Pizzabakari reyndist eftirlýstur mafíósi Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2023 07:39 Edgardo Greco var orðinn pizzabakari í Frakklandi. Lögreglan í Cosenza Ítalski mafíósinn Edgardo Greco var nýlega handtekinn í frönsku borginni Saint-Étienne eftir sautján ár á flótta. Greco hafði breytt um nafn og starfaði sem pizzabakari í borginni. Greco hafði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tvo bræður árið 1991. Greco var hluti af 'Ndrangheta-mafíunni sem starfaði á Calabria-svæðinu í suðurhluta Ítalíu. Mafían er í dag ein sú áhrifamesta á Ítalíu og er einnig með starfsemi um nánast alla Evrópu og í Suður-Ameríku. Árið 1991 var 'Ndrangheta-mafían í stríði við aðra mafíu. Þá myrti Greco bræður úr hinni mafíunni en lík þeirra fundust aldrei. Talið er að þau hafi verið leyst upp í sýru. Þá hefur Greco einnig verið sakaður um að hafa reynt að myrða annan mann í heimabæ sínum árið eftir. Það var árið 2006 sem dómari gaf út handtökutilskipun á hendur Greco. Þá flúði hann land og var að lokum dæmdur í lífstíðarfangelsi án þess að koma fyrir dóm. Átta árum síðar, árið 2014, dúkkaði hann upp í frönsku borginni Saint-Étienne. Þar hóf hann störf sem pizzabakari á ítölskum veitingastað og kallaði sig Paolo Dimitrio. Hann hafði verið svo lengi í burtu að árið 2021 birtist hann í dagblaði í bænum þar sem hann ræddi eldamennsku sína. Í viðtalinu sagðist hann vera fæddur Ítali en innst inni væri hann frá Saint-Étienne. Þegar viðtalið birtist var hins vegar saksóknarinn Nicola Gratteri á hælum Greco. Hann hafði rakið ferðir hans og fundið Greco í borginni. Frönsk yfirvöld fóru þá að fylgjast með honum þar til Gratteri og hans teymi gat staðfest að þetta væri í raun og veru Greco. Hann var því handtekinn og fluttur aftur til Ítalíu þar sem hann mun dvelja í fangelsi restina af ævi sinni. Þetta er í annað sinn á árinu sem ítalskur mafíósi er handtekinn eftir fjölda ára á flótta. Um miðjan janúar var Matteo Messina Denaro handtekinn eftir þrjátíu ára fangelsi en hann hafði þó ekki flúið land líkt og Greco heldur dvaldi hann enn nálægt heimabæ sínum á Sikiley. Denaro og Greco eru ekki hluti af sömu mafíu. Ítalía Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir „Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro“ Mafíósinn Matteo Messina Denaro var handtekinn á Sikiley í gærmorgun eftir að hafa verið í þrjátíu ár á flótta frá lögreglunni á Ítalíu. Líkt og gera má sér grein fyrir var það hægara sagt en gert að handsama kauða en alvarleg veikindi hans voru það sem komu lögreglu á rétta slóð. 17. janúar 2023 19:41 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Greco var hluti af 'Ndrangheta-mafíunni sem starfaði á Calabria-svæðinu í suðurhluta Ítalíu. Mafían er í dag ein sú áhrifamesta á Ítalíu og er einnig með starfsemi um nánast alla Evrópu og í Suður-Ameríku. Árið 1991 var 'Ndrangheta-mafían í stríði við aðra mafíu. Þá myrti Greco bræður úr hinni mafíunni en lík þeirra fundust aldrei. Talið er að þau hafi verið leyst upp í sýru. Þá hefur Greco einnig verið sakaður um að hafa reynt að myrða annan mann í heimabæ sínum árið eftir. Það var árið 2006 sem dómari gaf út handtökutilskipun á hendur Greco. Þá flúði hann land og var að lokum dæmdur í lífstíðarfangelsi án þess að koma fyrir dóm. Átta árum síðar, árið 2014, dúkkaði hann upp í frönsku borginni Saint-Étienne. Þar hóf hann störf sem pizzabakari á ítölskum veitingastað og kallaði sig Paolo Dimitrio. Hann hafði verið svo lengi í burtu að árið 2021 birtist hann í dagblaði í bænum þar sem hann ræddi eldamennsku sína. Í viðtalinu sagðist hann vera fæddur Ítali en innst inni væri hann frá Saint-Étienne. Þegar viðtalið birtist var hins vegar saksóknarinn Nicola Gratteri á hælum Greco. Hann hafði rakið ferðir hans og fundið Greco í borginni. Frönsk yfirvöld fóru þá að fylgjast með honum þar til Gratteri og hans teymi gat staðfest að þetta væri í raun og veru Greco. Hann var því handtekinn og fluttur aftur til Ítalíu þar sem hann mun dvelja í fangelsi restina af ævi sinni. Þetta er í annað sinn á árinu sem ítalskur mafíósi er handtekinn eftir fjölda ára á flótta. Um miðjan janúar var Matteo Messina Denaro handtekinn eftir þrjátíu ára fangelsi en hann hafði þó ekki flúið land líkt og Greco heldur dvaldi hann enn nálægt heimabæ sínum á Sikiley. Denaro og Greco eru ekki hluti af sömu mafíu.
Ítalía Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir „Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro“ Mafíósinn Matteo Messina Denaro var handtekinn á Sikiley í gærmorgun eftir að hafa verið í þrjátíu ár á flótta frá lögreglunni á Ítalíu. Líkt og gera má sér grein fyrir var það hægara sagt en gert að handsama kauða en alvarleg veikindi hans voru það sem komu lögreglu á rétta slóð. 17. janúar 2023 19:41 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
„Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro“ Mafíósinn Matteo Messina Denaro var handtekinn á Sikiley í gærmorgun eftir að hafa verið í þrjátíu ár á flótta frá lögreglunni á Ítalíu. Líkt og gera má sér grein fyrir var það hægara sagt en gert að handsama kauða en alvarleg veikindi hans voru það sem komu lögreglu á rétta slóð. 17. janúar 2023 19:41