Telja fallbaráttulið Þórs vera með tvo af fimm bestu leikmönnum deildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2023 23:15 Vincent Shahid og Styrmir Snær Þrastarson eru tveir af fimm bestu leikmönnum Subway-deildar karla í körfubolta að mati Körfuboltakvölds. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Körfuboltakvölds telja fallbaráttulið Þórs frá Þorlákshöfn vera með tvo af fimm bestu leikmönnum Subway-deildar karla í körfubolta í sínum röðum. „Ef þið hugsið topp tíu leikmenn í þessari deild, hvað koma margir leikmenn upp í hugann áður en þið segið Vincent Shahid? Ekkert rosalega margir?“ sðurði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins. „Hvað koma margir upp í hugann áður en þið segið Styrmir Snær [Þrastarson]? Topp fimm, eða topp sjö í allra seinasta lagi,“ hélt Kjartan áfram. „Þeir eru með tvo leikmenn - taktu alla sem fylgjast með þessari deild - sem eru á topp tíu lista allra sem fylgjast með þessari deild.“ Kjartan hafði þó ekki lokið sér af í að lofsama leikmannahóp Þórsara. „Þeir eru með Jordan Semple sem þriðja kost, þeir eru með Davíð Arnar [Ágústsson], Emil Karel [Einarsson], Fotios [Lampropoulos] og Pablo [Hernandez],“ sagði Kjartan áður en Hermann Hauksson greip boltann á lofti. „Fotios í gær, þessi gæi er náttúrulega bara alveg. Ég held að hann viti ekki hvar rangur staður á vellinum er. Hann er alltaf einhvernveginn á réttum stað og með tímasetningarnar réttar og þessi leikskilningur.“ Klippa: Þór Þ með 2 af 5 bestu leikmönnum deildarinnar Þrátt fyrir þessa lofræðu strákana um leikmenn Þórsliðsins er liðið ekki gallalaust, enda sitja Þórsarar í níunda sæti deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið. „Eini gallinn við Þórsliðið myndi ég segja er að þeir hlaupa rosalega mikið pick and roll og Vincent Shahid er í rauninni eini pick and roll ballhandlerinn sem stýrir vagg og veltu og hann getur ekki spilað fjörutíu mínútur í leik í heilli seríu,“ sagði Kjartan. Örvar Kristjánsson vildi þó meina að Þórsarar gætu plummað sig ágætlega í nokkrar mínútur án Shahid inni á vellinum. „Þeir hafa önnur vopn og geta leyst þær mínútur vel. Eins og bara Fotios, leikmaður sem er hokinn af reynslu og þegar hann er að taka þessi milliskot sín þá er svo gaman að horfa á hann,“ sagði Örvar. Strákarnir eyddu dágóðum tíma í að ræða lið Þórs frá Þorlákshöfn, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
„Ef þið hugsið topp tíu leikmenn í þessari deild, hvað koma margir leikmenn upp í hugann áður en þið segið Vincent Shahid? Ekkert rosalega margir?“ sðurði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins. „Hvað koma margir upp í hugann áður en þið segið Styrmir Snær [Þrastarson]? Topp fimm, eða topp sjö í allra seinasta lagi,“ hélt Kjartan áfram. „Þeir eru með tvo leikmenn - taktu alla sem fylgjast með þessari deild - sem eru á topp tíu lista allra sem fylgjast með þessari deild.“ Kjartan hafði þó ekki lokið sér af í að lofsama leikmannahóp Þórsara. „Þeir eru með Jordan Semple sem þriðja kost, þeir eru með Davíð Arnar [Ágústsson], Emil Karel [Einarsson], Fotios [Lampropoulos] og Pablo [Hernandez],“ sagði Kjartan áður en Hermann Hauksson greip boltann á lofti. „Fotios í gær, þessi gæi er náttúrulega bara alveg. Ég held að hann viti ekki hvar rangur staður á vellinum er. Hann er alltaf einhvernveginn á réttum stað og með tímasetningarnar réttar og þessi leikskilningur.“ Klippa: Þór Þ með 2 af 5 bestu leikmönnum deildarinnar Þrátt fyrir þessa lofræðu strákana um leikmenn Þórsliðsins er liðið ekki gallalaust, enda sitja Þórsarar í níunda sæti deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið. „Eini gallinn við Þórsliðið myndi ég segja er að þeir hlaupa rosalega mikið pick and roll og Vincent Shahid er í rauninni eini pick and roll ballhandlerinn sem stýrir vagg og veltu og hann getur ekki spilað fjörutíu mínútur í leik í heilli seríu,“ sagði Kjartan. Örvar Kristjánsson vildi þó meina að Þórsarar gætu plummað sig ágætlega í nokkrar mínútur án Shahid inni á vellinum. „Þeir hafa önnur vopn og geta leyst þær mínútur vel. Eins og bara Fotios, leikmaður sem er hokinn af reynslu og þegar hann er að taka þessi milliskot sín þá er svo gaman að horfa á hann,“ sagði Örvar. Strákarnir eyddu dágóðum tíma í að ræða lið Þórs frá Þorlákshöfn, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira