Innlent

Rútuslys á Ólafsfjarðarvegi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rútan valt á Ólafsfjarðarvegi.
Rútan valt á Ólafsfjarðarvegi. Lögreglan á Norðurlandi eystra

Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þar segir að rútan hafi oltið á hliðina á Ólafsfjarðarvegi skammt frá Múlagöngum. 

Lögregla, slökkvilið og sjúkraflutningalið var sent á vettvang. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Þangað voru farþegar rútunnar fluttir og starfsfólk Rauða krossins hefur hlúð að þeim. 

Lögregla vinnur nú að rannsókn á tildrögum slyssins á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×