Vilja kanna samstarf vegna uppbyggingar bílastæðahúss við Keflavíkurflugvöll Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2023 08:00 Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir mikla uppbyggingu framundan utan flugstöðvar. Isavia Forsvarsmenn Isavia vilja kanna samstarf við einkaaðila – verktaka eða fasteignafélög – í tengslum við uppbyggingu á bílastæðahúsi við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gert er ráð fyrir að bílastæðahús muni rísa þar sem skammtímabílastæðin er nú að finna. Þetta kom fram í máli Guðmundar Daða Rúnarssonar, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar hjá Isavia, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni fyrr í vikunni. Þar var hann meðal annars spurður um þau vandræði sem hafa skapast á og við Keflavíkurflugvöll í vetur – snjóþyngsli á langtímabílastæðum og ísingu sem hefur gert flugmönnum erfitt fyrir. Þannig hafa margir kvartað yfir því að hafa þurft að grafa út bílinn af langtímastæðunum eftir heimkomu. Guðmundur Daði segir að starfsmenn flugvallarins hafi þurft að glíma við „algerlega ótrúlegt ástand“ í vetur. „En við erum með góða verktaka og eigið starfsfólk sem eru að aðstoða okkur við að halda uppi þjónustustiginu á bílastæðinu. Við erum að vinna stanslaust í því. Þegar við erum að horfa núna til framtíðar þá erum við að fara að byggja upp bílastæðin. Við erum að fara að bæta við yfirbyggðum gönguleiðum út á bílastæðin.“ Hann segir ennfremur að bílastæðahús séu í forhönnun. Isavia vonist til að hægt verði að fá einhverja samstarfsaðila í það verkefni. Hlusta má á viðtalið við Guðmund Daða í spilaranum að neðan. Ótrúlegur vöxtur Guðmundur Daði segir að vöxturinn á vellinum hafi verið alveg ótrúlegur og að Isavia hafi þurft að forgangsraða fénu til að hámarka afköst og tryggja þjónustu fyrir farþega. „Nú er sá tími kominn að við ætlum að einbeita okkur að því að bæta þjónustuna utan flugstöðvarinnar. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan þar.“ Guðmundur Daði segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort að einkaaðilar muni koma að því að byggja bílastæðahús við flugstöðina. „Við höfum verið að nefna það að við myndum vilja eiga samstarf við aðila, hvort sem eru verktakar eða fasteignafélög, og skoðað hvort að fleiri geti komið að því sem eru kannski sérfræðingar. Við eigum ekkert bílastæðahús á Keflavíkurflugvelli. Við höfum yfirleitt talað fyrir því að við erum sérfræðingar í að reka flugstöðvar,“ segir Guðmundur Daði. Því sé spurt hvort að aðrir geti mögulega aðstoðað Isavia í öðrum verkefnum eins og byggingu og rekstur bílastæðahúsa. Hann segir að Isavia hafi verið að meta það að eftirspurnin sé á bilinu 800 til 1200 bílar í fyrstu atrennu. Gert er ráð fyrir að mögulega verði hægt að bæta síðar við bílastæðahúsið þar sem skammtímastæðin eru nú eða þá að ráðist verði í gerð annars bílastæðahúss á öðrum stað þegar fram í sækir. Gert sé ráð fyrir tveimur bílastæðahúsum í þróunarplönum Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll. Keflavíkurflugvöllur Bítið Ferðalög Bílastæði Tengdar fréttir Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1. desember 2022 10:57 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Guðmundar Daða Rúnarssonar, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar hjá Isavia, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni fyrr í vikunni. Þar var hann meðal annars spurður um þau vandræði sem hafa skapast á og við Keflavíkurflugvöll í vetur – snjóþyngsli á langtímabílastæðum og ísingu sem hefur gert flugmönnum erfitt fyrir. Þannig hafa margir kvartað yfir því að hafa þurft að grafa út bílinn af langtímastæðunum eftir heimkomu. Guðmundur Daði segir að starfsmenn flugvallarins hafi þurft að glíma við „algerlega ótrúlegt ástand“ í vetur. „En við erum með góða verktaka og eigið starfsfólk sem eru að aðstoða okkur við að halda uppi þjónustustiginu á bílastæðinu. Við erum að vinna stanslaust í því. Þegar við erum að horfa núna til framtíðar þá erum við að fara að byggja upp bílastæðin. Við erum að fara að bæta við yfirbyggðum gönguleiðum út á bílastæðin.“ Hann segir ennfremur að bílastæðahús séu í forhönnun. Isavia vonist til að hægt verði að fá einhverja samstarfsaðila í það verkefni. Hlusta má á viðtalið við Guðmund Daða í spilaranum að neðan. Ótrúlegur vöxtur Guðmundur Daði segir að vöxturinn á vellinum hafi verið alveg ótrúlegur og að Isavia hafi þurft að forgangsraða fénu til að hámarka afköst og tryggja þjónustu fyrir farþega. „Nú er sá tími kominn að við ætlum að einbeita okkur að því að bæta þjónustuna utan flugstöðvarinnar. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan þar.“ Guðmundur Daði segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort að einkaaðilar muni koma að því að byggja bílastæðahús við flugstöðina. „Við höfum verið að nefna það að við myndum vilja eiga samstarf við aðila, hvort sem eru verktakar eða fasteignafélög, og skoðað hvort að fleiri geti komið að því sem eru kannski sérfræðingar. Við eigum ekkert bílastæðahús á Keflavíkurflugvelli. Við höfum yfirleitt talað fyrir því að við erum sérfræðingar í að reka flugstöðvar,“ segir Guðmundur Daði. Því sé spurt hvort að aðrir geti mögulega aðstoðað Isavia í öðrum verkefnum eins og byggingu og rekstur bílastæðahúsa. Hann segir að Isavia hafi verið að meta það að eftirspurnin sé á bilinu 800 til 1200 bílar í fyrstu atrennu. Gert er ráð fyrir að mögulega verði hægt að bæta síðar við bílastæðahúsið þar sem skammtímastæðin eru nú eða þá að ráðist verði í gerð annars bílastæðahúss á öðrum stað þegar fram í sækir. Gert sé ráð fyrir tveimur bílastæðahúsum í þróunarplönum Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll.
Keflavíkurflugvöllur Bítið Ferðalög Bílastæði Tengdar fréttir Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1. desember 2022 10:57 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1. desember 2022 10:57