Hvert húsið hrundi á eftir öðru Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2023 20:00 Leitað í rústum í Adana í Tyrklandi. AP/Khalil Hamra Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg í kjölfar öflugra jarðskjálfta sem orðið hafa í Tyrklandi og Sýrlandi. Fjölmargir eru dánir en þeim mun líklegast fjölga mikið á næstu dögum. Skjálftarnir ollu gífurlegum skemmdum í báðum löndum. Upprunalegi skjálftinn var 7,8 stig og hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt þeim stóra. Minnst 145 eftirskjálftar hafa greinst og þar af þrír stærri en sex stig. Fjölmörg hús hafa hrunið í bæði Tyrklandi og Sýrlandi og eru skemmdirnar mjög umfangsmiklar. Fyrir skjálftana hafa vetrarhörkur valdið íbúum í Suður-Tyrklandi og Norður-Sýrlandi miklum ama. Milljónir manna halda til í flóttamannabúðum á svæðinu eftir langvarandi átök í Sýrlandi. „Þetta var eins og heimsendir,“ segir Abdul Salam al-Mahmoud, sem býr í Atareb í norðurhluta Sýrlands. „Það er mjög kalt og mikil rigning. Það þarf að bjarga fólki.“ Heilbrigðisráðherra Tyrklands segir minnst 1.651 hafa dáið í Tyrklandi og 11.119 séu slasaðir. Vitað er að nærri því 1.300 hafi dáið í Sýrlandi, samkvæmt yfirvöldum þar en líklegt er þessar tölur muni hækka á komandi dögum. Tyrkir hafa birt mörg myndbönd á samfélagsmiðlum í dag sem sýna heilu fjölbýlishúsin hrynja. Ljóst er að eyðileggingin er gífurlega mikil. Newly constructed building in Malatya, Turkey pic.twitter.com/WhDqW5LE2Y— Faytuks News (@Faytuks) February 6, 2023 Fjölmörg ríki heims eru að senda björgunarsveitir og annars konar aðstoð á svæðið Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi. Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Fyrrverandi leikmaður Newcastle grafinn undir rústum eftir jarðskjálftann mikla Leit stendur nú yfir að ganverska fótboltamanninum Christian Atsu. Talið er að hann hafi grafist undir rústum eftir jarðskjálftann mikla í Tyrklandi. 6. febrúar 2023 13:03 Þrettán hundruð talin látin og óttast um mun fleiri Fjöldi látinna er kominn í að minnsta kosti 1.300 manns eftir að mikill skjálfti reið yfir í suðausturhluta Tyrklands í nótt. 6. febrúar 2023 12:10 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Upprunalegi skjálftinn var 7,8 stig og hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt þeim stóra. Minnst 145 eftirskjálftar hafa greinst og þar af þrír stærri en sex stig. Fjölmörg hús hafa hrunið í bæði Tyrklandi og Sýrlandi og eru skemmdirnar mjög umfangsmiklar. Fyrir skjálftana hafa vetrarhörkur valdið íbúum í Suður-Tyrklandi og Norður-Sýrlandi miklum ama. Milljónir manna halda til í flóttamannabúðum á svæðinu eftir langvarandi átök í Sýrlandi. „Þetta var eins og heimsendir,“ segir Abdul Salam al-Mahmoud, sem býr í Atareb í norðurhluta Sýrlands. „Það er mjög kalt og mikil rigning. Það þarf að bjarga fólki.“ Heilbrigðisráðherra Tyrklands segir minnst 1.651 hafa dáið í Tyrklandi og 11.119 séu slasaðir. Vitað er að nærri því 1.300 hafi dáið í Sýrlandi, samkvæmt yfirvöldum þar en líklegt er þessar tölur muni hækka á komandi dögum. Tyrkir hafa birt mörg myndbönd á samfélagsmiðlum í dag sem sýna heilu fjölbýlishúsin hrynja. Ljóst er að eyðileggingin er gífurlega mikil. Newly constructed building in Malatya, Turkey pic.twitter.com/WhDqW5LE2Y— Faytuks News (@Faytuks) February 6, 2023 Fjölmörg ríki heims eru að senda björgunarsveitir og annars konar aðstoð á svæðið Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi.
Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Fyrrverandi leikmaður Newcastle grafinn undir rústum eftir jarðskjálftann mikla Leit stendur nú yfir að ganverska fótboltamanninum Christian Atsu. Talið er að hann hafi grafist undir rústum eftir jarðskjálftann mikla í Tyrklandi. 6. febrúar 2023 13:03 Þrettán hundruð talin látin og óttast um mun fleiri Fjöldi látinna er kominn í að minnsta kosti 1.300 manns eftir að mikill skjálfti reið yfir í suðausturhluta Tyrklands í nótt. 6. febrúar 2023 12:10 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Fyrrverandi leikmaður Newcastle grafinn undir rústum eftir jarðskjálftann mikla Leit stendur nú yfir að ganverska fótboltamanninum Christian Atsu. Talið er að hann hafi grafist undir rústum eftir jarðskjálftann mikla í Tyrklandi. 6. febrúar 2023 13:03
Þrettán hundruð talin látin og óttast um mun fleiri Fjöldi látinna er kominn í að minnsta kosti 1.300 manns eftir að mikill skjálfti reið yfir í suðausturhluta Tyrklands í nótt. 6. febrúar 2023 12:10