„Ekki okkar besti leikur í vetur, langt í frá“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 2. febrúar 2023 22:58 Benedikt Guðmundsson segir að sínir menn hafi oft spilað betur en þeir gerðu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, slapp með skrekkinn í kvöld þegar hans menn lögðu Stjörnuna í sveiflukenndum leik í Subway-deild karla. Hann hrósaði Stjörnumönnum fyrir þeirra frammistöðu sem gáfu Njarðvíkingum heldur betur alvöru leik í kvöld. „Algjörlega. Stjarnan var virkilega flott hérna, eiginlega bara frábær. Vantaði lykilmenn en samt var Stjarnan hrikalega flott. Bara „kudos“ á Stjörnuna hér í kvöld. Við erum að elta bara allan fyrri hálfleikinn. Við náum þessu forskoti þarna í seinni en Stjarnan kemur bara til baka með frábært áhlaup. Það er ekkert hægt annað en að hrósa þeim, þeir voru búnir að missa Svíann útaf með fimm og þá stigu bara aðrir upp. Ekki okkar besti leikur í vetur, langt í frá, og ég var ekkert beint að hrósa mönnum inni í klefa áðan en það má ekkert taka það frá Stjörnunni að það voru leikmenn þarna sem stigu virkilega vel upp hjá þeim.“ Njarðvíkingar tóku alls 30 víti í kvöld en Dedrick Basile fór aðeins einu sinni á vítalínuna. Það vakti athygli blaðamanns að þar til rétt í blálokin voru Stjörnumenn aðeins búnir að brjóta einu sinni á honum. Benni sagði að þetta væri sennilega einstakur atburður í körfuboltasögunni. „Það hefur held ég bara aldrei gerst og mun örugglega aldrei gerast aftur. Ef menn skoða leikinn þá get ég lofað því að það var brotið á honum oftar.“ Mario Matosovic fór mikinn í þriðja leikhluta og skoraði 10 stig á stuttum kafla. Honum tókst þó nokkurn veginn að stroka þá frammistöðu út undir lokin þegar hann braut klaufalega á Arnþóri Frey í þristi, fékk sína fimmtu villu og síðan tæknivillu í kaupbæti. „Þetta var, já. Hann fær þarna fimmtu villuna og slær svo í rimlana og fær tæknivillu líka. Það eru bara fjögur stig, þeir fá boltann og skora og allt í einu er orðið jafnt. Sjö stiga sveifla sem var ansi vont fyrir okkur en sem betur fer náðum við að stilla okkur af aftur og koma og starta áhlaupi.“ Þrátt fyrir sveiflukenndan leik þá sagðist Benni vera ánægður með stigadreifinguna og hvað margir lögðu í púkkið. „Stigadreifingin var góð, 10 menn sem skora og margir að „chippa“ inn en það var enginn svona sem átti frábæran leik. En við náðum að „grænda“ þennan og ég er ánægður með að hafa tekið stigin. En Stjarnan hefði alveg átt skilið eitthvað meira en þetta.“ Það má sennileg færa þennan sigur til bókar sem „iðnaðarsigur“, og þeir gefa tvö stig eins og aðrir. Fimm sigrar í röð í hús hjá Njarðvíkingum sem halda pressu á hinum toppliðunum, Val og Keflavík. Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 93-86 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð Njarðvíkingar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-86. Þetta var sjötti sigur Njarðvíkinga í röð á heimavelli og liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Vals. 2. febrúar 2023 23:12 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
„Algjörlega. Stjarnan var virkilega flott hérna, eiginlega bara frábær. Vantaði lykilmenn en samt var Stjarnan hrikalega flott. Bara „kudos“ á Stjörnuna hér í kvöld. Við erum að elta bara allan fyrri hálfleikinn. Við náum þessu forskoti þarna í seinni en Stjarnan kemur bara til baka með frábært áhlaup. Það er ekkert hægt annað en að hrósa þeim, þeir voru búnir að missa Svíann útaf með fimm og þá stigu bara aðrir upp. Ekki okkar besti leikur í vetur, langt í frá, og ég var ekkert beint að hrósa mönnum inni í klefa áðan en það má ekkert taka það frá Stjörnunni að það voru leikmenn þarna sem stigu virkilega vel upp hjá þeim.“ Njarðvíkingar tóku alls 30 víti í kvöld en Dedrick Basile fór aðeins einu sinni á vítalínuna. Það vakti athygli blaðamanns að þar til rétt í blálokin voru Stjörnumenn aðeins búnir að brjóta einu sinni á honum. Benni sagði að þetta væri sennilega einstakur atburður í körfuboltasögunni. „Það hefur held ég bara aldrei gerst og mun örugglega aldrei gerast aftur. Ef menn skoða leikinn þá get ég lofað því að það var brotið á honum oftar.“ Mario Matosovic fór mikinn í þriðja leikhluta og skoraði 10 stig á stuttum kafla. Honum tókst þó nokkurn veginn að stroka þá frammistöðu út undir lokin þegar hann braut klaufalega á Arnþóri Frey í þristi, fékk sína fimmtu villu og síðan tæknivillu í kaupbæti. „Þetta var, já. Hann fær þarna fimmtu villuna og slær svo í rimlana og fær tæknivillu líka. Það eru bara fjögur stig, þeir fá boltann og skora og allt í einu er orðið jafnt. Sjö stiga sveifla sem var ansi vont fyrir okkur en sem betur fer náðum við að stilla okkur af aftur og koma og starta áhlaupi.“ Þrátt fyrir sveiflukenndan leik þá sagðist Benni vera ánægður með stigadreifinguna og hvað margir lögðu í púkkið. „Stigadreifingin var góð, 10 menn sem skora og margir að „chippa“ inn en það var enginn svona sem átti frábæran leik. En við náðum að „grænda“ þennan og ég er ánægður með að hafa tekið stigin. En Stjarnan hefði alveg átt skilið eitthvað meira en þetta.“ Það má sennileg færa þennan sigur til bókar sem „iðnaðarsigur“, og þeir gefa tvö stig eins og aðrir. Fimm sigrar í röð í hús hjá Njarðvíkingum sem halda pressu á hinum toppliðunum, Val og Keflavík.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 93-86 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð Njarðvíkingar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-86. Þetta var sjötti sigur Njarðvíkinga í röð á heimavelli og liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Vals. 2. febrúar 2023 23:12 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 93-86 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð Njarðvíkingar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-86. Þetta var sjötti sigur Njarðvíkinga í röð á heimavelli og liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Vals. 2. febrúar 2023 23:12
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum