Björk tilkynnir tónleikaröð í Reykjavík: Stærsta sýningin hingað til Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 11:31 Björk mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll í sumar. Santiago Felipe/Getty Images Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að tilkynna tónleikaröð hérlendis í júní en hún mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll. „Mikilfengleg tónlistarupplifun“ Í fréttatilkynningu frá Senu segir að Björk bjóði gestum í mikilfenglega tónlistarupplifun í heimaborg sinni, Reykjavík, 7., 10. og 13. júní næstkomandi. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið atopos sem er að finna á plötu Bjarkar, fossora: „Cornucopia var alltaf hugsuð sem veröld fyrir bæði utopiu og plötuna eftir hana, sem er nú komin út og heitir fossora. Ég er því mjög spennt að frumsýna í sumar á íslandi og sjá þessa tvo heima sameinast,“ segir Björk. Talrænt leikhús og framtíðarkenndur sýndarveruleiki Sýningin er tvær klukkustundir á hefðbundnu sviði og flutt verður tónlist af plötum hennar Útópíu og Fossoru. Er um að ræða stærstu sýningu sem Björk hefur gert og verður einn mesti fjöldi talrænna leiktjalda sem hafa verið á einu sviði. Hún kallar þetta talrænt leikhús (e. digital theatre), eða lanterna magica, þar sem áheyrendur eru umkringdir tugi talrænna skjáa með hljóðfæraleikara, kór, flautur, klarínett, slagverk og ótal mörgum sérsmíðuðum hljóðfærum. Hamrahlíðakórinn verður með Björk á tónleikunum í júní.Aðsend „Laugardalshöll verður gjörbreytt og mun bjóða gestum í stórfenglegt landslag sem samanstendur af gróskumiklum litum, framtíðarkenndum sýndarveruleika og draumakenndri áferð náttúrunnar. Tónleikagestum gefst tækifæri til að sökkva sér í stórkostlega tónlistarupplifun þar sem náttúran og tæknin sameinast á töfrandi hátt,“ segir í fréttatilkynningu. Miðasala verður kynnt innan skamms. Sýningin er framleidd af verðlaunuðum hópi listamanna og tæknimanna, þar sem stafræni heimurinn sameinast leikhúsheiminum undir stjórn Bjarkar. Sérstakir gestir verða meðlimir Hamrahlíðakórsins. Tónlist Björk Tónleikar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Björk treður upp á Coachella 2023 Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun koma fram á einni stærstu tónlistarhátíð Bandaríkjanna, Coachella í apríl. 10. janúar 2023 21:06 Björk á lista Rolling Stone yfir bestu söngvara allra tíma Tónlistartímaritið Rolling Stone birti á dögunum lista yfir 200 bestu söngvara allra tíma og erum við Íslendingar með fulltrúa á listanum þar sem Björk Guðmundsdóttir situr í 64. sæti. 3. janúar 2023 13:31 Björk sló í gegn í Los Angeles Tónlistarkonan Björk hélt tónleika í Shrine Auditorium tónleikahöllinni í Los Angeles í gærkvöldi við góðar viðtökur. Tónleikarnir voru hluti af Cornucopia tónleikaferðalagi hennar í Bandaríkjunum. En þetta voru fyrstu tónleikarnir af þremur sem hún mun halda í Los Angeles, áður en förinni verður heitið til San Fransisco. 28. janúar 2022 18:01 Björk í Balenciaga með Hamrahlíðarkórnum í Hörpu Aðrir tónleikar af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral - Live from Reykjavík fóru fram í gær í Eldborg í Hörpu. 25. október 2021 15:31 Björk hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi í þrjú ár Björk hélt sína fyrstu tónleika af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral í Eldborg í Hörpu í gær. Hún kom fram ásamt strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Viktors Orra Árnasonar. Flutt voru lög af plötunum Post, Vespertine og Dancer in the Dark. 12. október 2021 10:41 Björk getur loksins haldið tónleikana sína í Reykjavík „Það gleður okkur að staðfesta að tónleikaserían Björk Orekstral - Live From Reykjavík getur loksins farið fram í Eldborgarsal Hörpu á dögunum 11., 24., 31. október og 15. nóvember,“ segir í nýrri tilkynningu frá Senu. 30. september 2021 10:40 Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Mikilfengleg tónlistarupplifun“ Í fréttatilkynningu frá Senu segir að Björk bjóði gestum í mikilfenglega tónlistarupplifun í heimaborg sinni, Reykjavík, 7., 10. og 13. júní næstkomandi. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið atopos sem er að finna á plötu Bjarkar, fossora: „Cornucopia var alltaf hugsuð sem veröld fyrir bæði utopiu og plötuna eftir hana, sem er nú komin út og heitir fossora. Ég er því mjög spennt að frumsýna í sumar á íslandi og sjá þessa tvo heima sameinast,“ segir Björk. Talrænt leikhús og framtíðarkenndur sýndarveruleiki Sýningin er tvær klukkustundir á hefðbundnu sviði og flutt verður tónlist af plötum hennar Útópíu og Fossoru. Er um að ræða stærstu sýningu sem Björk hefur gert og verður einn mesti fjöldi talrænna leiktjalda sem hafa verið á einu sviði. Hún kallar þetta talrænt leikhús (e. digital theatre), eða lanterna magica, þar sem áheyrendur eru umkringdir tugi talrænna skjáa með hljóðfæraleikara, kór, flautur, klarínett, slagverk og ótal mörgum sérsmíðuðum hljóðfærum. Hamrahlíðakórinn verður með Björk á tónleikunum í júní.Aðsend „Laugardalshöll verður gjörbreytt og mun bjóða gestum í stórfenglegt landslag sem samanstendur af gróskumiklum litum, framtíðarkenndum sýndarveruleika og draumakenndri áferð náttúrunnar. Tónleikagestum gefst tækifæri til að sökkva sér í stórkostlega tónlistarupplifun þar sem náttúran og tæknin sameinast á töfrandi hátt,“ segir í fréttatilkynningu. Miðasala verður kynnt innan skamms. Sýningin er framleidd af verðlaunuðum hópi listamanna og tæknimanna, þar sem stafræni heimurinn sameinast leikhúsheiminum undir stjórn Bjarkar. Sérstakir gestir verða meðlimir Hamrahlíðakórsins.
Tónlist Björk Tónleikar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Björk treður upp á Coachella 2023 Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun koma fram á einni stærstu tónlistarhátíð Bandaríkjanna, Coachella í apríl. 10. janúar 2023 21:06 Björk á lista Rolling Stone yfir bestu söngvara allra tíma Tónlistartímaritið Rolling Stone birti á dögunum lista yfir 200 bestu söngvara allra tíma og erum við Íslendingar með fulltrúa á listanum þar sem Björk Guðmundsdóttir situr í 64. sæti. 3. janúar 2023 13:31 Björk sló í gegn í Los Angeles Tónlistarkonan Björk hélt tónleika í Shrine Auditorium tónleikahöllinni í Los Angeles í gærkvöldi við góðar viðtökur. Tónleikarnir voru hluti af Cornucopia tónleikaferðalagi hennar í Bandaríkjunum. En þetta voru fyrstu tónleikarnir af þremur sem hún mun halda í Los Angeles, áður en förinni verður heitið til San Fransisco. 28. janúar 2022 18:01 Björk í Balenciaga með Hamrahlíðarkórnum í Hörpu Aðrir tónleikar af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral - Live from Reykjavík fóru fram í gær í Eldborg í Hörpu. 25. október 2021 15:31 Björk hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi í þrjú ár Björk hélt sína fyrstu tónleika af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral í Eldborg í Hörpu í gær. Hún kom fram ásamt strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Viktors Orra Árnasonar. Flutt voru lög af plötunum Post, Vespertine og Dancer in the Dark. 12. október 2021 10:41 Björk getur loksins haldið tónleikana sína í Reykjavík „Það gleður okkur að staðfesta að tónleikaserían Björk Orekstral - Live From Reykjavík getur loksins farið fram í Eldborgarsal Hörpu á dögunum 11., 24., 31. október og 15. nóvember,“ segir í nýrri tilkynningu frá Senu. 30. september 2021 10:40 Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Björk treður upp á Coachella 2023 Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun koma fram á einni stærstu tónlistarhátíð Bandaríkjanna, Coachella í apríl. 10. janúar 2023 21:06
Björk á lista Rolling Stone yfir bestu söngvara allra tíma Tónlistartímaritið Rolling Stone birti á dögunum lista yfir 200 bestu söngvara allra tíma og erum við Íslendingar með fulltrúa á listanum þar sem Björk Guðmundsdóttir situr í 64. sæti. 3. janúar 2023 13:31
Björk sló í gegn í Los Angeles Tónlistarkonan Björk hélt tónleika í Shrine Auditorium tónleikahöllinni í Los Angeles í gærkvöldi við góðar viðtökur. Tónleikarnir voru hluti af Cornucopia tónleikaferðalagi hennar í Bandaríkjunum. En þetta voru fyrstu tónleikarnir af þremur sem hún mun halda í Los Angeles, áður en förinni verður heitið til San Fransisco. 28. janúar 2022 18:01
Björk í Balenciaga með Hamrahlíðarkórnum í Hörpu Aðrir tónleikar af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral - Live from Reykjavík fóru fram í gær í Eldborg í Hörpu. 25. október 2021 15:31
Björk hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi í þrjú ár Björk hélt sína fyrstu tónleika af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral í Eldborg í Hörpu í gær. Hún kom fram ásamt strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Viktors Orra Árnasonar. Flutt voru lög af plötunum Post, Vespertine og Dancer in the Dark. 12. október 2021 10:41
Björk getur loksins haldið tónleikana sína í Reykjavík „Það gleður okkur að staðfesta að tónleikaserían Björk Orekstral - Live From Reykjavík getur loksins farið fram í Eldborgarsal Hörpu á dögunum 11., 24., 31. október og 15. nóvember,“ segir í nýrri tilkynningu frá Senu. 30. september 2021 10:40
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“