Ákall um 18 mánaða fæðingarorlof Anna Mjöll Guðmundsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 11:00 FYRSTU FIMM er hagsmunafélag foreldra og fagaðila sem beita sér fyrir barn- og fjölskylduvænna samfélagi með áherslu á fyrstu fimm árin í lífi barna. Samkvæmt 9. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 ber foreldrum skylda til að vernda hagsmuni barna sinna í leikskólum. Fyrstu 1000 dagar í lífi barns (frá byrjun meðgöngu til tveggja ára) er gríðarlega viðkvæmur tími hvað varðar tauga- og heila þroska og því sérstaklega mikilvægt að hlúa sem allra best að börnum á þessum aldri. Sem hagsmunafélag foreldra þá sættum við okkur ekki við minna rými, fleiri börn og færra starfsfólk sem lausn við umönnunarbilinu frá fæðingarorlofi að leikskóla.Við beitum okkur því fyrir lausnamiðuðu samtali og samvinnu á milli allra hagaðila þ.e.a.s. stjórnvalda, borg- og sveitastjórna, aðila vinnumarkaðarins, leikskóla og foreldrar, um ávinning þess að lengja fæðingarorlof í 18 mánuði. Nauðsynlegt er að allir aðilar komi að borðinu til að draga úr álagi á borg- og sveitastjórnir því vandinn er aðkallandi. Við leggjum áherslu á samtal og samvinnu foreldra og leikskólastarfsfólks/stjórnenda og tökum undir með faglegum stjórnendum sem segja stöðuna nú þegar óásættanlega þar sem sífellt er þrengt meira að börnum og starfsfólki. Staðan er slæm þrátt fyrir að börn séu ekki að komast inn fyrr en við 18 til 20 mánaða aldur. Ástandið verður mun verra ef krafa er gerð um að taka á móti öllum 12 mánaða börnum. Samkvæmt upplýsingum frá félagi leikskólastjórnenda er það verulegt áhyggjuefni að nú þegar vantar um 1500 leikskólakennara á landsvísu auk þess sem stórir hópar starfandi leikskólastarfsfólks er að fara á eftirlaun. Leikskólastjórnendur telja að lenging fæðingarorlofs í 18 mánuði myndi hjálpa til við að draga úr álagi og gera leikskólasamfélaginu kleift að ná fyrr lögbundnu viðmiði um 70% menntaðra kennara í stað 19-28% eins og er í dag á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2019 setti Norræna ráðherranefndin á fót samnorrænt verkefni til þriggja ára um velferð og vellíðan á fyrstu æviárunum, sem nefnist Fyrstu 1000 dagar barnsins (www.first1000days.is). Íslenskir ráðherrar heilbrigðis-, félags- og barnamála áttu frumkvæði að verkefninu og ýttu því úr vör og var Embætti landlæknis falið að leiða verkefnið af Íslands hálfu. Rannsakað skyldi hvernig Norðurlöndin væru, í ljósi sinna sterku innviða, í stakk búin til að veita börnum heilbrigt upphaf í lífinu. Að verkefninu loknu komu út þrjár skýrslur og meðal þeirra skýrsla þar sem settar eru fram tillögur að stefnumótandi aðgerðum. Meðal tillagna á Íslandi er að lengja fæðingarorlof, að vinna kerfisbundið að barnvænna samfélagi, auka stuðning og fræðslu til foreldra, auka virðingu fyrir foreldra- og umönnunarhlutverkinu, skilgreina ábyrgð stjórnvalda, borgar-/ sveitastjórna og atvinnulífsins þegar viðkemur forgangsröðun í þágu barna, að styðja aðgerðir sem hvetja til meiri samveru foreldra við börnin sín á fyrstu árunum t.d. með meiri sveigjanleika og lögbundið val um lækkað starfshlutfall, að börn séu færri klukkustundir á dag í leikskólum eða hjá dagforeldrum, auka þátttöku og gæta að geðheilsu beggja foreldra í meðgönguvernd og að veita fræðslu til beggja foreldra, einnig með tilliti til pararáðgjafar. Greina mátti ýmsar hömlum á þjónustu við barnafjölskyldur á norðurlöndunum t.d. hvað varðar íhlutun vegna vægari geðheilsuvanda eða ýmissa fjölskylduerfiðleika en fram kom að á Íslandi fá í mesta lagi 25% af þeim sem þurfa slíka þjónustu, einhverja þjónustu. Íslenskir feður taka nú þegar fæðingarorlof í sama mæli og feður í Svíþjóð sem er það besta sem þekkist og því góður grundvöllur til að byggja enn frekar á en mikilvægt er að foreldrar deili ábyrgð umönnunar barna sinna til jafns. Lenging fæðingarorlofs getur jafnað álag á milli leikskóla og heimila. Þá getur jafnréttisfræðsla jafnað álag á milli foreldra og fækkað til muna þeim foreldrum sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Við hvetjum alla til að skrifa undir ákallið, auka val foreldra og bæta þannig hag barna og fjölskyldna þeirra á Íslandi. Höfundur er forman Fyrstu fimm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Börn og uppeldi Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
FYRSTU FIMM er hagsmunafélag foreldra og fagaðila sem beita sér fyrir barn- og fjölskylduvænna samfélagi með áherslu á fyrstu fimm árin í lífi barna. Samkvæmt 9. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 ber foreldrum skylda til að vernda hagsmuni barna sinna í leikskólum. Fyrstu 1000 dagar í lífi barns (frá byrjun meðgöngu til tveggja ára) er gríðarlega viðkvæmur tími hvað varðar tauga- og heila þroska og því sérstaklega mikilvægt að hlúa sem allra best að börnum á þessum aldri. Sem hagsmunafélag foreldra þá sættum við okkur ekki við minna rými, fleiri börn og færra starfsfólk sem lausn við umönnunarbilinu frá fæðingarorlofi að leikskóla.Við beitum okkur því fyrir lausnamiðuðu samtali og samvinnu á milli allra hagaðila þ.e.a.s. stjórnvalda, borg- og sveitastjórna, aðila vinnumarkaðarins, leikskóla og foreldrar, um ávinning þess að lengja fæðingarorlof í 18 mánuði. Nauðsynlegt er að allir aðilar komi að borðinu til að draga úr álagi á borg- og sveitastjórnir því vandinn er aðkallandi. Við leggjum áherslu á samtal og samvinnu foreldra og leikskólastarfsfólks/stjórnenda og tökum undir með faglegum stjórnendum sem segja stöðuna nú þegar óásættanlega þar sem sífellt er þrengt meira að börnum og starfsfólki. Staðan er slæm þrátt fyrir að börn séu ekki að komast inn fyrr en við 18 til 20 mánaða aldur. Ástandið verður mun verra ef krafa er gerð um að taka á móti öllum 12 mánaða börnum. Samkvæmt upplýsingum frá félagi leikskólastjórnenda er það verulegt áhyggjuefni að nú þegar vantar um 1500 leikskólakennara á landsvísu auk þess sem stórir hópar starfandi leikskólastarfsfólks er að fara á eftirlaun. Leikskólastjórnendur telja að lenging fæðingarorlofs í 18 mánuði myndi hjálpa til við að draga úr álagi og gera leikskólasamfélaginu kleift að ná fyrr lögbundnu viðmiði um 70% menntaðra kennara í stað 19-28% eins og er í dag á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2019 setti Norræna ráðherranefndin á fót samnorrænt verkefni til þriggja ára um velferð og vellíðan á fyrstu æviárunum, sem nefnist Fyrstu 1000 dagar barnsins (www.first1000days.is). Íslenskir ráðherrar heilbrigðis-, félags- og barnamála áttu frumkvæði að verkefninu og ýttu því úr vör og var Embætti landlæknis falið að leiða verkefnið af Íslands hálfu. Rannsakað skyldi hvernig Norðurlöndin væru, í ljósi sinna sterku innviða, í stakk búin til að veita börnum heilbrigt upphaf í lífinu. Að verkefninu loknu komu út þrjár skýrslur og meðal þeirra skýrsla þar sem settar eru fram tillögur að stefnumótandi aðgerðum. Meðal tillagna á Íslandi er að lengja fæðingarorlof, að vinna kerfisbundið að barnvænna samfélagi, auka stuðning og fræðslu til foreldra, auka virðingu fyrir foreldra- og umönnunarhlutverkinu, skilgreina ábyrgð stjórnvalda, borgar-/ sveitastjórna og atvinnulífsins þegar viðkemur forgangsröðun í þágu barna, að styðja aðgerðir sem hvetja til meiri samveru foreldra við börnin sín á fyrstu árunum t.d. með meiri sveigjanleika og lögbundið val um lækkað starfshlutfall, að börn séu færri klukkustundir á dag í leikskólum eða hjá dagforeldrum, auka þátttöku og gæta að geðheilsu beggja foreldra í meðgönguvernd og að veita fræðslu til beggja foreldra, einnig með tilliti til pararáðgjafar. Greina mátti ýmsar hömlum á þjónustu við barnafjölskyldur á norðurlöndunum t.d. hvað varðar íhlutun vegna vægari geðheilsuvanda eða ýmissa fjölskylduerfiðleika en fram kom að á Íslandi fá í mesta lagi 25% af þeim sem þurfa slíka þjónustu, einhverja þjónustu. Íslenskir feður taka nú þegar fæðingarorlof í sama mæli og feður í Svíþjóð sem er það besta sem þekkist og því góður grundvöllur til að byggja enn frekar á en mikilvægt er að foreldrar deili ábyrgð umönnunar barna sinna til jafns. Lenging fæðingarorlofs getur jafnað álag á milli leikskóla og heimila. Þá getur jafnréttisfræðsla jafnað álag á milli foreldra og fækkað til muna þeim foreldrum sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Við hvetjum alla til að skrifa undir ákallið, auka val foreldra og bæta þannig hag barna og fjölskyldna þeirra á Íslandi. Höfundur er forman Fyrstu fimm.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar