„Virkilega kærkomið og söknuðurinn var orðinn mikill“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2023 20:30 Martin Hermannsson er loksins farinn að æfa á ný eftir löng og erfið meiðsli. Mike Kireev/NurPhoto via Getty Images Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar, Martin Hermannsson, er loksins farinn að æfa á nýjan leik en hann sleit krossband í hné fyrir átta mánuðum síðan. „Það er eiginlega bara svolítið magnað að það sé komið að þessu núna. Maður er búinn að vera að tala um það að maður geti ekki beðið eftir að byrja að skjóta og svo fer maður að tala um að maður geti ekki beðið eftir að byrja að hoppa,“ sagði Martin í samtali við Stöð 2 í gær. „Svo er það komið og nú er maður bara mættur á æfingar, sem er alveg svolítið magnað. En það er bara virkilega kærkomið og söknuðurinn var orðinn mjög mikill af körfubolta.“ Það reynir mikið á andlegu hliðina að lenda í svona erfiðum meiðslum, en Martin segir að það hafi verið auðveldara fyrir sig að glíma við meiðslin en hann átti von á. „Það hefur bara gengið alveg fáránlega vel ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Mér fannst þetta taka miklu miera á fólkið í kringum mig heldur en á sjálfan mig.“ „Hefði þetta gerst þegar ég var að byrja í atvinnumennsku eða annað árið mitt eða eitthvað svoleiðis þá hefðu þetta auðvitað verið gríðarleg vonbrigði. Ég held að það hefði tekið miklu meira á mann heldur en núna. Maður er búinn að koma sér á stað sem manni hefur dreymt umm og búinn að vera á hæsta leveli í Evrópu núna í fjögur ár. Leikjaálagið er búið að vera gjörsamlega galið seinustu ár hjá mér þannig ég horfði eiginlega bara á þetta sem smá pásu - smá hálfleik á mínum ferli.“ „Ég er búinn að vera að glíma við alls konar lítil meiðsli. Ég náði einhvernveginn alveg að vinna í líkamanum sem ég hef ekki getað gert síðan ég var 16 ára því það hefur bara verið landslið eða félagslið yfir allt árið. Þannig ég var kannski ekki feginn en horfði bara á þetta sem smá hálfleik á mínum ferli og planið er bara að koma jafn góður, ef ekki betri til baka. Ég finn alveg að ég get gert það,“ sagði Martin að lokum. Klippa: Martin Hermannsson loksins farinn að æfa á nýjan leik Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
„Það er eiginlega bara svolítið magnað að það sé komið að þessu núna. Maður er búinn að vera að tala um það að maður geti ekki beðið eftir að byrja að skjóta og svo fer maður að tala um að maður geti ekki beðið eftir að byrja að hoppa,“ sagði Martin í samtali við Stöð 2 í gær. „Svo er það komið og nú er maður bara mættur á æfingar, sem er alveg svolítið magnað. En það er bara virkilega kærkomið og söknuðurinn var orðinn mjög mikill af körfubolta.“ Það reynir mikið á andlegu hliðina að lenda í svona erfiðum meiðslum, en Martin segir að það hafi verið auðveldara fyrir sig að glíma við meiðslin en hann átti von á. „Það hefur bara gengið alveg fáránlega vel ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Mér fannst þetta taka miklu miera á fólkið í kringum mig heldur en á sjálfan mig.“ „Hefði þetta gerst þegar ég var að byrja í atvinnumennsku eða annað árið mitt eða eitthvað svoleiðis þá hefðu þetta auðvitað verið gríðarleg vonbrigði. Ég held að það hefði tekið miklu meira á mann heldur en núna. Maður er búinn að koma sér á stað sem manni hefur dreymt umm og búinn að vera á hæsta leveli í Evrópu núna í fjögur ár. Leikjaálagið er búið að vera gjörsamlega galið seinustu ár hjá mér þannig ég horfði eiginlega bara á þetta sem smá pásu - smá hálfleik á mínum ferli.“ „Ég er búinn að vera að glíma við alls konar lítil meiðsli. Ég náði einhvernveginn alveg að vinna í líkamanum sem ég hef ekki getað gert síðan ég var 16 ára því það hefur bara verið landslið eða félagslið yfir allt árið. Þannig ég var kannski ekki feginn en horfði bara á þetta sem smá hálfleik á mínum ferli og planið er bara að koma jafn góður, ef ekki betri til baka. Ég finn alveg að ég get gert það,“ sagði Martin að lokum. Klippa: Martin Hermannsson loksins farinn að æfa á nýjan leik
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum