmeistara og maður þekkir það alveg sjálfur að það er erfitt að koma sér í gang eftir svona þannig að því leytinu til voru tækifæri þarna.“ „Við hefðum alveg getað náð í betri leik. Við erum í veseni varnarlega og annað slíkt og erum ekkert að hjálpa Bjögga neitt mikið.“ Þá nýtti Snorri tækifærið til að hvetja alla Valsmenn til að fjölmenna í Origo-höllina að viku liðinni þegar Valur tekur á móti Benidorm í gríðarlega mikilvægum leik í B-riðli Evrópudeildarinnar. „Bara ekki spurning. Næstu tveir leikir [eru gríðarlega mikilvægir]. Þessi riðill er bara að spilast þannig að þetta eru bara okkar úrslitaleikir. Við getum ekkert orðað það eitthvað öðruvísi. Þannig viljum við bara hafa það og við erum bara komnir í þá stöðu að spila úrslitaleiki um að komast áfram upp úr riðlinum. Það eitt og sér er bara geggjað og við eigum að vera ánægðir með það og njóta þess að vera í þannig stöðu. Svo þurfum við bara að biðla til fólks. Til Valsara og allra bara plís mæta,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Klippa: Snorri Steinn eftir tapið gegn Flensburg
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Erum marki yfir þegar tuttugu mínútur eru eftir og þá er þetta bara leikur“ Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að liðið hafi átt nóg inni og því sé enn meira svekkelsi yfir tapinu. 7. febrúar 2023 22:26 Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
„Erum marki yfir þegar tuttugu mínútur eru eftir og þá er þetta bara leikur“ Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að liðið hafi átt nóg inni og því sé enn meira svekkelsi yfir tapinu. 7. febrúar 2023 22:26
Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30