Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2023 06:59 Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. Vísir/Sigurjón Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag en þar kemur meðal annars fram að smit af völdum inflúensu séu á niðurleið. „Sem betur fer. Það kom hár toppur í lok árs, eða um áramót. Svo hefur þetta verið að fara niður á við. Við sáum reyndar þá breytingu í síðustu viku að hlutfallslega fleiri greinast með inflúensu af stofni B. Það hafa verið tveir stofnar í gangi, A og B. B hefur núna verið að færa sig upp á skaftið. Það gerist stundum að það kemur annar toppur af B þannig að við höfum auga með því en eins og er hefur inflúensan verið á niðurleið,“ er haft eftir Guðrúnu Aspelund sóttvarnalækni. Hún segir fjölda RS-sýkinga svipaðan og fyrir áramót en óvenju mikið hafi verið um ífarandi sýkingar af völdum streptókokka og mikið um innlagnir bæði hjá börnum og fullorðnum. Guðrún segir tölur bæði hér heima og erlendis sýna skýra breytingu á smitsjúkdómum í samfélaginu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. „Það var alveg í tvö ár sem sumar sýkingar voru í minna mæli eða jafnvel ekkert. Eins og til dæmis inflúensan. Svo sjáum við á síðasta ári að hún kom miklu fyrr og toppurinn sem kom var mjög hár. Sem betur fer er hann að fara niður, því við vissum ekki hversu hár hann gæti orðið. Þetta er greinilega breytt mynstur.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag en þar kemur meðal annars fram að smit af völdum inflúensu séu á niðurleið. „Sem betur fer. Það kom hár toppur í lok árs, eða um áramót. Svo hefur þetta verið að fara niður á við. Við sáum reyndar þá breytingu í síðustu viku að hlutfallslega fleiri greinast með inflúensu af stofni B. Það hafa verið tveir stofnar í gangi, A og B. B hefur núna verið að færa sig upp á skaftið. Það gerist stundum að það kemur annar toppur af B þannig að við höfum auga með því en eins og er hefur inflúensan verið á niðurleið,“ er haft eftir Guðrúnu Aspelund sóttvarnalækni. Hún segir fjölda RS-sýkinga svipaðan og fyrir áramót en óvenju mikið hafi verið um ífarandi sýkingar af völdum streptókokka og mikið um innlagnir bæði hjá börnum og fullorðnum. Guðrún segir tölur bæði hér heima og erlendis sýna skýra breytingu á smitsjúkdómum í samfélaginu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. „Það var alveg í tvö ár sem sumar sýkingar voru í minna mæli eða jafnvel ekkert. Eins og til dæmis inflúensan. Svo sjáum við á síðasta ári að hún kom miklu fyrr og toppurinn sem kom var mjög hár. Sem betur fer er hann að fara niður, því við vissum ekki hversu hár hann gæti orðið. Þetta er greinilega breytt mynstur.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira