Subway Körfuboltakvöld: „Í þessum leik var hann töffarinn sem þeir gátu leitað til“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. febrúar 2023 22:46 Kjartan Atli, Örvar Þór og Hermann fóru yfir síðustu umferð í Subway-deildinni. Vísir Í þættinum Subway Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið fóru þeir Kjartan Atli Kjartansson, Örvar Þór Kristjánsson og Hermann Hauksson vel yfir mikilvægan sigur ÍR á Grindavík. ÍR og Grindavík mættust í Skógarselinu á föstudagskvöldið. Leikurinn var æsispennandi en að lokum voru það ÍR-ingar sem tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur með sigurkörfu þegar örfáar sekúndur voru eftir. ÍR er enn í fallsæti, tveimur stigum á eftir Hetti og Þór Þorlákshöfn. Þeir Kjartan Atli, Örvar Þór og Hermann fóru vel yfir leikinn. „Ég er ósammála þeim sem sögðu að þetta væri ekki „do or die“. Hefði ÍR tapað þá hefði þetta getað verið búið, þeir urðu að vinna. Þeir voru á heimavelli á móti Grindavík og þeir náðu í þennan sigur enda sást hvað þetta skipti þá miklu máli, það var eins og þeir hefðu unnið titil,“ sagði Örvar um sigurinn mikilvæga. Hann bar síðan framistöðu ÍR-inga saman við frammistöðu KR í tapinu gegn Þór Þorlákshöfn á fimmtudag. „Í svona stöðu á botninum þá verður þú að finna þennan anda og þennan kraft. Akkúrat það sem vantaði hjá KR í gær það var ÍR með í dag. Þeir voru tilbúnir, börðust og lögðu allt í þetta.“ Luciano Massarelli átti frábæran leik fyrir ÍR á föstudag og þeir félagar fögnuðu því að hann væri farinn að sýna það sem hann getur. „Loksins var Argentínumaðurinn hjá ÍR að sýna af hverju þeir voru að fá hann, þetta var besti leikurinn hans, Hann er bara búinn að vera lélegur hjá ÍR og maður er búinn að búast við miklu meira af honum.“ sagði Örvar. „Þarna í kvöld fannst mér við loksins sjá þann leikmann sem við sáum hjá Þór. Þetta gefur ÍR-liðinu svo mikið, þeir fengu hann til að vera töffari og hann var akkúrat í þessum leik töffarinn sem þeir gátu leitað til,“ bætti Övar við. Klippa: Subway körfuboltakvöld: Mikilvægur sigur ÍR Einnig ræddu þeir félagar frammistöðu Hákons Arnar Hjálmarssonar og vel uppsett leikkerfi þjálfarans Ísaks Wiium. Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Örvars og Hermanns má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Körfuboltakvöld ÍR UMF Grindavík Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
ÍR og Grindavík mættust í Skógarselinu á föstudagskvöldið. Leikurinn var æsispennandi en að lokum voru það ÍR-ingar sem tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur með sigurkörfu þegar örfáar sekúndur voru eftir. ÍR er enn í fallsæti, tveimur stigum á eftir Hetti og Þór Þorlákshöfn. Þeir Kjartan Atli, Örvar Þór og Hermann fóru vel yfir leikinn. „Ég er ósammála þeim sem sögðu að þetta væri ekki „do or die“. Hefði ÍR tapað þá hefði þetta getað verið búið, þeir urðu að vinna. Þeir voru á heimavelli á móti Grindavík og þeir náðu í þennan sigur enda sást hvað þetta skipti þá miklu máli, það var eins og þeir hefðu unnið titil,“ sagði Örvar um sigurinn mikilvæga. Hann bar síðan framistöðu ÍR-inga saman við frammistöðu KR í tapinu gegn Þór Þorlákshöfn á fimmtudag. „Í svona stöðu á botninum þá verður þú að finna þennan anda og þennan kraft. Akkúrat það sem vantaði hjá KR í gær það var ÍR með í dag. Þeir voru tilbúnir, börðust og lögðu allt í þetta.“ Luciano Massarelli átti frábæran leik fyrir ÍR á föstudag og þeir félagar fögnuðu því að hann væri farinn að sýna það sem hann getur. „Loksins var Argentínumaðurinn hjá ÍR að sýna af hverju þeir voru að fá hann, þetta var besti leikurinn hans, Hann er bara búinn að vera lélegur hjá ÍR og maður er búinn að búast við miklu meira af honum.“ sagði Örvar. „Þarna í kvöld fannst mér við loksins sjá þann leikmann sem við sáum hjá Þór. Þetta gefur ÍR-liðinu svo mikið, þeir fengu hann til að vera töffari og hann var akkúrat í þessum leik töffarinn sem þeir gátu leitað til,“ bætti Övar við. Klippa: Subway körfuboltakvöld: Mikilvægur sigur ÍR Einnig ræddu þeir félagar frammistöðu Hákons Arnar Hjálmarssonar og vel uppsett leikkerfi þjálfarans Ísaks Wiium. Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Örvars og Hermanns má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld ÍR UMF Grindavík Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira