„Ekki okkar besti leikur í vetur, langt í frá“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 2. febrúar 2023 22:58 Benedikt Guðmundsson segir að sínir menn hafi oft spilað betur en þeir gerðu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, slapp með skrekkinn í kvöld þegar hans menn lögðu Stjörnuna í sveiflukenndum leik í Subway-deild karla. Hann hrósaði Stjörnumönnum fyrir þeirra frammistöðu sem gáfu Njarðvíkingum heldur betur alvöru leik í kvöld. „Algjörlega. Stjarnan var virkilega flott hérna, eiginlega bara frábær. Vantaði lykilmenn en samt var Stjarnan hrikalega flott. Bara „kudos“ á Stjörnuna hér í kvöld. Við erum að elta bara allan fyrri hálfleikinn. Við náum þessu forskoti þarna í seinni en Stjarnan kemur bara til baka með frábært áhlaup. Það er ekkert hægt annað en að hrósa þeim, þeir voru búnir að missa Svíann útaf með fimm og þá stigu bara aðrir upp. Ekki okkar besti leikur í vetur, langt í frá, og ég var ekkert beint að hrósa mönnum inni í klefa áðan en það má ekkert taka það frá Stjörnunni að það voru leikmenn þarna sem stigu virkilega vel upp hjá þeim.“ Njarðvíkingar tóku alls 30 víti í kvöld en Dedrick Basile fór aðeins einu sinni á vítalínuna. Það vakti athygli blaðamanns að þar til rétt í blálokin voru Stjörnumenn aðeins búnir að brjóta einu sinni á honum. Benni sagði að þetta væri sennilega einstakur atburður í körfuboltasögunni. „Það hefur held ég bara aldrei gerst og mun örugglega aldrei gerast aftur. Ef menn skoða leikinn þá get ég lofað því að það var brotið á honum oftar.“ Mario Matosovic fór mikinn í þriðja leikhluta og skoraði 10 stig á stuttum kafla. Honum tókst þó nokkurn veginn að stroka þá frammistöðu út undir lokin þegar hann braut klaufalega á Arnþóri Frey í þristi, fékk sína fimmtu villu og síðan tæknivillu í kaupbæti. „Þetta var, já. Hann fær þarna fimmtu villuna og slær svo í rimlana og fær tæknivillu líka. Það eru bara fjögur stig, þeir fá boltann og skora og allt í einu er orðið jafnt. Sjö stiga sveifla sem var ansi vont fyrir okkur en sem betur fer náðum við að stilla okkur af aftur og koma og starta áhlaupi.“ Þrátt fyrir sveiflukenndan leik þá sagðist Benni vera ánægður með stigadreifinguna og hvað margir lögðu í púkkið. „Stigadreifingin var góð, 10 menn sem skora og margir að „chippa“ inn en það var enginn svona sem átti frábæran leik. En við náðum að „grænda“ þennan og ég er ánægður með að hafa tekið stigin. En Stjarnan hefði alveg átt skilið eitthvað meira en þetta.“ Það má sennileg færa þennan sigur til bókar sem „iðnaðarsigur“, og þeir gefa tvö stig eins og aðrir. Fimm sigrar í röð í hús hjá Njarðvíkingum sem halda pressu á hinum toppliðunum, Val og Keflavík. Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 93-86 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð Njarðvíkingar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-86. Þetta var sjötti sigur Njarðvíkinga í röð á heimavelli og liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Vals. 2. febrúar 2023 23:12 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
„Algjörlega. Stjarnan var virkilega flott hérna, eiginlega bara frábær. Vantaði lykilmenn en samt var Stjarnan hrikalega flott. Bara „kudos“ á Stjörnuna hér í kvöld. Við erum að elta bara allan fyrri hálfleikinn. Við náum þessu forskoti þarna í seinni en Stjarnan kemur bara til baka með frábært áhlaup. Það er ekkert hægt annað en að hrósa þeim, þeir voru búnir að missa Svíann útaf með fimm og þá stigu bara aðrir upp. Ekki okkar besti leikur í vetur, langt í frá, og ég var ekkert beint að hrósa mönnum inni í klefa áðan en það má ekkert taka það frá Stjörnunni að það voru leikmenn þarna sem stigu virkilega vel upp hjá þeim.“ Njarðvíkingar tóku alls 30 víti í kvöld en Dedrick Basile fór aðeins einu sinni á vítalínuna. Það vakti athygli blaðamanns að þar til rétt í blálokin voru Stjörnumenn aðeins búnir að brjóta einu sinni á honum. Benni sagði að þetta væri sennilega einstakur atburður í körfuboltasögunni. „Það hefur held ég bara aldrei gerst og mun örugglega aldrei gerast aftur. Ef menn skoða leikinn þá get ég lofað því að það var brotið á honum oftar.“ Mario Matosovic fór mikinn í þriðja leikhluta og skoraði 10 stig á stuttum kafla. Honum tókst þó nokkurn veginn að stroka þá frammistöðu út undir lokin þegar hann braut klaufalega á Arnþóri Frey í þristi, fékk sína fimmtu villu og síðan tæknivillu í kaupbæti. „Þetta var, já. Hann fær þarna fimmtu villuna og slær svo í rimlana og fær tæknivillu líka. Það eru bara fjögur stig, þeir fá boltann og skora og allt í einu er orðið jafnt. Sjö stiga sveifla sem var ansi vont fyrir okkur en sem betur fer náðum við að stilla okkur af aftur og koma og starta áhlaupi.“ Þrátt fyrir sveiflukenndan leik þá sagðist Benni vera ánægður með stigadreifinguna og hvað margir lögðu í púkkið. „Stigadreifingin var góð, 10 menn sem skora og margir að „chippa“ inn en það var enginn svona sem átti frábæran leik. En við náðum að „grænda“ þennan og ég er ánægður með að hafa tekið stigin. En Stjarnan hefði alveg átt skilið eitthvað meira en þetta.“ Það má sennileg færa þennan sigur til bókar sem „iðnaðarsigur“, og þeir gefa tvö stig eins og aðrir. Fimm sigrar í röð í hús hjá Njarðvíkingum sem halda pressu á hinum toppliðunum, Val og Keflavík.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 93-86 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð Njarðvíkingar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-86. Þetta var sjötti sigur Njarðvíkinga í röð á heimavelli og liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Vals. 2. febrúar 2023 23:12 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 93-86 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð Njarðvíkingar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-86. Þetta var sjötti sigur Njarðvíkinga í röð á heimavelli og liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Vals. 2. febrúar 2023 23:12
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti