Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2023 09:22 Fjöldi fólks er sagður fastur undir húsarústum. AP/IHA Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. Viðbragðsaðilar í Tyrklandi segja að 245 látna hið minnsta og 440 særða í sjö héruðum. Í Sýrlandi eru 237 sagðir hafa látist og 630 særst. Sjálfboðaliðasamtökin Hvítu hjálmarnir segja að minnsta kosti 147 látna á svæðum undir stjórn uppreisnarmanna. Samkvæmt erlendum miðlum eru byggingar í rúst frá Aleppo og Hama í Sýrlandi og að Diyarbakir í Tyrklandi, í meira en 330 kílómetra fjarlægð. Varaforsetinn Fuat Otkay segir nærri 900 byggingar hafa hrunið í Gaziantep og Kahramanmaras í Tyrklandi. Þá er sjúkrahús sagt hafa hrunið í borginni Iskanderoun. Otkay sagði í samtali við blaðamenn að viðbragðsaðilar væru einnig að eiga við vont veður á svæðinu. Leitað í húsarústum í bænum Azmarin í Idlib í Sýrlandi.AP/Ghaith Alsayed Fjöldi myndskeiða hefur ratað á samfélagsmiðla í morgun, meðal annars myndskeið sem sýnir barni bjargað úr húsarústum. WARNING: GRAPHIC CONTENTRescue workers saved an injured child from the rubble of collapsed buildings after a major earthquake hit Syria, killing dozens and injuring hundreds https://t.co/d3s6tUGIrM pic.twitter.com/iky9r0smB7— Reuters (@Reuters) February 6, 2023 Á öðru myndskeiði má sjá byggingu hrynja í Sanliurfa í eftirskjálfta. WATCH: Building collapses during aftershock in anl urfa, Turkey pic.twitter.com/PiKKIkbu0a— BNO News Live (@BNODesk) February 6, 2023 Stjórnvöld í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum hafa boðið fram aðstoð sína og segjast fylgjast vel með þróun mála. Sama á við um ráðamenn í Svíþjóð, þrátt fyrir stirð samskipti milli Svíþjóðar og Tyrklands vegna umsóknar Svía um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Saddened about the loss of lives in Türkiye and Syria following the major earthquake. Our thoughts go to the victims and their loved ones. I have sent my deepest condolences to @RTErdogan. As partner of Türkiye and holder of the EU presidency, we stand ready to offer our support.— SwedishPM (@SwedishPM) February 6, 2023 Eldgos og jarðhræringar Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Viðbragðsaðilar í Tyrklandi segja að 245 látna hið minnsta og 440 særða í sjö héruðum. Í Sýrlandi eru 237 sagðir hafa látist og 630 særst. Sjálfboðaliðasamtökin Hvítu hjálmarnir segja að minnsta kosti 147 látna á svæðum undir stjórn uppreisnarmanna. Samkvæmt erlendum miðlum eru byggingar í rúst frá Aleppo og Hama í Sýrlandi og að Diyarbakir í Tyrklandi, í meira en 330 kílómetra fjarlægð. Varaforsetinn Fuat Otkay segir nærri 900 byggingar hafa hrunið í Gaziantep og Kahramanmaras í Tyrklandi. Þá er sjúkrahús sagt hafa hrunið í borginni Iskanderoun. Otkay sagði í samtali við blaðamenn að viðbragðsaðilar væru einnig að eiga við vont veður á svæðinu. Leitað í húsarústum í bænum Azmarin í Idlib í Sýrlandi.AP/Ghaith Alsayed Fjöldi myndskeiða hefur ratað á samfélagsmiðla í morgun, meðal annars myndskeið sem sýnir barni bjargað úr húsarústum. WARNING: GRAPHIC CONTENTRescue workers saved an injured child from the rubble of collapsed buildings after a major earthquake hit Syria, killing dozens and injuring hundreds https://t.co/d3s6tUGIrM pic.twitter.com/iky9r0smB7— Reuters (@Reuters) February 6, 2023 Á öðru myndskeiði má sjá byggingu hrynja í Sanliurfa í eftirskjálfta. WATCH: Building collapses during aftershock in anl urfa, Turkey pic.twitter.com/PiKKIkbu0a— BNO News Live (@BNODesk) February 6, 2023 Stjórnvöld í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum hafa boðið fram aðstoð sína og segjast fylgjast vel með þróun mála. Sama á við um ráðamenn í Svíþjóð, þrátt fyrir stirð samskipti milli Svíþjóðar og Tyrklands vegna umsóknar Svía um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Saddened about the loss of lives in Türkiye and Syria following the major earthquake. Our thoughts go to the victims and their loved ones. I have sent my deepest condolences to @RTErdogan. As partner of Türkiye and holder of the EU presidency, we stand ready to offer our support.— SwedishPM (@SwedishPM) February 6, 2023
Eldgos og jarðhræringar Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira