Kynntist eiginmanninum átján ára og er að springa úr þakklæti Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2023 17:01 Birna Rún Eiríksdóttir og Ebenezer Þórarinn Einarsson eru orðin hjón. Instagram Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir og Ebenezer Þórarinn Einarsson, sérfræðingur í markaðssetningu hjá Digido gengu í það heilaga á föstudaginn. Birna greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni og um leið ástæðunni fyrir því að hún valdi að giftast Ebba sínum. Parið hefur verið saman í tólf ár en þau kynntust árið 2011 er Birna var átján ára og Ebbi 23 ára gamall. Birna segist vera afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Á tólf árum hafi margt gerst og margt breyst. „Í gegnum það allt tókst okkur að vaxa saman, vaxa í allskonar áttir, upp upp og áfram og líka niður niður og til baka. Það er einmitt lífið. Nú loksins berum við hringa og deilum erfðaskrá, eignum og fjármálum,“ segir Birna Rún sem er verðlaunuð leikkona. „Ég valdi ekki að giftast honum af því hann er sá eini rétti, hinn fullkomni maður, prinsinn sem bjargaði mér, draumur í dós bleiku rósa minna. Eða af því allt er alltaf gaman og bara eintómt ævintýri með honum, nei. Ég valdi að giftast honum af því lífið okkar eru allir regnbogans litir. Hann er mannlegur, einlægur og jarðbundinn. Eldar geggjaðan mat og pantar ógeðslegan skyndibita. Hann er stundum vonlaus en oft úrræðagóður. Leggur hart að sér og nennir engu,“ segir Birna Rún á heiðarlegum nótum um sinn heittelskaða. Lífið ekki eintóm hamingja frekar en ástin „Hann sér ekki sólina fyrir mér og getur mig ekki. Gerir frábæra hluti og fáránleg mistök. Allt eins og ég.“ Birna ávarpar sinn heittelskaða og segir að fyrir sér sé það hamingja að vilja vaxa stöðugt og vera á ferðalagi. „Elsku Ebbi, með þér fæ ég að vera allt sem ég er og þú allt sem þú ert. Lífið er ekki eintóm hamingja og það er ástin ekki heldur. Það væri wierd,“ segir Birna Rún. Þá staldrar hún við hvað ástin sé. „Ástin fyrir mér er að upplifa vaxtarverkina saman. Að fá plássið, knúsið, fyrirgefninguna og innblásturinn. Virðinguna fyrir því að við erum líka einstaklingar. Þú gefur mér það stöðugt, og ég þér.“ Birna Rúnar segir að fyrir henni sé hjónaband praktísk ákvörðun, sem henti fólki sem tekst vel að þroskast saman og elskar að skapa sameiginlegt líf. „Fólki sem treystir því að það týni ekki sjálfu sér heldur fái að halda áfram að lifa alla sína liti. Fyrir fegurðina, rómantíkina og erfðaskrána. Þetta helst víst allt í hendur. Yin & Yang,“ segir Birna Rún, þakklát fyrir að hafa kynnst eiginmanni sínum og sigrað öldurnar með honum. „Ég og þú, yin og yang, lifandi ferðalag. Það er ekkert betra“ Brúðkaup Ástin og lífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
Parið hefur verið saman í tólf ár en þau kynntust árið 2011 er Birna var átján ára og Ebbi 23 ára gamall. Birna segist vera afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Á tólf árum hafi margt gerst og margt breyst. „Í gegnum það allt tókst okkur að vaxa saman, vaxa í allskonar áttir, upp upp og áfram og líka niður niður og til baka. Það er einmitt lífið. Nú loksins berum við hringa og deilum erfðaskrá, eignum og fjármálum,“ segir Birna Rún sem er verðlaunuð leikkona. „Ég valdi ekki að giftast honum af því hann er sá eini rétti, hinn fullkomni maður, prinsinn sem bjargaði mér, draumur í dós bleiku rósa minna. Eða af því allt er alltaf gaman og bara eintómt ævintýri með honum, nei. Ég valdi að giftast honum af því lífið okkar eru allir regnbogans litir. Hann er mannlegur, einlægur og jarðbundinn. Eldar geggjaðan mat og pantar ógeðslegan skyndibita. Hann er stundum vonlaus en oft úrræðagóður. Leggur hart að sér og nennir engu,“ segir Birna Rún á heiðarlegum nótum um sinn heittelskaða. Lífið ekki eintóm hamingja frekar en ástin „Hann sér ekki sólina fyrir mér og getur mig ekki. Gerir frábæra hluti og fáránleg mistök. Allt eins og ég.“ Birna ávarpar sinn heittelskaða og segir að fyrir sér sé það hamingja að vilja vaxa stöðugt og vera á ferðalagi. „Elsku Ebbi, með þér fæ ég að vera allt sem ég er og þú allt sem þú ert. Lífið er ekki eintóm hamingja og það er ástin ekki heldur. Það væri wierd,“ segir Birna Rún. Þá staldrar hún við hvað ástin sé. „Ástin fyrir mér er að upplifa vaxtarverkina saman. Að fá plássið, knúsið, fyrirgefninguna og innblásturinn. Virðinguna fyrir því að við erum líka einstaklingar. Þú gefur mér það stöðugt, og ég þér.“ Birna Rúnar segir að fyrir henni sé hjónaband praktísk ákvörðun, sem henti fólki sem tekst vel að þroskast saman og elskar að skapa sameiginlegt líf. „Fólki sem treystir því að það týni ekki sjálfu sér heldur fái að halda áfram að lifa alla sína liti. Fyrir fegurðina, rómantíkina og erfðaskrána. Þetta helst víst allt í hendur. Yin & Yang,“ segir Birna Rún, þakklát fyrir að hafa kynnst eiginmanni sínum og sigrað öldurnar með honum. „Ég og þú, yin og yang, lifandi ferðalag. Það er ekkert betra“
Brúðkaup Ástin og lífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira